Bæjarráð

12. mars 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3402

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde varamaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra bæjarráðsfulltrúa sátu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra bæjarráðsfulltrúa sátu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1502365 – Kirkjuvellir 1, Ástjarnarkirkja, safnaðarheimili, nýting, lóð og bílastæði

      Lagt fram erindi sóknarnefndar Ástjarnarkirkju dags. 16.2. 2015 vegna byggingar safnaðarheimilis og mögulega aðkomu bæjarins að verkefninu.$line$Fulltrúar sóknarnefndar mættu á fundinn og kynntu fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir.

      Bæjarráð þakkar fulltrúum sóknarnefndarinnar kynninguna.$line$$line$

    • 1503055 – Heilsueflandi samfélag

      Lagður fram samstarfssamningur Hafnarfjarðarbæjar og Embætti landlæknis um þróunarverkefnið “Heilsueflandi samfélag” sem undirritað var 4.3. 2015 með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.$line$Einnig lagðar fram fundargerðir starfshópsins nóvember 2014 til febrúar 2015.

      Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um þróunarverkefnið “Heilsueflandi samfélag”.$line$$line$

    • 1502216 – Innheimtumál, fyrirspurn

      Tekið fyrir að nýju og lagt fram umbeðið lögfræðiálit varðandi birtingu upplýsinga.

      Lagt fram eftirfarandi svar við fyrirliggjandi fyrirspurn:$line$”Á síðasta ári voru fjögur tilvik þar sem þar sem leikskólapláss var afturkallað vegna vanskila. Um var að ræða pláss fyrir tvö fjögurra og tvö fimm ára börn. Á undanförnum árum hefur yfirleitt aðeins verið um örfáa daga að ræða eða 2-4, en í einstaka tilvikum hefur tíminn þó verið lengri. Á síðasta ári komu upp tvö tilvik þar sem um svo stutt tímabil var að ræða, en tvö lengri eða að 15 vikum.$line$$line$Í samningi sem foreldrar gera um leikskólagjöld kemur fram að þegar tveir mánuðir eru gjaldfallnir sé leikskólavist sagt upp og í framhaldinu verði skuldin send í innheimtu til lögfræðings. Framkvæmdin hefur hins vegar verið sú að samningnum er ekki sagt upp fyrr en vanskil eru að nálgast þrjá mánuði. Uppsagnarbréf eru send út ca. 24. til 28. hvers mánaðar. Þá er listi sendur til Fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar til yfirferðar. Í uppsagnarbréfi er tekið fram að frestur til að ganga frá málinu sé til 15. næsta mánaðar en hann er í raun lengri því leikskólaplássið er ekki afturkallað fyrr en fyrsta dag þar næsta mánaðar. Fyrirkomulagið hefur verið með þessum hætti í a.m.k. 10 ár.”$line$$line$Bæjarráð telur fullt tilefni sé til að breyta þessu verklagi Hafnarfjarðarbæjar og lagt er til að litið verði til fordæmi Reykjavíkurborgar í þessum efnum. Bæjarstjóra falið að setja málið í vinnslu og leggja fram tillögu um breytingar á verklagi fyrir bæjarráð. $line$$line$Bæjaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lögðu fram eftirfarandi bókun:$line$”Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar árétta að verklag við innheimtu gjalda hjá Hafnarfjarðarbæ hefur verið óbreytt undanfarin ár. Það er miður að svo virðist sem ekki séu til skráningar frá síðastliðnum árum á tilvikum eins og að ofan er fjallað um og því erfitt að átta sig á umfangi eða fjölda tilvika sem um ræðir lengra aftur í tímann.”$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögðu fram eftirfarandi bókun:$line$”Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna hafa á síðustu mánuðum ítrekað lagt fram fyrirspurnir um framkvæmd innheimtumála hjá Hafnarfjarðarbæ, m.a. um fjölda tilvika þar sem börnum hefur verið úthýst úr leikskólum vegna vanskila. Þá hefur verið kallað eftir upplýsingum um þá verkferla sem eru í gildi vegna framkvæmd innheimtu leikskólagjalda. Nú hafa þær upplýsingar loksins verið lagðar fram, sem og tillaga að bættu verklagi sem á að koma í veg fyrir að innheimtuaðgerðir bæjaryfirvalda bitni á börnum. Þrátt fyrir að það hafi tekið óeðlilega langan tíma að fá upplýsingarnar er ástæða til að fagna því að þær séu loks fram komnar, sem og tillögur að verklagi sem koma á í veg fyrir að hagsmunir barna verði undir í innheimtuaðgerðum eins og nýleg dæmi eru um.”

    • 1503172 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks, kostnaður

      Farið yfir kostnaðarauka sem felst í breyttu fyrirkomulagi varðandi ferðaþjónustuna.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita skýringa hjá Strætó bs á ástæðu mikillar hækkunar frá þeirri kostnaðaráætlun sem lá fyrir þegar bæjarstjórn Hafnarfjarðar gerðist aðili að sameiginlegri ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu.

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      Tekin fyrir afgreiðsla fjölskylduráðs frá 27. ferúar sl. þess efnis að hækkun á gjaldskrá Strætó bs. taki ekki til ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

      Bæjaráð vísar afgreiðslu fjölskylduráðs til bæjarstjórnar.

    • 1010873 – Skattframtal sveitarfélagsins 2010, fjármagnstekjuskattur

      Lagður fram dómur Hæstaréttar frá 5. mars sl. varðandi skattlagningu hagnaðar af sölu hlutabréfa í HS Orku.$line$Fjármálastjóri mætti á fundinn og fór yfir niðurstöðu dómsins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1503092 – Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2014, upplýsingar um einstök framlög

      Lagt fram yfirlit og ítarlegar upplýsingar um endanleg framlög Jöfundarsjóðs árið 2014.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1503098 – Fasteignagjöld ,eignir skráðar með rangan notkunarflokk

      Sviðsstjóri stjórnsýslu gerði grein fyrir málinu.

      Til upplýsinga.

    • 1402389 – Mannauðsstefna Hafnarfjarðarbæjar - endurskoðun

      Lagt fram minnisblað vegna endurskoðunar á mannauðsstefnu.

      Bæjarráð samþykkir að haldið verði áfram endurskoðun á mannauðsstefnunni á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs.

    • 1503061 – Herjólfsgata 36-40, salurinn þjónustukjarni, erindi

      Lagt fram erindi húsfélagsins Herjólfsgötu 36-40, dags. 2. mars 2015, varðandi beiðni um að Hafnarfjarðarbær yfirtaki “Salinn/Þjónustukjarnan” á 1. hæð Herjólfsgötu 38 og veiti þar sambærilega þjónustu og á Hjallabraut 33 og Höfn.

      Það er ekki stefna Hafnarfjarðarbæjar að fjárfesta í húsnæði eins og því sem um ræðir. Skapist forsendur fyrir því að hægt verði að nota rýmið til félagsstarfs eða þjónustu við eldri borgara í hverfinu af einhverju tagi, eru bæjaryfirvöld reiðubúin til viðræðna um hugsanlega aðkomu að slíkri þjónustu.

    • 1503125 – Strandgata 31-33, ógilding byggingarleyfis

      Lagður fram tölvupóstur LOCAL lögmanna dags. 27. febrúar 2015 f.h. eigenda Gunnarssunds 4 þar sem farið er fram á að skoðað verði hvort Hafnarfjarðarbær leysi til sín fasteignina Gunnarssund 4.

      Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

    • 1410494 – Rekstrarúttekt, samningar

      Lagður fram tölvupóstur R3-Ráðgjafar frá 2. mars sl. þar sem gerð er grein fyrir að fyrirtækið geti ekki lokið við alla þætti yfirstandandi verkefnis vegna veikinda starfsmanns. $line$Þess er jafnframt farið á leit að heimilað verði að Capacent taki að sér ákveðna verkþætti.

      Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þessa breytingu.

    • 1503069 – HS veitur, aðalfundur 2015

      Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar HS Veitna 18. mars nk. sent í tölvupósti 2. mars sl.$line$Tilnefning til stjórnarkjörs.

      Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórn verði Skarphéðinn Orri Björnsson og hann fari jafnframt með atkvæðisrétt bæjarins. Varamaður hans verði Einar Birkir Einarsson.

    • 1503070 – Samband íslenskra sveitarfélaga, XXIX. landsþing 2015

      Lagt fram fundarboð vegna XXIX. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður í Kópavogi 17. apríl nk.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1502443 – Tartu, hjálparbeiðni vegna Ukraínu

      Tekið fyrir að nýju beiðni um þátttöku Hafnarfjarðar í hjálparstarfi vegna ástandsins í Ukraínu.

      Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.$line$$line$Bæjarráð óskar eftir að forsetanefnd móti reglur er lúta að styrkveitingum vegna mannúðar- og hjálparstarfs.

    • 1301188 – Suðurgata 41, St. Jósefsspítali, framtíðarnotkun

      Tekin fyrir niðurstaða út söluauglýsingu húsnæðis St. Jósefsspítala en vilji er til að auglýsa eignina aftur til sölu.

      Bæjarráð ítrekar bókun frá bæjarstjórnarfundi 4. feb. sl þar sem samþykkt var að fela bæjarstjóra viðræður við ríkið sem miði að því að bærinn fái fullt forræði yfir húsnæði St. Jósefsspítala.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögðu fram eftirfarandi bókun:$line$”Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði sendu ríkinu erindi í ársbyrjun 2013 þar sem óskað var eftir viðræðum um að Hafnarfjarðarbær fengi fullan umráðarétt yfir umræddum húseignum og lóðum sem þeim fylgja. Erindi þess efnis var sent eftir að þáverandi ráðherra heilbrigðismála hafi lýst því yfir að hagsmunir bæjarins yrðu best tryggðir með þeim hætti. Var vísað til þess að fordæmi væru fyrir ráðstöfun ríkiseigna og stuðningi við sveitarfélög í þeim tilgangi að endurbæta þær og finna þeim nýtt og verðugt hlutverk, sbr. breytingar gamla héraðssjúkrahússins á Ísafirði í safnahús. Þar lagði ríkið sitt af mörkum til þess að nýta mætti í þágu viðkomandi nærsamfélags byggingar sem ríkið hafði ekki lengur not fyrir. Í júlí 2013 hafnaði núverandi heilbrigðisráðherra því að slíkt gæti orðið nema bærinn myndi greiða fyrir fasteignirnar í samræmi við raunvirði þeirra. Til stuðnings afstöðu sinni vísaði ráðherrann til skráðs fasteignamats eignanna sem á þeim tíma var 426 milljónir króna.$line$$line$Ítrekaðar tilraunir til að fá ráðherrann til samstarfs um að finna eignunum verðugt hlutverk og koma í veg fyrir frekari niðurníðslu þeirra skiluðu ekki árangri. Í október 2013 lýsti hann því síðan yfir í svari við fyrirspurn á Alþingi að hann útilokaði þar rekstur heilbrigðisþjónustu á vegum hins opinbera og að hann vildi skoða sölu eignanna á frjálsum markaði. Í framhaldinu vísaði hann málinu til fjármálaráðherra með ósk um að fasteignirnar yrðu seldar. Rúmlega ári síðar, eða í árslok 2014 auglýstu Fasteignir ríkisins eignirnar til sölu. Tilboð í eignirnar voru opnuð þann 27. janúar sl. Aðeins tvö tilboð bárust og voru þau langt undir skráðu fasteignamati eignanna.$line$$line$Á fundi bæjarstjórnar þann 4. febrúar sl. var samþykkt að taka aftur upp þráðinn í viðræðum bæjarins við ríkið um að bærinn fái fullt forræði yfir fasteignum fyrrum St. Jósefsspítala við Suðurgötu. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja ekki ástæðu til að samþykkja framkomnar óskir ríkisins um að auglýsa eignirnar aftur og ítreka samþykkt bæjarstjórnar.” $line$$line$Gert var stutt fundarhlé.

    • 1009072 – Vesturgata 4, A Hansen, tjónamál

      Lögð fram niðurstaða Hæstaréttar í málinu.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1305351 – Frederiksberg, vinabæjarmót 2015

      Lögð fram dagskrá vinarbæjarmótsins.$line$Jafnframt gerð grein fyrir að Hafnarfjarðarbær verður gestgjafi árið 2017 og þarf því að bjóða formlega til næsta vinabæjarmóts nú í vor.

      Lagt fram til kynningar. $line$Jafnframt samþykkir bæjarráð að bæjarstjóri taki þátt í vinabæjarmótinu og bjóði til næsta móts.

    Umsóknir

    • 1502217 – Kirkjuvellir 12, auglýsing um lóð

      Lagðar fram umsóknir um lóðina Kirkjuvellir 12 en 7 umsóknir bárust.$line$Jafnframt farið yfir almennar reglur um úthlutun lóða.

      Lagt fram og bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna úr fyrirliggjandi umsóknum í samræmi við fyrirliggjandi úthlutunarreglur.

    Fundargerðir

    • 1501326 – Sorpa bs, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 4. mars sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 15011038 – Strætó bs, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 27. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1502004F – Stjórn Hafnarborgar - 329

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt