Bæjarráð

13. september 2007 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3181

Mætt til fundar

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 0709109 – Eignarhlutur Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja

      Til fundarins mættu Halldór Hróarr Sigurðsson endurskoðandi frá KPMG, Oddur G. Jónsson verkefnisstjóri frá KPMG, Vignir Jónsson og Þórður Jónasson frá Askar Capital, Gerður Guðjónsdóttir fjármálastjóri og Gunnar Svavarsson fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórn HS.

      Lagt fram.%0DJafnframt þakkar bæjarráð kynninguna.

    • 0709108 – Árshlutauppgjör Hafnarfjarðarkaupstaðar 2007

      Lagt fram 6 mánaða uppgjör fyrir bæjarsjóð Hafnarfjarðar, stofnanir hans og fyrirtæki%0DTil fundarins mættu Gerður Guðjónsdóttir fjármálastjóri, Helgi Númason enduskoðandi KPMG og Agla Jónsdóttir forstöðumaður reikningshalds og gerðu grein fyrir uppgjörinu.

      Lagt fram til kynningar. Jafnframt þakkar bæjarráð kynninguna.

    • 0708189 – Fjárhagsáætlun 2007, breytingar

      Gerður Guðjónsdóttir fjármálastjóri og Arinbjörn Sigurgeirsson gæðastjóri mættu til fundarins og gerðu grein fyrir breytingum á fjárhagsáætlun 2007.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að vísa fyrirliggjandi breytingartillögum við fjárhagsáætlun ársins 2007 til bæjarstjórnar sbr. heimild í 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.

    • 0701193 – Launakönnun Hafnarfjarðarbæjar 2007.

      Til fundarins mættu Anna Jörgensdóttir starfsmannastjóri og fulltrúar frá ParX viðskiptaráðgjöf og kynntu niðurstöður úr launakönnun og samanburði á launum karla og kvenna hjá Hafnarfjarðarbæ sem unnin var í júní sl.

      Bæjarráð þakkar kynninguna. %0DJafnframt tekur bæjarráð undir bókun lýðræðis- og jafnréttisnefndar.

    • 0701061 – Stuðningur við stjórnmálasamtök í Hafnarfirði.

      Lagðar fram tillögur að útfærslu á stuðningi við stjórnmálasamtök í samræmi við nýsamþykkt lög þar að lútandi. Gert er ráð fyrir þessum stuðningi í breytingum við fjárhagsáætlun sbr. mál nr. 0708189

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

    • 0703082 – Jafnréttisstefna Hafnarfjarðarbæjar 2007-2011.

      Tekin fyrir að nýju drög að jafnréttissstefnu Hafnarfjarðarbæjar sem sem lýðræðis- og jafnréttisnefnd vísaði til umsagnar bæjarráðs. %0DLögð fram drög að umsögn.

      Afgreiðslu frestað.

    • 0706359 – Strætó bs, endurfjármögnun og fjárhagsstaða

      Lagt fram bréf framkvæmdastjóra og fjármálastjóra Strætó bs dags. 4. september 2007 varðandi fjárþörf fyrirtækisins og tillögur varðandi endurfjármögnun. Greiðslan er þríþætt:%0DNóvember 2007 19.786.973%0DJanúar 2008 23.497.030%0DMánaðarlega frá feb. 2008 í 20 mánuði 1.236.686%0DHlutur Hafnarfjarðar samtals er því kr. 68.017.723

      Bæjarráð vísar tillögum um endurfjármögnun til afgreiðslu í bæjarstjórn. Gert er ráð fyrir framlagi þessa árs í breytingartillögum við fjárhagsáætlun 2007 sbr. mál nr. 0708189.

    • 0703209 – Merkurgata 5, kaupsamningur.

      Lagt fram kauptilboð dags. 28.8.2007

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð.

    • 0704203 – 100 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar, dagskrárnefnd.

      Steinunn Þorsteinsdóttir kynnti tillögur afmælisnefndar að afmælismerki vegna hátíðarhaldanna á komandi ári.

      Lagt fram til kynningar.

    • 0706352 – Endurheimt fuglalífs, engir lausir kettir.

      Tekið fyrir að nýju erindi Guðrúnar Kristínar Magnúsdóttur vegna endurheimt fuglalífs, engir lausir kettir. %0DLagðar fram umsagnir Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 29. ágúst 2007 og umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 frá 5. spetember 2007.

      Bæjarráð tekur undir umsögn umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 og synjar erindinu.

    • 0701095 – Atvinnu- og iðnaðarlóðir.

      Tekin fyrir tillaga um að auglýsa úthlutun lóða í Hellnahrauni 3 og Kapelluhrauni.

      Bæjrráð samþykkir að fela bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að undirbúa auglýsingu á lóðum á ofangreindum svæðum.

    • 0708151 – Staðan í ráðningarmálum í leikskólum í byrjun skólaársins 2007-2008

      Lögð fram eftirfarqndi tillaga fulltrúa VG: %0D”Stofnaður verði starfshópur, með fulltrúum úr fræðsluráði, fjölskylduráði og bæjarráði, sem hafi það verkefni að stjórna aðgerðum til þess að fylla megi allar þær stöður sem auglýstar hafa verið. Aðgerðirnar skulu í það minnsta vera þrenns konar:%0D%0D %0D%0D1. Hvernig má fylgja eftir því góða starfi starfsfólks fræðslusviðs og starfsfólks skóla í Hafnarfirði sem þakka má þann árangur sem þó hefur náðst, við að vekja frekar athygli á Hafnfirskum skólastofnunum sem framtíðarvinnustöðum. %0D 2. Hvernig má útfæra enn frekar ákvæði í kjarasamningum starfsfólks skólastofnanna innan ramma þeirra kjarasamninga sem í gildi eru til þess að auka möguleika á því að bæta kjör starfsfólks. %0D3. Hvernig bæta megi starfsumhverfi starfsfólks skóla í Hafnarfirði enn frekar og gera Hafnfirska skóla eftirsóknarverðari. %0D

      Efni framlagðrar tillögu fellur fyrst og fremst undir fræðsluráðið þar sem tillagan var upphafa flutt sl. mánudag Ráðið samþykkti þá að fresta afgreiðslu hennar til næsta fundar. Bæjarráð telur því rétt að tillagan fái frekari efnislega umfjöllun og afgreiðslu í fræðsluráði á næsta fundi ráðsins.

    • 0709134 – Forsetanefnd, fyrirspurn

      Lögð fram eftirfarandi fyrirsprun fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:%0D”Hverju líður skipunar forsetanefndar og með hvaða hætti verður tryggð aðkoma allra flokka að störfum nefndarinnar?%0DGuðrún Ágústa Guðmundsdóttir

    Umsóknir

    • 0709085 – Lónsbraut 1, lóðarumsókn fyrir dreifistöð H.S.

      Lagt fram erindi Hitaveitu Suðurnesja dags. 5. september 2007 varðandi lóð fyrir dreifistöð HS við Lónsbraut 1.

      Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarsviðs.

    • 0709060 – Kvistavellir 10-16, lóðarumsókn

      Lagt fram erindi Húsbyggis ehf dags. 06.09.2007 þar sem sótt er um lóðina Kvistavellir 10-16.

      Lagt fram. %0DBæjarráð samþykkir að úthluta lausum lóðum á Völlum 5 og 6 samhliða úthlutun á Völlum 7.

    • 0706304 – Kirkjuvellir, lóðir fyrir þjónustu og öryggisíbúðir

      Tekið fyrir að nýju erindi Fjarðarmóta hf frá 15. júní sl.varðandi lóðirfyrir þjónustu og öryggisíbúðir en bæjarráð óskaði eftir umsögn frá sameiginlegum starfshópi fjölskylduráðs og skipulags- og byggingarráðs um uppbyggingu íbúa fyrir eldri borgara á Völlum.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara í viðræður við Fjarðarmót um lóðmál á Kirkjuvöllum.

    • 0705204 – Hraunbrún 26, lóðarstækkun

      Tekið fyrir ódags. erindi Viðars Guðbjörnssonar þar sem óskað er eftir stækkun á lóðinni Hraunbrún 26 en skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til bæjarráðs á fundi þann 28.8.2007.

      Bæjarráð samþykkir umbeðna lóðarstækkun.

    • 0709050 – Fokheldisfrestir og sektir, ýmsar lóðir

      Á 3174. fundi bæjarráðs þann 21. júní s.l., var lóðarhöfum eftirtaldra lóða veittur lokafrestur til 1. september 2007 til að skila inn fokheldi:%0DFléttuvellir 5, 11, 20, 21, 26, 34, 43 og 48, Fjóluvellir 11 og 13, Hrauntunga 1, Blómvellir 14 og Sörlaskeið 9.%0DLagt er til við bæjarráð að það ákveði dagssektir (fokheldissektir), fyrir hvern byrjaðan mánuð sem ekki er gefið út fokheldisvottorð.

      Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfrandi til við bæjarsjtórn:%0D”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að taka upp dagsektir gagnvart eftirtöldum lóðarhöfum; Fléttuvellir 5, 11, 20, 21, 26, 34, 43 og 48, Fjóluvellir 11 og 13, Hrauntunga 1, Blómvellir 14 og Sörlaskeið 9 sem ekki hafa náð fram fokheldissilyrðum þ.e. gefið hefur verið út fokheldisvottorð fyrir 1.desember nk. Sektirnar byrja 1. janúar 2008 og nema 50.000 kr. á hvern byrjaðan mánuð sem útgáfa fokheldisvottorðs dregst.”%0D%0D%0D

    • 0705334 – Álfhella 5, lóðarveiting afturkölluð

      Fyrir liggur að lóðarhafi að lóðinni Álhella 5, Járn og Blikk ehf, hefur ekki staðið við úthlutunarskilmála en lokafrestur til andmæla rann út 28. ágúst sl.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að afturkalla veitingu lóðarinnar Álfhella 5 til Járns og Blikks ehf.

    Kynningar

    • 0709090 – Sjálfbæra þróun, fræðslusýning í Gamla bókasafninu

      Lagt fram erindi Áhugamannafélags um frið, menntun og mannréttindi, móttekið 7. september 2007 þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 150.000 til að halda fræðslusýningu um sjálfbæra þróun í Gamla bókasafninu.

      Bæjarráð samþykkir að veita umbeðinn styrk sem takist af fjárheimildum bæjarráðs til styrkveitinga.

    Fundargerðir

    • 0709087 – Flensborgarskóli, fundur skólanefndar 15.08.07

      Lög fram fundargerð skólanefndar Flensborgarskóla frá 15.8.2007.

      Lagt fram.

    • 0709044 – Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 31.ágúst sl., 94.fundur.

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 31. ágúst 2007.

      Lagt fram.

    • 0708226 – Sorpa bs, 240. fundur, 27.08.2007

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 27. ágúst 2007.

      Lagt fram.

    • 0709112 – Stjórn SSH, 310. fundur 3.09.2007

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 3. september 2007

      Lagt fram.

    • 0709113 – Samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 10. og 24. ágúst 2007

      Lögð fram fundagerð samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins fræa 10 og 24. ágúst 2007.

Ábendingagátt