Bæjarráð

11. ágúst 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3295

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri

Fundinn sat Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, sviðsstjóri stjórnsýslu.

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir lögmaður

Fundinn sat Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, sviðsstjóri stjórnsýslu.

  1. Almenn erindi

    • 1107225 – Daggæsla barna í heimahúsum

      Bæjarráð samþykkir að flytja málaflokkinn “Daggæsla barna í heimahúsum” frá félagsþjónustu til skólaskrifstofu.

    • 11023019 – Orlofsnefnd húsmæðra í Hafnarfirði, styrkbeiðni 2011

      Lagt fram erindi Lagaþings sf f.h. Orlofsnefndar húsmæðra dags. 18. júlí 2011 þar sem gerð er krafa um lögbundna greiðslu til nefndarinnar vegna ársins 2011.

      Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til frekari skoðunar hjá lögmanni Hafnarfjarðarbæjar.

    • 1104347 – Endurfjármögnun lána

      Gerður Guðjónsdóttir, fjármálastjóri, mætti til fundarins og gerði grein fyrir stöðu mála.

    • 1012140 – Gjaldskrár 2011

      Lögð fram til staðfestingar svohljóðandi samþykkt fræðsluráðs frá 4. júlí sl.:$line$”Hádegismatur í grunnskólum hækki úr 300 kr. í 350 kr. frá og með næsta skólaári.$line$Matur og síðdegishressing í leikskólum hækki um 10% frá og með 1. ágúst nk.$line$Fræðsluráð samþykkir að fresta ákvörðun um breytingu á vistgjöldum í leikskóla þar til fyrir liggur ákvörðum um jöfnun kostnaðar í leikskólum og hlut foreldra hjá dagforeldrum.”$line$$line$$line$

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir ákvörðun fræðsluráðs frá 4. júlí sl. $line$$line$2 fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá með vísan til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks á fundi fræðsluráðs frá 4. júlí sl.

    • 11023144 – Endurskoðun lóðaverðs, starfshópur

      Tekið fyrir að nýju.$line$

      Eyjólfur Sæmundsson og Sigurbergur Árnason, fulltrúar í starfshópi um endurskoðun lóðaverðs, mættu til fundarins og kynntu drög að tillögum starfshópsins. Ólafur Ingi Tómasson, fulltrúi í starfshópnum, gat ekki sótt fundinn.

    • 1108014 – Fjárhagsáætlun 2012-2014, skil

      Lagt fram bréf innanríkisráðuneytis, dags. 2. ágúst sl., vegna skila á þriggja ára fjárhagsáætlun 2012-2014.

      Bæjarráð samþykkir svohljóðandi bókun vegna bréfs innanríkisráðuneytis:$line$”Bæjarráð Hafnarfjarðar harmar bréf innanríkisráðuneytisins varðandi skil á þriggja ára áætlun áranna 2012-2014. Af bréfinu má skilja, að Hafnarfjarðarbær hafi ekki lokið gerð þessarar áætlunar. Þriggja ára áætlun var samþykkt í bæjarstjórn í desember 2010. Hún var send til ráðuneytisins þann 7. janúar og prentað eintak var afhent þann 1. mars sl. $line$ $line$Hið rétta í málinu er, að það hefur verið vandkvæðum bundið að lesa rafræn gögn úr tölvukerfum Hafnarfjarðar í gagnagrunn ráðuneytisins. Fjármálastjóri Hafnarfjarðar hefur verið í reglulegum samskiptum við ráðuneytið vegna þessa, enda Hafnarfjörður í fararbroddi hvað varðar rafræn reikningsskil. $line$ $line$Bæjarráð fer fram á að ráðuneytið staðfesti að Hafnarfjarðarbær hafi skilað þriggja ára áætlun, svo sem lögbundið er.”

    • 1006305 – Ræstingar hjá Hafnarfjarðarbæ

      Lögð fram fundargerð frá 7. júlí sl. vegna opnunar á tilboðum vegna útboðsins “Ræsting í 3 stofnunum hjá Hafnarfjarðarbæ 2011”. Jón Bergsveinsson frá Fasteignafélagi mætti til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir tilboð lægstbjóðanda, Sólarræstingar ehf., kt. 710102-2360, sem nemur kr. 3.587.869 á mánuði og felur Fasteignafélagi að ganga til samninga við fyrirtækið í samræmi við útboðsskilmála.

    • 0812160 – Álverið í Straumsvík.

      Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við Rio Tinto Alcan.

      Lögð fram skýrsla Félagsvísindastofnunar, dags. 15. júní 2011, um viðhorf til álversins í Straumsvík, umhverfis- og atvinnumála í Hafnarfirði.$line$$line$Lögð fram svohljóðandi sameiginleg yfirlýsing Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto Alcan:$line$”Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto Alcan hafa undanfarna mánuði átt í viðræðum um stöðu fyrirtækisins í hafnfirsku samfélagi í nútíð og framtíð, en bæjarráð óskaði eftir viðræðunum á fundi í október sl. Báðir aðilar leggja áherslu á mikilvægi þess að víðtæk sátt ríki um stöðu fyrirtækisins í samfélaginu og framtíðaráform þess og hyggjast vinna saman að því að svo megi verða.$line$Mjög góður andi hefur ríkt í viðræðum aðila og snemma í þeim var ákveðið að kanna vilja og viðhorf bæjarbúa til fjölmargra þátta sem snerta starfsemi fyrirtækisins. Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto Alcan réðu Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands til að gera umfangsmikla rannsókn á viðhorfum bæjarbúa til atvinnumála í víðum skilningi, auk viðhorfa til álversins í Straumsvík og framtíðar þess. Félagsvísindastofnun gerði í þessu skyni umfangsmikla símakönnun, auk rýnihóparannsóknar. $line$Í þessum rannsóknum kom m.a. fram, að þrír af hverjum fjórum íbúum í Hafnarfirði telja jákvætt fyrir bæjarfélagið að hafa álverið starfandi þar og innan við einn af hverjum tíu telur það neikvætt. Sama gildir um viðhorf til 20% framleiðsluaukningar álversins sem nú er unnið að. Helstu ávinningar af veru fyrirtækisins eru taldir þeir að það skapar störf og tekjur fyrir bæjarsjóð. Þegar spurt er um nokkra ólíka kosti varðandi framtíð álversins, segist mjög lítill hluti svarenda vilja draga úr framleiðslu eða hætta henni, rúm 43% vilja láta staðar numið eftir framleiðsluaukninguna og rúm 47% vilja auka framleiðslu enn frekar. Mögulegt hlutfall þeirra sem telja ásættanlegt að auka framleiðslugetuna fer í um 66%, að því gefnu að uppfyllt verði ströng skilyrði, ekki síst í umhverfismálum. Þegar spurt er beint hvernig fólk myndi greiða atkvæði ef kosið yrði um stækkun álversins í dag, segjast 59,5% myndu styðja stækkun, þar af sumir að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Rannsóknarskýrslan í heild sinni er aðgengileg á vefjum Hafnarfjarðarbæjar og Alcan á Íslandi.$line$Aðilar eru sammála um mikilvægi þess að áfram ríki mikil sátt um starfsemi fyrirtækisins í hafnfirsku samfélagi og lýsa ríkum vilja til að stuðla sameiginlega að því að svo megi verða. Í ljósi niðurstaðna könnunarinnar er það mat aðila, að ekki sé tímabært að kjósa aftur um mögulega stækkun álversins. Rio Tinto Alcan telur að unnt sé að hanna stækkunarkost sem tæki betur tillit til sjónarmiða bæjarbúa eins og þau birtast í könnuninni og nyti þar með víðtækari stuðnings. Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto Alcan eru sammála um að ræða áfram um möguleika til eðlilegrar þróunar fyrirtækisins í bænum.$line$Af hálfu Hafnarfjarðarbæjar hafa oddvitar flokkanna í bæjarstjórn tekið þátt í viðræðunum: Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs og Valdimar Svavarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Í viðræðuhópi Rio Tinto Alcan voru Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, Alexis Segal, yfirmaður samskiptasviðs Rio Tinto Alcan í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku og Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Alcan á Íslandi, auk þess sem Wolfang Stiller, fyrrverandi stjórnarformaður Alcan á Íslandi tók þátt í þeim í upphafi.”

    • 1106181 – SSH framtíðarhópur atvinnustefna

      Lagt fram erindi frá SSH, dags. 9. ágúst 2011, vegna gerðar sóknaráætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið.

    • 1107149 – Norðurbær aðalskipulagsbreyting

      Tekið fyrir eftirfarandi erindi Skipulags- og byggingarráðs frá 9. ágúst 2011:$line$$line$Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar Norðurbæinn og taka saman lýsingu á verkefninu í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010. $line$$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að gerð verði tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar Norðurbæinn og tekin saman lýsing á verkefninu í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”

      Anna Sofia Kristjánsdóttir, arkitekt á skipulags- og byggingarsviði mætti til fundarins.$line$$line$Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir framlagða tillögu skipulags- og byggingarráðs frá 9. ágúst sl.

    Umsóknir

    • 1104027-1 – Lausar lóðir og verð 2011

      Lögð fram fundargerð frá 8. ágúst sl. með tilboðum í eftirfarandi lóðir í Hafnarfirði:$line$Hamarsbraut 16, Skógarás 1 og Skógarás 3.$line$

      Bæjarráð óskar eftir umsögn fjármálastjóra og skipulags- og byggingarsviðs

    • 1105112 – Tilraunabygging, lóðarumsókn

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 8.7.2011

      Bæjarráð tekur undir umsögn skipulags- og byggingarsviðs og synjar erindinu.

    Styrkir

    • 1107227 – Global Legacy sjálfboðastarf, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi Söru Bjarnason sent í tölvupósti 13. júlí 2011 þar sem óskað er eftir styrk vegna náms og sjálfboðastarfa erlendir.

      Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

    • 1107240 – Sigríður M Einarsdóttir, styrkbeiðni

      Lögð fram vefumsókn Sigríðar M Einarsdóttur dags. 21.7.2011 þar sem óskað er eftir aðstoð vegna stofnunar fyrirtækis.

      Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

    • 1108057 – Sundlaugar Hafnarfjarðar, aðgangseyrir

      Lögð fram ósk Hagsmunanefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands um afslátt af aðgangseyri í sundlaugar Hafnarfjarðar.

      Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

    Fundargerðir

    • 1101098 – Fundargerðir 2011, til kynningar í bæjarstjórn.

      Eftirtaldar fundargerðir lagðar fram til kynningar í bæjarráði í umboði bæjarstjórnar:$line$Skipulags- og byggingarráð frá 9.8. sl.$line$Umhverfis- og framkvæmdaráð frá 20.7. og 10.8. sl.$line$

Ábendingagátt