Bæjarráð

20. október 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3301

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson varamaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1110179 – Fjárhagsáætlun bæjarstjóðs 2011, endurskoðun

      Lögð fram tillag að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.$line$Fjármálastjóri og rekstrarstjórar fjölskyldu- og fræðsluþjónust mættu á fundinn og gerðu grein fyrir tillögunni. $line$Jafnframt verður lögð fram tímaáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2012.

      Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

    • 1110099 – Fjárlaganefnd Alþingis, fundur sveitarstjórnar 2011

      Lagt fram erindi fjárlaganefndar Alþingis dags. 5. október 2011 þar sem tilkynnt er um fundi nefndarinnar með sveitarstjórnum haustið 2011.$line$Fundur fyrir Hafnarfjörð verður 4. nóvember nk. kl. 08:40.

      Lagt fram til kynning.

    • 1110185 – SSH aðalfundur og ársfundir byggðasamlaga

      Lögð fram drög að fundarboði vegna aðalfundar SSH og ársfundum byggðasamlaganna sem haldnir verða í Garðabæ 4. nóvember nk.

      Lagt fram til kynningar

    • 11023019 – Orlofsnefnd húsmæðra í Hafnarfirði, styrkbeiðni 2011

      Tekið fyrir að nýju.$line$Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

      Til kynningar.

    • 1110227 – SSH framtíðarhópur, menntamál og sérþekking

      Lögð fram skýrsla verkefnahóps SSH um menntamála og sérþekkingu.

      Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í fræðsluráði

    • 1110190 – Bæjarráð, vettvangsferðir

      Í lok fundar verður vettvangsferð í Byggðasafn Hafnarfjarðar.

      Í fundarlok fóru bæjarráðsmenn í vettvangsferð í Byggðasafn Hafnarfjarðar.

    • 1110236 – Fyrirspurn, bæjarráð 20.10.2011

      Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi fyrirspurn:$line$Hvaða ólíkar leiðir eða svokallaðar sviðsmyndir hafa verið skoðaðar og dregnar upp í endurfjármögnunarferli Hafnarfjarðarbæjar? Óskað er eftir ítarlegum upplýsingum þar um en á bæjarstjórnarfundi 28. september sl. var upplýst að sérfræðingar á vegum bæjarins hefðu unnið slíka vinnu og væntanlega vegið og metið framhald endurfjármögnunarvinnunar út frá hugsanlegum afleiðingum ólíkra leiða í því sambandi.

      Lagt fram.

    Umsóknir

    • 1110068 – Klukkuvellir 20-26, lóðarumsókn

      Lagt fram erindi Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, dags. 4. október 2011 þar sem sótt er um ofangreinda lóð. Jafnframt er óskað eftir niðurfellingu á byggingarréttargjaldi lóðarinnar.$line$Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við umsækjendur.

    Styrkir

    • 1011032 – Kvennaathvarf, rekstrarstyrkur 2011

      Lagt fram erindi Kvennaathvarfsins dags. 10. október 2011 með beinði um fjárhagslegan styrk til reksturs athvarfsins á árinu 2011 og 2012.

      Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000 sem takist af fjárveitingu bæjarráðs til styrkveitinga, bókhaldslið 21-815.$line$$line$Jafnframt vísar bæjarráð beiðni vegna 2012 til skoðunar við fjárhagsáætlunarvinnu vegna 2012.

    • 1110184 – Fríkrikjan í Hafnarfirði, fjárstyrkur

      Lagt fram erindi Fríkirkjunnar í Hafnarfirði dags. 15. október 2011 þar sem óskað er eftir fjárstuðning árið 2012 vegna viðhaldsframkvæmda.

      Bæjarráð vísar beiðninni til skoðunar við fjárhagsáætlunarvinnu vegna 2012.

    • 1110028 – Túlkaþjónusta heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra.

      Lagt fram erindi Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra dags. 14. september 2011 þar sem óskað er eftir styrk á árinu 2012 vegna túlkunar í menningar- og tómstundastarfi.

      Bæjarráð vísar beiðninni til skoðunar við fjárhagsáætlunarvinnu vegna 2012.

    Fundargerðir

    • 1101012 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2011

      Lögð fram drög að rekstar- og framkvæmdaáætlun skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2012 dags. 12. október 2011 og tillögur að gjaldskrá.$line$Einnig lagðar fram fundargerðir stjórnar frá 29. september og 12. október sl.

      Bæjarráð vísar rekstrar- og framkvæmdaáætluninni og gjaldskrártillögum til skoðunar við fjárhagsáætlunarvinnu 2012.

    • 1101014 – Sorpa bs, fundargerðir 2011

      Lagðar fram fundargerð frá Sorpu bs frá 3.10.og 17.10.2011

      Lagt fram til kynningar.

    • 1110007F – Menningar- og ferðamálanefnd - 169

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 11.10. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1110009F – Stjórn Hafnarborgar - 315

      Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 11. 10. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt