Bæjarráð

26. júlí 2012 kl. 10:10

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3323

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir varamaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 0704184 – Áslandsskóli, lausar kennslustofur

      Gerð grein fyrir stöðu málsins.$line$Eftirfarandi tillaga lögð fram til afgreiðslu:$line$”Bæjarráð samþykkir að auglýsa útboð á byggingu þriggja færanlegra kennslustofa og felur umhverfi og framkvæmdum nánari úrvinnslu málsins. $line$Fjármögnun verksins er vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2012.”$line$

      Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram eftirfarandi bókun:$line$”Færanlegar kennslustofur til bráðabirgða eru kostnaðarsamt úrræði. Ekkert liggur fyrir um hvar finna eigi fé til verksins, heldur er því velt inn í viðauka í fjárhagsáætlun sem nú þegar má ekki við neinum frávikum. Á meðan fá aðrar lausnir, s.s. hugmyndir sjálfstæðismanna um að nýta húsnæði milli skólahverfa, t.d. fyrir elstu nemendurna, ekki brautargengi. Undirrituð sitja því hjá við afgreiðslu málsins.” $line$$line$

    • 1206124 – Bæjarráðsfundir

      Kynnt fyrstu drög að reglum um birtingu gagna með fundargerðum.

      Afgreiðslu frestað.

    • 0702055 – Hjúkrunarheimili á Völlum

      Lögð fram tillaga um skipan starfshóps til að fara yfir stöðu og framhald málsins.

      Bæjarráð, í umboði bæjarstjórna, samþykkir að kjósa að nýju í starfshóp vegna hjúkrunarheimilis að Völlum 7. Starfshópnum er falið að fara yfir stöðu málsins og koma með tillögu til bæjarráðs um framhald þess.$line$$line$Frá bæjarráði: Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Gunnar Axel Axelsson og Rósa Guðbjartsdóttir.$line$Starfsmenn: Sigurður Páll Harðarson, Ólafur Helgi Árnason$line$$line$Niðurstöður og tillögur hópsins liggi fyrir eigi síðar en 1.september 2012.

    • 1207246 – HS Veitur hlutafé, forkaupsréttur Hafnarfjarðar

      Lagt fram erindi fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka dags. 13. júlí 2012 þar sem óskað er eftir að bæjarráð samþykki að falla frá forkaupsrétti Hafnarfjarðarbæjar.

      “Miðað við fyrirliggjandi forsendur um að þrátt fyrir fyrirhugaða sölu muni Reykjanesbær eftir sem áður eiga að lágmarki 50% hlutafjár í fyrirtækinu telur bæjarráð ekki tilefni til að nýta forkaupsréttarákvæði í samþykktum hlutafélagsins”$line$ $line$

    • 1001193 – Innkaupareglur, endurskoðun

      Endurskoðun á innkaupareglum tekin til umfjöllunar.

      Bæjarráð samþykkir að hefja endurskoðun á innkaupareglunum og vísar málinu til úrvinnslu hjá bæjarstjóra.

    • 1207250 – Landsmót skáta 2012

      Lagður fram tölvupóstur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og Hraunbúa dags. 19. júlí 2012 þar sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar er boðið að heimsækja Landsmót skáta laugardaginn 28. júlí nk. en þá munu fulltrúar félaganna undirrita samstarfssamning.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1207168 – Nýsköpun í opinberum rekstri

      Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélga dags. 6. júlí 2012 þar sem kynnt er nýsköpunarráðstefna sem haldin verður 30. október nk.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1207251 – Reglur um götusölu og útimarkaði

      Lögð fram drög að reglum um götusölu og útimarkaði.

      Bæjaráð vísar reglunum til umsagnar hjá umhverfi og framkvæmdum og skipulags- og byggingarmálum.

    • 1112095 – Endurfjármögnun lána, upplýsingalög, beiðni um gögn

      Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-438/2012 dags. 5. júlí 2012 varðandi beiðni Jóns Arnars Guðmundssonar um aðgang að gögnum vegna endurfjármögnunar lána hjá DEPFA ACS Bank.$line$Umbeðin gögn ber að afhenda með tilteknum útstrikunum.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1207270 – Lagfæringar á gangstéttarhellum, bókun

      Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetja til þess að gerðar verði lagfæringar á gangstéttarhellum við Strandgötu hið fyrsta. Víða er mikil slysahætta vegna þess að hellur hafa gengið til og gangandi vegfarendur misstíga sig við misfellur.

      Bæjarráð tekur undir framkomnar ábendingar og vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

    Umsóknir

    • 1207224 – Fagrihvammur 7, breytingar á lóðarstækkun o.fl.

      Eyjólfur Þ Sæmundsson og Gerður S Sigurðardóttir sækja um stækkun lóðarinnar Fagrihvammur 7, um spildu sem þau hafa haft í fóstur, skv. meðfl. uppdrætti.$line$Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulags- og byggingarmála.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að úthluta Eyjólfi Þ Sæmundssyni og Gerði S Sigurðardóttir viðbótarlóði í samræmi við fyrirliggjandi gögn og felur fasteignaskráningu frágang málsins.Varðandi land í fóstur skal ganga frá samningi þess efnis.

    • 1203233 – Myntuvellir 6, lóðaskipti

      Tekið fyrir að nýju erindi Klöru Daggar Sigurðardóttur og Óskars Kristins Óskarssonar frá 20.3. sl. þar sem þau óska eftir að skila ofnagreindri lóð þar sem ekki getur orðið af lóðaskiptum.$line$Álagt lóðaverð er 11.312.556 miðað við bv. apríl 2008 403,1

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir ofangreint afsal.

    Styrkir

    • 1207154 – Hverfisgata 4b, lóðamörk, styrkbeiðni

      Lögð fram vefumsókn Guðjóns Steinars Garðarssonar frá 21.6. þar sem óskað er eftir styrk vegna lagfæringa á lóðarmörkum ofangreindrar lóðar og lóðar Hafnarfjarðarbæjar við Reykjavíkurveg.

      Bæjaráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni en vísar málinu til skoðunar hjá umhverfi og framkvæmdum.

    Fundargerðir

    • 1201182 – Sorpa bs, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð frá Sorpu bs. frá 10.7.2012

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt