Bæjarráð

29. nóvember 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3336

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir varamaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 10103491 – Minningarsjóður Helgu Jónasdóttur og Bjarna Snæbjörnssonar læknis, tilnefning fulltrúa bæjarins

      Lögð fram tillaga um nýjan aðalmann í stjórn sjóðsins en Guðmundur Rúnar Árnason fyrrum bæjarstjóri er núverandi fulltrúi.

      Bæjarráð samþykkir að Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir verði aðalmaður í stjórn sjóðsins.

    • 1208254 – Reykjanes, jarðvangur

      Tekið fyrir að nýju.$line$Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við hlutaðeigandi.

      Til kynningar.

    • 1211317 – Sóknaráætlun landshluta

      Lagður fram tölvupóstur verkefnisstjóra sóknaráætlana landshluta frá 14. nóvember 2012 þar sem vakin er athygli sveitarstjórna á því að fá fulltrúa stýrinetsins á fund til upplýsinga.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1109261 – Fundarsköp bæjarstjórnar og stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar, Samþykkt

      Lögð fram fyrirmynd innanríkisráðuneytisins að samþykkt um stjórn sveitarfélaga og ritun fundargerða.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra og forsetanefnd að fara yfir núgildandi samþykktir með hliðsjón af fyrirmyndinni.

    • 1211292 – SSH framtíðarhópur, byggðasamlög, eigendastefna

      Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sent í tölvupósti 21. nóvember 2012 þar sem óskað er eftir umsögn um drög að eigendastefnu fyrir byggðasamalögin Sorpu og Strætó bs.$line$Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram drög að umsögn.

    • 1004559 – Byr, greiðsluþrot

      Kynnt minnisblað vegna kröfu Eftirlaunasjóð starfsmanna Hafnarfjarðar á Byr.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1211316 – SHS fasteignir, lánamál

      Lögð fram tillaga fjármálastjóra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu varðandi lánamál fasteigna slökkviliðsins.

      Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögur til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu um aukið stofnfé til SHS samstæðunnar.”

    • 1204324 – Sorpa bs, stefnumótun vegna Metan hf

      Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Sorpu bs mættu á fundinn og kynntu fyrirhugaða gasgerðarstöð.

      Til kynningar.

    • 1210361 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2013-2016.

      Tekið fyrir að nýju.$line$Fjölskylduráð vísaði fjárhagsáætlun fjölskylduþjónustu til bæjarráðs á fundi sínum þann 28. nóvember sl.

      Lagt fram.

    • 1210658 – Gjaldskrár Hafnarfjarðarbæjar 2013

      Lagðar fram tillögur að breytingum að gjaldskrám Hafnarfjarðarbæjar 2013.$line$$line$Lagðar fram tillögur fjölskylduráðs, fræðsluráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs að breyttum gjaldskrám.$line$Einnig að reglum um greiðslur til dagforeldra og einkarekinna skóla.

      Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir eftirfarandi fyrirliggjandi gjaldskrár fyrir árið 2013:$line$Gjaldskrá vatnsveitu: vatnsgjald verður 0,105% af fasteignamati$line$Gjaldskrá fráveitu: fráveitugjald verður 0,195% af fasteignamat$line$Gjaldskrá umhverfa og framkvæmda: kostnaður vegna yfirborðsframkvæmda og matjurtagarðar$line$Gjaldskrá bílastæða á Tjarnarvöllum$line$Gjaldskrá um sorphirðu$line$Gjaldskrá um hreinsun taðþróa í Hlíðarþúfum$line$Gjaldskrá bókasafns$line$Gjaldskrá leikskóla 1. janúar 2013$line$Gjaldskrá leikskóla 1. ágúst 2013$line$Gjaldskrá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar $line$Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu$line$Gjaldskrá sumarnámskeið$line$Gjaldskrá heimsent fæði$line$Gjaldskrá fæði í Vinaskjóli$line$Verðskrá félagsstarf aldraðra$line$Gjaldskrá skólagarðar$line$Gjaldskrá frístundaheimili$line$Gjaldskrá sundlaugar Hafnarfjarðar$line$Gjaldskrá fyrir þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa$line$$line$Jafnframt samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðar eftirfarandi reglur um niðurgreiðslur:$line$Reglur um greiðslur til dagforeldra 1. janúar 2013$line$Reglur um greiðslur til dagforeldra 1. ágúst 2013$line$Reglur og skilyrði um greiðslur til einkarekinna leikskóla$line$Reglur um greiðslur til einkarekinna grunnskóla.?

    • 1211332 – Ráðning æðstu stjórnenda skv. 56. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 90. gr. Samþykkta um stjórn Hafnarfjarðkaupstaðar

      Á fundinum verður kallað eftir tilnefningum í starfshóp til að fjalla um ráðningu sviðsstjóra stjórnsýslu vegna starfsloka núverandi sviðsstjóra.

      Bæjarráð samþykkir að Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Gunnar Axel Axelsson og Rósa Guðbjartsdóttir skipi hópinn.

    • 1211298 – Vinna og virkni

      Lögð fram afgreiðsla fjölskylduráðs á tillögum um atvinnuátakið Vinna og virkni sem ráðið vísaði til bæjarráðs á fundi sínum 28. nóvember.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að samningi á fyrirliggjandi grunni.

    Fundargerðir

    • 1211020F – Hafnarstjórn - 1417

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 13. nóvember sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1211005F – Menningar- og ferðamálanefnd - 190

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13. nóvember sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt