Bæjarráð

3. nóvember 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3302

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Geir Jónsson varamaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1110255 – Vatnasvæðisnefnd, tilnefning fulltrúa

      Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar dags. 19. október 2011 þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðanefnd vegna vatnasvæðis 4.

      Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdaráði.

    • 1111009 – Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, löggæsla í bæjarfélögum

      Lagt fram erindi Lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu dags. 31. október 2011 þar sem boðað er til árlegra funda með fulltrúum þeirra sveitarfélag sem tilheyra lögreglustöð 2 (í Hafnarfirði).

      Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu hjá fjölskylduþjónustu.

    • 1111015 – SSH framtíðarhópur, málefni innflytjenda

      Lagðar fram niðurstöður framtíðarhóps SSH um málefni innflytjenda.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari skoðun málsins.

    • 1111016 – SSH, breytingar á samþykktum

      Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sent í tölvupósti 26. október 2011 varðandi breytingar á samþykktum SSH.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1110301 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fjárhagsáætlun 2012

      Lögð fram fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis fyrir árið 2012. Heilbrigðisnefnd fjallaði um áætlunina á fundi þann 24. október sl. $line$Jafnframt lagðar fram tillögur að gjaldskrám vegna heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlits og vegna hundahalds.

      Bæjarráð vísar fjárhags- og rekstraráætluninni til skoðunar í fjárhagsáætlunarvinnu 2012.$line$$line$Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám.”

    • 1110157 – Geymslusvæði Kapelluhrauni, gatnagerð og gjöld

      Lögð fram fyrirspurn Ástvaldar Óskarssonar f.h. Geymslusvæðisins en skipulags- og byggingarráð vísaði fyrirspurninni til bæjarráðs á fundi 18.10. sl.

      Lagt fram.

    • 1110305 – Óttarsstaðir II, stofnun lögbýlis, umsögn sveitarfélags

      Lagt fram erindi Grétu Sörensen sent í tölvupósti 26. október 2011 þar sem óskað er eftir umsögn Hafnarfjarðarbæjar um stofnun lögbýlis að Óttarstöðum II.

      Bæjarráð vísar málinu til umsagnar hjá lögmönnum bæjarins.

    • 1011405 – Frístundabíllinn,samstarf, framlenging

      Lagt fram erindi Frístundabílsins sent í tölvupósti 1. nóvember 2011 þar sem óskað er eftir framlengingu á samstarfi á vorönn 2012.

      Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs sem fer með málefni almenningssamgangna.

    • 11023144 – Endurskoðun lóðaverðs, starfshópur

      Tekið fyrir að nýju.$line$Tillögur starfshópsins teknar til umfjöllunar og afgreiðslu.

      Bæjarráð tekur undir þau almennu sjónarmið sem sett eru fram í skýrslu lóðaverðshóps. Bæjarráð samþykkir að vísa útfærslu tillagna 1, 2, 9, 11 og 13 til bæjarstjóra. Tillögum 5, 6, 7, 8, 10 og 15 er vísað til skipulags- og byggingarráðs til frekari úrvinnslu. Umhverfis- og framkvæmdaráði er falin markaðssetning atvinnu- og íbúðalóða, samanber tillögu 12 í skýrslunni.$line$$line$Útfærslur hverrar tillögu verði síðan lagðar fyrir bæjarráð og bæjarstjórn til endanlegrar afgreiðslu$line$

    • 1104347 – Endurfjármögnun lána

      Tekið fyrir að nýju.$line$Fjármálastjóri mætti til fundarins vegna þessa máls.$line$Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

      Til kynningar.

    • 1110190 – Bæjarráð, vettvangsferðir

      Í fundarlok er áætluð vettvangsferð í Bókasafn Hafnarfjarðar.

      Í lok fundar fór bæjarráð í heimsókn í Bókasafn Hafnarfjarðar.

    Umsóknir

    • 1110068 – Klukkuvellir 20-26, lóðarumsókn

      Tekið fyrir að nýju.$line$Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við umsækjanda.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við umsækjanda á grundvelli umsóknarinnar.

    Styrkir

    • 1110335 – Flensborgarskóli, starfsbraut, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi fjáröflunarnefndar starfsbrautar Flensborgarskóla þar sem óskað er eftir styrk vegna námsferðar til Noregs næsta vor og mun skólinn einnig taka á móti nemendum frá Noregi.

      Bæjarráð samþykkir styrk fyrir nemendur með sambærilegum hætti og aðra nemendahópa sem takist af fjárveitingu bæjarráðs til styrkveitinga, bókhaldslið 21-815.

    Fundargerðir

    • 1101013 – Strætó bs, fundargerðir 2011

      Lögð fram fundargerð frá Strætó bs frá 18.10.2011$line$Í 1. lið fundargerðarinnar er fjallað um fjárhagsáætlun 2012.

      Lagt fram til kynningar.$line$

    • 1110017F – Hafnarstjórn - 1400

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 21.10. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt