Bæjarráð

2. júlí 2007 kl. 20:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3176

Mætt til fundar

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 0702100 – Hitaveita Suðurnesja - forkaupsréttur á hlutabréfum.

      Með sölulýsingu, dags. í mars 2007, var allt hlutafé íslenska ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja hf., boðið til sölu. Alls var um að ræða hlut sem nemur 15,203% af heildar hlutafé félagsins. Hafnarfjarðarbær er hluthafi að alls 15,4178% í Hitaveitu Suðurnesja hf. %0D

      Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir í umboði bæjarstjórnar að beita forkaupsrétti gagnvart öllum fölum hlutum sem Hafnarfjarðarbær á rétt á samkvæmt samþykktum félagsins og lögum. %0DMeð þessari samþykkt, sem full eining er um í bæjarráði Hafnarfjarðar, leggur ráðið áherslu á að tryggja ráðandi hlut sinn i Hitaveitu Suðurnesja og um leið hagsmuni bæjarbúa og annarra neytenda veitunnar. %0DJafnframt fagnar bæjarráð yfirlýsingum bæjarstjóra Reykjanesbæjar um það að vinna að því að Hafnarfjarðarbær geti eignast þriðjungshlut innan félagsins og að Reykjanesbær beiti ekki ráðandi hlut sínum til að koma í veg fyrir það. Öll slík samvinna sveitarfélaga er af hinu góða. %0DBæjarráð ítrekar að formleg samvinna á milli Hafnarfjarðarbæjar og Orkuveitu Reyjavíkur hefur staðið yfir í áratugi til að veita Hafnfirðingum og fyrirtækjum í Hafnarfirði góða þjónustu.%0DAð lokum vill bæjarráð leggja áherslu á að með þessu er verið að tryggja stöðu Hafnarfjarðar og neytenda í Hafnarfirði og beinist því ákvörðun þessi ekki gegn Geysi Green Energy ehf.%0D%0DLögð fram drög að samkomulagi um kaup Orkuveitu Reykjavíkur á þeim hlut Hafnarfjarðarbæjar sem Hafnarfjarðarbær eignast við sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja hf. ásamt drögum að samningi vegna uppgjörs á greiðslum kaupverðs í tengslum við kaupin. Jafnframt lögð fram drög að viljayfirlýsingu milli seljanda og kaupanda.%0D%0DBæjarráð samþykkir samhljóða framlögð gögn og veitir bæjarlögmanni umboð til að undirrita samningana og viljayfirlýsingu f.h. Hafnarfjarðarbæjar. Jafnframt er bæjarlögmanni falið að tilkynna ríkinu um ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að nýta forkaupsrétt sinn í fölum hlut í Hitaveitu Suðurnesja.%0D%0DJafnframt var lagt fram tilboð frá Geysir Green Energy ehf., dags. 30. júní ´07, í hlut Hafnarfjarðarbæjar en tilboðið rann út kl. 14:00 2. júlí ´07. %0D

Ábendingagátt