Bæjarstjórn

12. október 2011 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1666

Mætt til fundar

  • Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson varamaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir varamaður

Forseti bæjarstjórnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Forseti lagði fram tillögu um að tvö mál yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum, annars vegar Landspítali Hafnarfirði (St. Jósefsspítali-Sólvangur) og Ráð og nefndir, kosningar 2010-2014. Tillagan var samþykkt samhljóða

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir lögmaður

Forseti bæjarstjórnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Forseti lagði fram tillögu um að tvö mál yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum, annars vegar Landspítali Hafnarfirði (St. Jósefsspítali-Sólvangur) og Ráð og nefndir, kosningar 2010-2014. Tillagan var samþykkt samhljóða

  1. Almenn erindi

    • 10101162 – Landspítali Hafnarfirði (St. Jósefsspítali-Sólvangur)

      Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Geir Jónsson tók til máls. Þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Gunnar Axel Axelsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Eyjólfur Sæmundsson, Kristinn Andersen og Helga Ingólfsdóttir. Þá tók til máls að nýju Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, og lagði fram svohljóðandi tillögu f.h. allra fulltrúa í bæjarstjórn:$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mótmælir harðlega ákvörðun um lokun St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og krefst þess að hún verði endurskoðuð og sameining við LSH gangi til baka. Ákvörðunin gengur þvert á þá sátt sem lofað var og þau fyrirheit sem gefin voru, um að St. Jósefsspítali gegndi áfram mikilvægu hlutverki í nærþjónustu við íbúa í Hafnarfirði. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar krefst þess að staðið verði við loforð velferðarráðherra um samráð og þegar verði teknar upp viðræður milli Velferðarráðherra og Hafnarfjarðarbæjar um hvernig áframhald starfsemi á St. Jósefsspítala verði tryggð. Í því sambandi ítrekar bæjarstjórnin fyrri samþykktir sínar um að taka yfir öldrunarþjónustu, heilsugæslu og alla almenna heilbrigðisþjónustu í bænum. $line$$line$Greinargerð$line$Í byrjun þessa árs tilkynnti núverandi velferðarráðherra um þá ákvörðun sína að sameina starfsemi St. Jósefsspítala og Landsspítala. Var ákvörðunin kynnt í framhaldi af framlagningu sameiginlegra niðurstaðna verkefnahóps sem skipuð var fulltrúum beggja spítala. $line$Í tillögum verkefnisstjórnarinnar var gert ráð fyrir að legudeild almennra lyflækninga yrði áfram starfrækt í húsnæði St. Jósefsspítala í Hafnarfirði en að skurðstofustarfsemi, handlækningadeild og starfsemi meltingarlækninga flyttist í húsnæði Landspítala í Reykjavík. Í yfirlýsingu sem velferðarráðherra sendi frá sér í tilefni af ákvörðun sinni þann 31. Janúar sl. er það sérstaklega áréttað að ákvörðunin byggi á fyrrgreindum tillögum.$line$ $line$Orðrétt segir í tillögu verkefnastjórnar:$line$”Legudeild almennra lyflækninga verður áfram í húsnæði St. Jósefsspítala með áherslu á sjúklinga sem ekki eru bráðveikir heldur að ljúka meðferð, eða í endurhæfingu eða að bíða eftir frekari úrræðum jafnt innan Landspítala sem utan. Í völdum tilfellum verði hægt að taka á móti sjúklingum frá heilsugæslu og öldrunarþjónustu í Hafnarfirði og nágrenni en þó á sömu forsendum og með sömu öryggiskröfum og fyrir aðra sjúklinga.”$line$$line$Ákvörðun yfirstjórnar LSH gengur þvert á þessi fyrirheit.$line$$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 21.09.11 og 28.09.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$ $line$ Lagt fram.$line$

    • 1109008 – Lengd viðvera fatlaðra framhaldsskólanema

      11. liður úr fundargerð BÆJH frá 6.okt. sl.$line$Lögð fram tillaga fjölskylduráðs frá 21.9.sl. um gjald fyrir lengda viðverðu sem vísað var til bæjarráðs.$line$ $line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að gjald fyrir lengda viðveru verði 14.000 kr. á mánuði.”$line$

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1109349 – Strandgata 55, beiðni um lóðarstækkun

      17.liður úr fundargerð BÆJH frá 6.okt. sl.$line$Jóhannes Viðar Bjarnason sækir, f.h. Fjörukráarinnar ehf, með bréfi dags 26.9.2011 um lóðarstækkun á lóðinni nr. 55 við Strandgötu, skv. meðfl. lóðarblaði.$line$Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs.$line$ $line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Fjörukránni ehf viðbótarlóð við Strandgötu 55 í samræmi við fyrirliggjandi gögn, umsögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarsviðs.”$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Þá Ólafur Ingi Tómasson. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við fyrri ræðu Ólafs Inga Tómassonar. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Ólafur Ingi Tómasson kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Geir Jónsson kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.

    • 1101098 – Fundargerðir 2011, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 4.okt. sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 5.okt. sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 28.sept. sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 5.okt. sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 3.okt. sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 6.okt. sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 4.okt.sl.$line$b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 27.sept. sl.

      Kristinn Andersen tók til máls undir 9. lið – Endurfjármögnun lána – í fundargerð bæjarráðs frá 6. október sl. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls undir 10. lið – Lækjargata 2, Dvergslóðin, deiliskipulag – í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 5. október sl. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Þá tók til máls Ólafur Ingi Tómasson undir 1. lið – Áætlun fyrir Hafnarfjarðarhöfn 2012 – í fundargerð hafnarstjórnar. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Ólafs Inga Tómassonar. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tók til máls undir 2. lið – Leikskólarými, mat á þörf – og 7. lið – Forvarnir á fræðslusviði – í fundargerð fræðsluráðs frá 3. október sl. og 12. lið – Sveitarstjórnarlög, 726. mál – í fundargerð bæjarráðs frá 6. október sl. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, kom að andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Sigurlaugar Önnu Jóhannsdóttur. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Sigurlaugar Önnu Jóhannsdóttur. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, 5. lið – Ásland 3, frágangur – 9. og 12. lið í fundargerð bæjarráðs frá 6. október sl. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls undir 12. lið í fundargerð bæjarráðs frá 6. október sl. og 2. lið – Umhverfisteymi, erindisbréf – í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 5. október sl.$line$$line$Kristinn Andersen kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:$line$”Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir bókun fulltrúa flokksins í bæjarráði 6. október sl., þar sem lagt er til að hafin verði vinna við að gera raunhæfa áætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ til að mæta skuldbindingum sínum og á sama tíma uppfylla skyldur sveitafélagsins um lögboðna þjónustu til íbúanna.$line$$line$Færustu sérfræðingar verði sem fyrst fengnir til gera fjárhagslega endurskipulagningu á heildarskuldbindingum Hafnarfjarðarbæjar og hefja vinnu við að endursemja við kröfuhafa um uppgjör skulda sveitarfélagsins. Í slíku uppgjöri verði gerð heildstæð áætlun um raunhæfa greiðslugetu bæjarfélagsins, bæði í fjárhagslegu og lagalegu tiliti, en mikilvægt er að lánadrottnum verði ekki mismunað í slíku uppgjöri.$line$$line$Auk fjárhagsskoðunar fari fram lögfræðileg skoðun á öllum þeim möguleikum sem bærinn hefur til þess að semja við kröfuhafa sína af hálfu lögmanna sem hafa reynslu af slíkum víðtækum samningum.” $line$$line$Kristinn Andersen (sign), Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$Ólafur Ingi Tómasson (sign), Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:$line$”Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins dæmir sig sjálf. Enn á ný bóka þeir um verkefni sem eru í gangi og hafa verið um langt skeið, í stað þess að leggja eitthvað nýtt og uppbyggilegt til málanna. Þau verkefni sem hér er ýjað að, hafa verið í gangi undanfarna mánuði, bæði fjárhagslega og lagalega. Þar hefur Hafnarfarðarbær notið ráðgjafar færustu sérfræðinga og lögfræðinga. Margendurteknar bókanir Sjálfstæðismanna þjóna ekki hagsmunum Hafnarfjarðarbæjar heldur draga úr trausti á bæjarfélaginu og kasta óverðskuldað rýrð á vinnu starfsfólks og þeirra sérfræðinga sem unnið hafa með Hafnarfjarðarbæ.”$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign),$line$Gunnar Axel Axelsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign)

    • 0706404 – Forsetanefnd, siðareglur kjörinna fulltrúa.

      13. liður úr fundargerð BÆJH frá 6.okt.sl.$line$ Farið yfir gildandi siðareglur.$line$ $line$ Bæjarráð vísar siðareglunum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.$line$

      Annar varaforseti, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls. Þá Geir Jónsson. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Kristinn Andersen. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, kom að andsvari. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa málinu til síðari umræðu í bæjarstjórn.

    • 1006187 – Ráð og nefndir 2010-2014, kosningar.

      Lögð fram svohljóðandi tillaga um tilnefningu í umhverfis- og framkvæmdaráð:$line$Varamaður: Lára Janusardóttir, Teigabyggð 8 í stað Helgu Völu Gunnarsdóttur, Brekkuás 8.$line$$line$Lögð fram svohljóðandi tillaga um tilnefningu í íþrótta- og tómstundanefnd:$line$Aðalmaður: Helga Vala Gunnarsdóttir, Brekkuás 8 í stað Láru Janusardóttur, Teigabyggð 8.$line$$line$Ekki bárust fleiri tilnefningar og teljast framangreindar réttkjörnar í viðkomandi ráð og nefnd. Nefndaskipan að öðru leyti óbreytt.

Ábendingagátt