Bæjarráð

7. júní 2007 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3172

Mætt til fundar

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir ritari bæjarráðs
  1. Umsóknir

    • 0706006 – Vellir 7, lóðarumsókn fyrir 3 stk. dreifistöðvar H.S.hf

      Lagt fram bréf Hitaveitu Suðurnesja hf. dags. 31.maí 2007 um úthlutun á 3 stk. lóðir fyrir dreifistöðvar við 7. áfanga Vallarsvæðis, Hafnarfirði sbr. með fylgjandi teikning, sem sýnir áætlaðar lóðir.

      Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar á skipulags- og byggingarsviði.

    • 0705327 – Vesturhraun í Garðabæ, lóðarumsókn.

      Lagt fram bréf dags. 25. maí sl. frá Véla- og skipaþjónustunni Framtak ehf. þar sem sótt er um lóð í eigu Hafnarfjarðarbæjar.

      Bæjarráð synjar erindinu.

    • 0705230 – Stálhella 8, lóðarumsókn

      Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar á skipulags- og byggingarsviði.

    • 0706061 – Einivellir 1-3, lóðarumsókn.

      Lögð fram lóðarumsókn dags. 4.júní sl. frá Heimahögum ehf. kt. 660101-2920, þar sem sótt er um lóðina Einivellir 1-3 Hafnarfirði.

      Lóðin er ekki til úthlutunar að svo stöddu.

    Fundargerðir

    • 0706005 – Stjórnarfundur Sorpu bs, 238. fundur, 29. maí 2007.

      Lögð fram.

    • 0705246 – Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, 274. fundur, 16. maí 2007.

      Lögð fram.

    • 0706060 – Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29. maí 2007, 115. fundur

      Lögð fram.

    • 0706066 – Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 14.maí 2007, 114. fundur

      Lögð fram.

    Almenn erindi

    • 0705345 – Strandgata 37 B, stækkun lóðar til norðurs

      Lagt fram bréf eigenda Strandgötu 37b, dags. 23. mars sl. þar sem sótt er um stækkun lóðar til norðurs.

      Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar á skipulags- og byggingarsviði.

    • 0705322 – Norðurbakki 7-9, yfirfærsla á byggingarétti

      Lagt fram bréf Deloitte hf. dags. 25.maí sl. þar sem%0Dóskað er eftir samþykki Hafnarfjarðarkaupstaðar vegna yfirfærslu á byggingarétti að Norðurbakka 7-9 í Hafnarfirði fyrir umbjóðanda þeirra, Eykt hf. kt. 560192-2319

      Bæjarráð samþykkir erindið.

    • 0705295 – Vinabæjafélagið Cuxhaven - Hafnarfjörður, starfsemin árið 2006

      Lögð fram skýrsla frá stjórn Vinabæjafélaginu Cuxhaven yfir starfsemina fyrir árið 2006.

    • 0705237 – Sorpa bs, nýr stofnsamningur

      Lagður fram nýr stofnsamningur SORPU bs, nýlega var sent út annað eintak af stofnsamningnum sem innihélt rangar dagsetningar.

    • 0705234 – Einhella 11, afsal lóðar

      Lagður fram tölvupóstur frá Helga Lárussyni Skýrr ehf. kt. 590269-7199, dags. 23. maí sl. þar sem fram kemur að lóðinni Einhellu 11 er skilað inn.

    • 0705066 – Endurskoðun á reglum um byggingaréttargjöld og reglur um gatnagerðargjöld.

      Fjármálastjóri Sveinn Bragason mætti til fundarins og kynnti samantekt og niðurstöður starfshóps starfsmanna úr rekstrarteymi, af framkvæmdasviði og skipulags- og byggingarsviði.

    • 0702100 – Hitaveita Suðurnesja - forkaupsréttur á hlutabréfum.

      Bæjarráð felur fjármálastjóra að leggja fram umsögn um málið.

    • 0705197 – Bifreiðastöð BSH, réttur á leigubílastæðum.

      Lagt fram bréf frá BSH dags. 29. maí sl.

      Vísað til frekari skoðunar á stjórnsýslusviði.

    • 0706086 – Staða erlendra lána 31.05.2007

      Lagt fram yfirlit frá Ráðgjöf og efnahagsspá um þróun erlendra lána. Sveinn Bragason, fjármálastjóri, mætti til fundarins.

Ábendingagátt