Bæjarráð

3. febrúar 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3281

Mætt til fundar

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1101349 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, gjaldskrá

      Lagt fram erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 21. janúar 2011 og meðfylgjandi gjaldskrá. Gjaldskráin þarf samþykki allra aðildarsveitarfélaganna sex.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:</DIV&gt;<DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.”</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1101389 – Jafnréttisþing 2011

      Lagt fram boð velferðarráðherra og Jafnréttisráðs á jafnréttisþing sem haldið verður 4. febrúar nk.%0DEinnig lagður fram tölvupóstur félags- og tryggingamálanefndar Alþingis dags. 1. febrúar 2011 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun í jafnfréttismálum til fjögurra ára.

      <DIV&gt;Lagt fram. </DIV&gt;

    • 0812095 – Hverfisgata 41A, frágangur

      Lagður fram úrskurður héraðsdóms vegna málsins.%0DStarfandi bæjarlögmaður gerði grein fyrir málinu.%0DHéraðsdómur hefur vísað málinu frá en frávísuninni hefur verið vísað til hæstaréttar.

      <DIV&gt;Lagt fram til kynningar. </DIV&gt;

    • 1010873 – Skattframtal sveitarfélagsins 2010, fjármagnstekjuskattur

      Fjármálastjóri gerði grein fyrir málinu.

      <DIV&gt;Til kynningar. </DIV&gt;

    • 1101313 – Fjármál Hafnarfjarðarbæjar í ársbyrjun 2011, fyrirspurn

      Lagðar fram fyrirspurnir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá bæjarstjórnarfundi 26.1. sl. sem vísað var til bæjarráðs.%0DLögð fram svör við fyrirliggjandi fyrirspurnum.%0DBæjarstjóri gerði einnig grein fyrir hvernig staðið var að þeim breytingum í mannahaldi sem urðu um mánaðarmótin.

      &lt;DIV&gt;Lagt fram. &lt;/DIV&gt;

    • 1006187 – Ráð og nefndir 2010-2014, kosningar

      Gerð grein fyrir væntanlegum breytingum.

      <DIV&gt;Kosningu vísað til bæjarstjórnar. </DIV&gt;

    • 1102147 – Bjarkavellir 1-3, samkomulag

      Gerð grein fyrir viðræðum við verktaka vegna byggingar leikskóla að Bjarkavöllum 1-3.%0DSkrifstofustjóri skipulags- og byggingarsviðs mætti til fundarins og gerði grein fyrir málinu.

      <DIV&gt;Bæjarráð felur skrifstofustjóra skipulags- og byggingarsviðs&nbsp;og fjármálastjóra að ganga frá málinu á þeim grunni sem kynntur var. </DIV&gt;

    Umsóknir

    • 1012130 – Bréfdúfnafélag Íslands, svæði til afnota

      Tekið fyrir að nýju. %0DLögð fram umbeðin umsögn skipulags- og byggingarsviðs.

      <DIV&gt;Bæjarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna málið áfram á grundvelli umsagnarinnar. </DIV&gt;

    • 1012171 – Reykjavíkurvegur 45, lóðarstækkun

      Tekið fyrir að nýju.%0DLögð fram umbeðin umsögn skipulags- og byggingarsviðs.

      <DIV&gt;Bæjarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna málið áfram á grundvelli fyrirliggjandi umsagnar. </DIV&gt;

    • 1101396 – Jófríðarstaðavegur, lóðarumsókn fyrir dreifistöð H.S. Veitur hf

      Lögð fram umsókn HS Veitna hf um lóð fyrir dreifistöð. Um er að ræða færslu á stöð sem er til staðar.%0DLögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs.

      <DIV&gt;Bæjarráð tekur undir umsögn skipulags- og byggingarsvið og synjar erindinu eins og það liggur fyrir. </DIV&gt;

    Styrkir

    • 1101363 – Víkingahátíð 16-20.6.2011, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi Fjörukráarinnar ehf. dags. 26. janúar 2011 þar sem óskað er eftir styrk vegna fyrirhugaðrar víkingahátíðar.

      Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr.350.000 sem takist af bókhaldslið 21-815 fjárveitingu bæjarráðs til styrkveitinga.

    • 1101279 – Flensborgarskólinn, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi dönskukennara við Flensborgarskóla dags. 12. janúar 2011 þar sem óskað er eftir styrk vegna námsferðar nemenda í dönsku til vinaskóla í Frederiksberg.

      Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr.162.000 þar sem um er að ræða heimsókn til skóla í vinabæ Hafnarfjarðar.&nbsp;Takist af bókhaldslið 21-815 fjárveitingu bæjarráðs til styrkveitinga.

    • 1101256 – Saman-hópurinn, styrkbeiðni 2011

      Lagt fram erindi SAMAN – hópsins dags. 20. janúar 2011 þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefna hópsins.

      <DIV&gt;Lagt fram. </DIV&gt;

    Fundargerðir

    • 1101014 – Sorpa bs, fundargerðir 2011

      Lögð fram fundargerð frá Sorpu bs frá 24.1.2011

      <DIV&gt;Lagt fram. </DIV&gt;

    • 1001024 – Strætó bs., fundargerðir 2010

      Lögð fram fundargerð frá Strætó bs frá 19.11.2010

      <DIV&gt;Lagt fram. </DIV&gt;

Ábendingagátt