Bæjarráð

28. apríl 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3289

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen varamaður
  • Gunnar Axel Axelsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1104262 – Sveitarstjórnalög, 726. mál til umsagnar

      Lagt fram erindi nefndasviðs Alþingis sent í tölvupósti 15. apríl 2011 þar sem óskað er eftir umsögn við frumvarp til sveitarstjórnarlaga – 726. mál, sjá heimasíðu Alþingis http://www.althingi.is – þingmál.

      <DIV&gt;Lagt fram. </DIV&gt;

    • 0805023 – Skógrækt ríkisins í Kapelluhrauni, samningur

      Starfandi bæjarlögmaður mætti á fundinn og gerði grein fyrir viðræðum við Skógrækt ríkisins.

      <DIV&gt;Til upplýsinga. </DIV&gt;

    • 1104374 – Kynjuð hagstjórn. ráðstefna og námskeið

      Lagðar fram dagskrár ráðstefnu og námskeiðs sem haldin verða 4. og 5. maí nk.

      <DIV&gt;Lagt fram til kynningar. </DIV&gt;

    • 1011405 – Frístundabíllinn,samstarf, framlenging

      Lagt fram erindi Pálmars Sigurðssonar f.h. Frístundabílsins sent í tölvupósti 26. apríl 2011 þar sem óskað er eftir framlengingu á samstarfi við Hafnarfjarðarbæ á haustönn 2011.

      <DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarráð vísar jafnframt erindinu&nbsp;til yfirstandandi endurskoðunar á &nbsp;innanbæjarakstri.</DIV&gt;

    • 1104347 – Endurfjármögnun lána

      Guðmundur Hjaltason frá Saga fjárfestingarbanka mætti á fundinn og fór yfir málið.

      <DIV&gt;Til upplýsinga. </DIV&gt;

    • 1104033-1 – Strætó bs, metanvagnar

      Björn H. Halldórsson frá Sorpu bs, Reynir Jónsson Strætó bs og Ellý Katrín Guðmundsdóttir frá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar mættu á fundinn og kynntu hugmyndir varðandi kaup á metanvögnum.

      <DIV&gt;Bæjaráð þakkar fyrir fróðlega kynningu og tekur undir mikilvægi þess að þróa áfram umhverfisvænar samgöngur. </DIV&gt;

    Styrkir

    • 1101009 – Styrkir bæjarráðs 2011

      Teknar fyrir að nýju þær umsóknir sem óafgreiddar eru.

      Bæjarráð samþykkir&nbsp;SAMAN-hópurinn fá styrk&nbsp;að upphæð kr. 50.000 sem takist af fjárveitingu bæjarráðs til styrkveitinga, bókhaldslið 21-815. <BR&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;<DIV&gt;Alþingi setti fyrst lög um orlof húsmæðra árið 1960 og gildandi lög eru frá 1972. Lögin voru sett í þeim anda sem ríkti þá og miðast við þjóðfélag þess tíma.</DIV&gt;<DIV&gt;<P&gt;Frumvarp til laga um afnám laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972 var lagt fram á 138. löggjafarþingi 2009 ? 2010&nbsp;auk þess sem Jafnréttisstofa hefur svarað fyrirspurn Vestmannaeyjabæjar árið 2007 að hún teldi líkur á að lög um orlof húsmæðra teljist brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.&nbsp;Þá er bent á að lögin frá 1972 miða við hækkun vísitölu sem ekki er lengur til og reiknað framlag sveitarfélaga samkvæmt henn er óraunhæft. </P&gt;<P&gt;Ekki má gera lítið úr þeim félagslegu áhrifum sem orlofsferðir húsmæðra hafa haft fyrir þær konur sem þær hafa farið. Verði lögin afnumin geta orlofsnefndirnar haldið áfram að skipuleggja ferðir kjósi þær svo. Aðkoma sveitarfélaganna yrði valkvæð og það sem mestu máli skiptir, íbúum væri ekki mismunað á grundvelli kynferðis.Í dag þarf að leita allra leiða til að hagræða og forgangsraða fjármagni. </P&gt;<P&gt;Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið samþykkir bæjarráð Hafnarfjarðar að veita orlofsnefnd húsnæðra&nbsp; hópstyrk að þessu sinni sem miðað við fjölda þátttakenda í ferð. </P&gt;<P&gt;Jafnfram verði leitað til Sambands íslenskra sveitarfélaga um að hafa forgöngu um endurskoðun á lögunum. </P&gt;<P&gt;Bæjarráð samþykkir að veita ferðanefnd eldri borgara sambærilegan hópstyrk á grundvelli upplýsinga um fjölda þátttakenda. </P&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt