Bæjarráð

6. janúar 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3279

Mætt til fundar

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1012238 – Verkfallslistar 2011

      Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 20. desember 2010 þar sem minnt er á skyldur sveitarfélaga um birtingu lista yfir þá sem ekki hafa verkfallsheimild.%0DJafnfram lagður fram listi starfsmannastjóra yfir þá einstaklinga.

      <DIV&gt;Bæjarráð staðfestir listann fyrir sitt leyti.</DIV&gt;

    • 0906060 – Kattahald, endurskoðun á samþykkt um kattahald í Hafnarfirði.

      Tekið fyrir að nýju.%0DÍ bókun heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis í fundargerð nefndarinnar frá 3.12. sl. liður 4.2. kemur fram að nefndin veitir jákvæða umsögn. %0D

      <DIV&gt;Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:</DIV&gt;<DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykkt um kattahald.”</DIV&gt;

    • 0705296 – Óseyrarbraut 25 - 27, olíubirgðastöð

      Lagt fram erindi ADVEL lögfræðiþjónustu f.h. Olíudreifingar ehf dags. 30. desember 2010 þar sem óskað er eftir rökstuðningi vegna synjunar á lóðaskilum ofangreindrar lóðar.

      <DIV&gt;Bæjarráð felur skrifstofustjóra skipulags- og byggingarsviðs að svara erindinu. </DIV&gt;

    • 1101096 – Félagsþjónusta sveitarfélaga, framfærsla

      Lagt fram bréf velferðarráðuneytis dags. 3.janúar 2011 til allra sveitarstjórna á Íslandi varðandi lámarksfjárhæð til framfærslu á mánuði.

      <DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp samráð við nágrannasveitarfélögin um viðbrögð við erindinu.</DIV&gt;

    • 1101114 – Sjálfstæðisflokkurinn, bókun 3.1.2010

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandir bókun:%0D”Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði lýsa yfir miklum áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum og tekjutengingu leikskólagjalda sem að auki er enn óútfærð. Þetta veldur óvissu og áhyggjum í hópi foreldra og starfsfólks enda um umtalsverða breytingu á kjörum og afkomu þessara hópa að ræða. Nú þegar fara tekjutengingar vaxandi í skattkerfi og velferðarkerfi landsmanna og róðurinn þyngist sífellt hjá þeim fjölskyldum í Hafnarfirði sem ná að auka við sig vinnu til að ná endum saman. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að óvissunni verði eytt hið fyrsta.”%0D%0DFulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:%0D”Í hinu nýja fyrirkomulagi felst að það eru tekjur fjölskyldna sem ráða því hvort og þá að hversu miklu leyti þau njóta afsláttarkjara og er um leið horfið frá því að miða afslætti við ákveðna þjóðfélagshópa. Þannig er þeim fjármunum sem til ráðstöfunar eru beint til þeirra sem mest þurfa á þeim að halda. Þetta teljum við réttlátara fyrirkomulag. %0DVerið er að leggja lokahönd á viðmiðunarreglur og er gert ráð fyrir því að þær verði kynntar vel fyrir öllum hluteigandi, en gert er ráð fyrir að nýtt fyrirkomulag taki gildi 1. mars nk.”%0D

      <DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1101115 – Nöfn atvinnusvæða, tillaga

      Lögð fram eftirfarandi tillaga:%0D”Framundan er átak í sölu og kynningu á atvinnulóðum og aðstöðu í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Í því sambandi skiptir miklu máli að styrkja ímynd þeirra atvinnusvæða sem í boði eru og koma þeim á framfæri.%0DÞað er nokkuð á reiki og mismunandi hvað athafnasvæðið á Völlum/Hellnahrauni er kallað. Það er því tækifæri fólgið í því að styrkja ímyndina og styrkleika svæðisins með því að finna og kynna upp nafn fyrir svæðið. %0DÞví leggur bæjarráð til að nú í janúar verði efnt til hugmyndasamkeppni að nafni fyrir athafnasvæðið. Atvinnu og þróunarfulltrúa í samráði við atvinnuátakshóp og kynningarstjóra bæjarins verði falið að útfæra framkvæmd samkeppninnar og koma henni í framkvæmd fyrir lok janúar. Tækifærið verði notað til að koma á framfæri átakinu sem stendur fyrir dyrum í eflingu atvinnulífsins í bænum og til að koma á framfæri kostum svæðisins. Leitast verði við að hvetja fyrirtækin á svæðinu til þáttöku og jafnvel til setu í dómnefnd eða koma að framkvæmdinni á einhvern beinan hátt.”%0D

      <DIV&gt;Bæjarráð vísar tillögunni til starfshóps um atvinnuátak. </DIV&gt;

    Umsóknir

    • 1012132 – Íshella 5A og B, umsókn um lóð

      Tekið fyrir að nýju. %0DLögð fram umbeðin umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 3.1.2011.

      <DIV&gt;Bæjarráð synjar erindinu eins og það liggur fyrir. </DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarráð bendir á að verið er að skoða í heild sinn verðlagningu og greiðslukjör &nbsp;lóða hjá starfshóp um atvinnuátak. </DIV&gt;

    • 1012171 – Reykjavíkurvegur 45, lóðarstækkun

      Lagt fram erindi Góða hirðisins ehf dags. 14.12.2010 þar sem óskað er eftir stækkun ofangreindrar lóðar.

      <DIV&gt;Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggignarsviðs. </DIV&gt;

    • 1009238 – Skógarás, umsókn um lóð

      Tekið fyrir að nýu.%0DLögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 23.9.2010

      <DIV&gt;Bæjarráð frestar erindinu og óskar eftir því að starfshópur sem verið hefur að skoða lóðaverð komi á næsta fund bæjarráðs. </DIV&gt;

    Styrkir

    • 1001028 – Styrkir bæjarráðs 2010

      Lagt fram yfirlit yfir styrkbeiðnir og afgreiðslu þeirra fyrir árið 2010.

      <DIV&gt;Lagt fram. </DIV&gt;

    Fundargerðir

    • 1001023 – Sorpa bs., fundargerðir 2010

      Lögð fram fundargerð frá Sorpu frá 13.12.2010

      <DIV&gt;Lagt fram. </DIV&gt;

Ábendingagátt