Bæjarstjórn

15. september 2009 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1619

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir lögmaður
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 26.08.2009 og 02.09.2009.%0D %0DA-hluti fundargerðanna fer til samþykktar bæjarstjórnar.%0D

      <DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti A-hluta fundargerðanna með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0909069 – Aðalskipulag Suðurgata - Hamarsbraut

      7. liður úr fundargerð SBH frá 8. sept. sl.%0DTekin til umræðu breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar lóð St. Jósefsspítala innan deiliskipulagssvæðis Suðurgata – Hamarsbraut. Lagt er til að landnotkun á lóðunum suðurgata 42 – 44 verði breytt úr stofnanasvæði í blandaða byggð íbúðarsvæða og stofnanasvæða.%0D%0DSkipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 í samræmi við erindið. %0DSkipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:%0D”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi lóð St. Jósefsspítala Suðurgata 42 – 44.”%0D%0DGísli Ó. Valdimarsson tók til máls.%0D

      <DIV&gt;Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV&gt;

    • 0909070 – Aðalskipulag stígur í Græna Treflinum.

      9.liður úr fundargerð SBH frá 9. sept. sl.%0DTekin til umræðu breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi göngu- og hjólreiðastíg við Kaldárselsveg í upplandi Hafnarfjarðar.%0D%0DSkpulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 varðandi göngu- og hjólreiðastíg við Kaldárselsveg í Upplandi Hafnarfjarðar. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:%0D”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 varðandi göngu- og hjólreiðastíg við Kaldárselsveg í Upplandi Hafnarfjarðar.”%0D%0DGísli Ó. Valdimarsson tók til máls.

      <DIV&gt;Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða tillögu með 10 atkvæðum.&nbsp;</DIV&gt;

    • 0906205 – Kríuás 47, ósk um lokaúttekt

      11. liður úr fundargerð SBH frá 8. sept. sl.%0DBorist hefur tölvupóstur frá Stefáni Hjaltalín f.h. húsfélagsins að Kríuási 47 dags. 10.06.2009, þar sem óskað er eftir að byggingarfulltrúi krefji byggingarstjóra um lokaúttekt á húsinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi því 24.06.2009 til byggingarstjóra að sækja um lokaúttekt í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Yrði ekki brugðist við því innan tveggja vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um aðgerðir í samræmi við grein 57.1 í skipulags- og byggingarlögum. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 29.07.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð samþykkti eftirfarandi 11.08.2009:%0D”Skipulags- og byggingarráð beinir því til byggingarstjóra að sækja um lokaúttekt í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Verði ekki brugðist við því innan tveggja vikna mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um aðgerðir í samræmi við grein 57.1 í skipulags- og byggingarlögum.” Ekki hefur verið brugðist við erindinu.%0D%0DSkipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:%0D”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að áður boðaðar dagsektir á hendur byggingarstjóra hússins verði kr. 20.000/dag, og verði innheimtar frá og með 1. október 2009, hafi ekki verið brugðist við erindinu fyrir þann tíma.”%0D

      <DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0807212 – Hafravellir 18 og 20, kvörtun

      12. liður úr fundargerð SBH frá 8. sept. sl.%0DBorist hefur kvörtun með tölvupósti dags. 10.03.2009 frá íbúum Hafravalla 14 og 16 vegna slæms frágangs á byggingarlóð Hafravalla 18 og 20. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur áður sent lóðarhöfum bréf út af sama máli, dags. 25.07.2008. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.04.2009 lóðarhöfum skylt að lagfæra ástand lóðarinnar innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við því myndi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta í samræmi við VI. kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.04.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð samþykkti eftirfarandi 28.04.2009:%0D”Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhöfum skylt að lagfæra ástand lóðarinnar innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við VI. kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.” Ekki hefur verið brugðist við erindinu.%0D%0DSkipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:%0D”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að áður boðaðar dagsektir á lóðarhafa vegna umgengni á hvorri lóðinni verði kr. 20.000/dag, og verði innheimtar frá og með 1. október 2009, hafi lagfæringar ekki verið gerðar fyrir þann tíma.”%0D%0DMaría Kristín Gylfadóttir tók til máls. Þá Gísli Ó. Valdimarsson. María Kristín kom að andsvari. Gísli Ó. Valdimarsson svaraði andsvari. Gunnar Svavarsson tók til máls.%0D

      <DIV&gt;Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV&gt;

    • 0906030 – Glitvellir 37, frágangur á lóð

      14. liður úr fundargerð SBH frá 8. sept.sl.%0DBorist hefur kvörtun frá íbúum Glitvalla 29 – 43 með tölvupósti dags. 03.06.2009 vegna frágangs á byggingarsvæði Glitvalla 37, sem notuð er fyrir birgðasvæði fyrir gáma. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 10.06.2009 lóðarhafa skylt að fjarlægja gámana innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði málinu 01.07.2009 til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð gerði 07.07.2009 eigendum gámanna skylt að fjarlægja þá innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu yrði málinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Lagt fram bréf Leiknis Ágústssonar og Tinnu Bjarkar Halldórsdóttur lóðarhafa dags. 09.07.2009 þar sem gerð er grein fyrir málinu. Lagðar fram athugasemdir eftirlitsmanns skipulags- og byggingarsviðs dags. 24.07.2009. Þar sem lóðarhafi hafði upplýst að hann muni ráðast í umbætur á lóðinni frestar Skipulags- og byggingarráð málinu milli funda 11.08.2009. Úrbætur hafa ekki verið gerðar.%0D%0DSkipulags- og byggingarráð telur eðlilegt að einn gámur geti verið eftir á lóðinni. Sækja ber um stöðuleyfi fyrir hann, en aðra gáma þ.m.t. gáma í snúningshaus ber að fjarlægja, og gerir Skipulags- og byggingarráð eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:%0D”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að áður boðaðar dagsektir á lóðarhafa verði kr. 20.000/dag, og verði innheimtar frá og með 1. október 2009, hafi gámarnir utan einn ekki verið fjarlægðir fyrir þann tíma.”%0D%0DGuðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Þá Gísli Ó. Valdimarsson, María Kristín Gylfadóttir.%0D

      <DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða tillögu&nbsp;með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0908246 – Norðurbakki 5D, lóðarumsókn fyrir dreifistöð

      10. liður úr fundargerð BÆJH frá 10. sept. sl.%0DLögð fram umsókn HS Veitna dags. 28.ágúst 2009 um lóð fyrir dreifistöð á Norðurbakka 5D.%0DUmsögn skipulags- og byggingasviðs liggur fyrir.%0D%0DBæjarráð leggur til við bæjarstjórn.%0D”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta HS Veitum lóðinni Norðurbakka 5D í samræmi við nánari skilmála skipulags- og byggingasviðs.”

      <DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV&gt;</DIV&gt;

    Fundargerðir

    • 0809080 – Fundargerðir 2009, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð framkvæmdaráðs frá 7. sept. sl.%0DFundargerð fræðsluráðs frá 7. sept. sl.%0DFundargerð fjölskylduráðs frá 9. sept. sl.%0DFundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 8. sept. sl.%0DFundargerð bæjarráðs frá 10. sept. sl.%0Da. Fundargerð hafnarstjórnar frá 2. sept. sl.%0Db. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 31.ágúst sl.%0Dc. Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 31.ágúst sl.%0D%0DGuðrún Ágústa Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs undir lið 2.3 – Tóbakssöluleyfi og lið 2.1.26 – Hringbraut 14, söluturn í fundargerð heilbrigðisnefndar frá 31. ágúst sl. Lúðvík Geirsson tók til máls undir sama lið. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari.%0D%0DRósa Guðbjartsdóttir kvaddi sér hljóðs undir fundargerð bæjarráðs frá 10. september sl., nánar tiltekið 6. lið – Fimleikafélag Hafnarfjarðar í Kaplakrika, rekstrarsamningur, 7. lið – Kvartmíluklúbburinn, bílaplan, 8. lið – Ásvellir, flýtiframkvæmdir og 9. lið – Fjárhagsáætlunargerð 2010. Gunnar Svavarsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Svavarsson bar af sér ámæli. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Lúðvík Geirsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Lúðvík Geirsson kom að andsvari öðru sinni. %0D%0DAlmar Grímsson tók til máls undir 6., 7. og 9. lið í fundargerð bæjarráðs frá 10. september sl. Gunnar Svavarsson kom að andsvari. Almar Grímsson svaraði andsvari. Gunnar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við ræðu Almars Grímssonar. Guðmundar Rúnar Árnason kom að andsvari við ræðu Almars Grímssonar. Almar Grímsson svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Almars Grímssonar. Almar Grímsson svaraði andsvari.%0D%0DMaría Kristín Gylfadóttir kvaddi sér hljóðs undir 1.lið í fundargerð bæjarráðs frá 10. september – Álverið í Straumsvík, undirskriftarlistar vegna stækkunar og 9. lið í sömu fundargerð.%0D%0DLúðvík Geirsson tók til máls undir 9. og 1. lið í fundargerð bæjarráðs frá 10. september sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari.%0D%0DGuðmundur Rúnar Árnason tók við fundarstjórn. Ellý Erlingsdóttir tók við fundarstjórn að nýju.%0D%0DRósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Lúðvíks Geirssonar. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls að nýju undir 1. lið í fundargerð bæjarráðs. María Kristín Gylfadóttir kom að andsvari við ræðu Lúðvíks Geirssonar.%0D%0DGuðmundur Rúnar Árnason tók til máls undir 1. lið fundargerðar bæjarráðs. María Kristín Gylfadóttir kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Almar Grímsson tók til máls undir títtnefndum 1. lið í fundargerð bæjarráðs. Gunnar Svavarsson kom að andsvari. Almar Grímsson svaraði andsvari. Gunnar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni.%0D%0DGuðfinna Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs undir 1. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 9. september sl. – Evrópsk samvinnuverkefni. María Kristín Gylfadóttir kvaddi sér hljóðs undir 1. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 7. september sl. – Væntanlegar breytingar á fjárheimildum framhaldsskóla og fyrrnefndum 1. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 9. september sl. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari. María Kristín Gylfadóttir svaraði andsvari.%0D%0DGuðmundur Rúnar Árnason tók við fundarstjórn.%0D%0DEllý Erlingsdóttir tók til máls undir 1. lið og 5.lið – Leikja- og tómstundatilboð í ágúst í fundargerð fræðsluráðs frá 7. september sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Ellý Erlingsdóttir svaraði andsvari. María Kristín Gylfadóttir kom að andsvari við ræðu Ellýjar Erlingsdóttur. Ellý Erlingsdóttir svaraði andsvari. María Kristín Gylfadóttir kom að andsvari öðru sinni. Ellý Erlingsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. María Kristín Gylfadóttir kom að stuttri athugasemd. Ellý Erlingsdóttir kom að stuttri athugasemd. %0D%0DGuðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls undir 1. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 7. september sl. Ellý Erlingsdóttir kom að andsvari. María Kristín Gylfadóttir kom að andsvari við ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.%0D%0DGunnar Svavarsson tók til máls undir 1. lið í fundargerð bæjarráðs frá 10. september sl. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari. %0D%0DEllý Erlingsdóttir tók við fundarstjórn að nýju.%0D%0DRósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni.%0D%0DGunnar Svavarsson tók til máls öðru sinni undir 1. lið í fundargerð bæjarráðs frá 10. september sl. og undir 6. lið í fundargerð framkvæmdaráðs frá 7. september sl. – Veitumannvirki, vígsla.

      <DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt