Bæjarstjórn

7. nóvember 2012 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1691

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri
  • Guðfinna Guðmundsdóttir varamaður

Forseti bæjarstjórnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Allir aðalbæjarfulltrúar mættir nema Lúðvík Geirsson. Í hans stað mætti Guðfinna Guðmundsdóttir.

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir hdl. ritari bæjarstjórnar

Forseti bæjarstjórnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Allir aðalbæjarfulltrúar mættir nema Lúðvík Geirsson. Í hans stað mætti Guðfinna Guðmundsdóttir.

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 17.10.12 og 23.10.12. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$ $line$Lagt fram.$line$

    • 1204336 – Fjölskyldustefna Hafnarfjarðar. Endurskoðuð 2012-2014

      4.liður úr fundargerð FJÖH frá 31.október sl.$line$Lögð fram fjölskyldustefna Hafnarfjarðar 2012-2014.$line$Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi mætti til fundarins og kynnti stefnuna ásamt Hauki Haraldssyni frá fjölskyldusviði og Eiríki Þorvarðarsyni frá fræðslusviði.$line$ $line$Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að skipa framkvæmdahóp til að fylgja eftir verkefninu.$line$Fjölskylduráð samþykkir endurskoðun fjölskyldustefnunnar og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.$line$$line$

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Þá Geir Jónsson. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða fjölskyldustefnu.

    • 0706398 – Kirkjugarður stækkun, deiliskipulag

      4. liður úr fundargerð SBH frá 30.okt.sl.$line$Tekin til umræðu deiliskipulagsvinna vegna stækkunar kirkjugarðsins við Kaldárselsveg. Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu.$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að skipulagslýsing verði kynnt og gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir skipulagslýsingu vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir Kirkjugarða Hafnarfjarðar norðurhluta samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2010.”$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.

    • 11023037 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, Holtsgöng

      8.liður úr fundargerð SBH frá 30.okt. sl.$line$Tekið fyrir erindi Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins dags. 27.10.12 sem sendir breytingartillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðinsins, Holtsgöng, breytingar á gatnaskipulagi og breytingar á byggingarmagni á byggðasvæði 5, innkomnar athugasemdir og álit fagráðs til afgreiðslu í sveitarstjórnum skv. 2. mgr. 25. greinar skipulagslaga.$line$$line$Með vísan í fyrri umsögn varðandi þetta saman erindi og umsögn fagráðs Samvinnunefndar um svæðisskipulag telur SBH ekki ástæðu til að gera athugasemdir við erindi Reykjavíkurborgar um breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem varða annars vegar breytingar á byggingarmagni á svæði 5. og hins vegar niðurfellingu fyrirhugaðra Holtsgangna. Umferðaútreiknignar (VSÓ) sýna glögglega að breytingarnar munu ekki hafa teljandi áhrif á umferð og er því ekki í andstöðu við og markmið svæðisskipulagsins. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að Holtsgöngin myndu létta á umferð um höfuðborgina nema að mjög afmörkuðu leyti og gerir SBH því ekki athugasemdir við það að göngin verði tekin út af aðalskipulagi. Hins vegar skal bent á að gera þurfi á aðalskipulags- og deiliskipulagsgrunni ráð fyrir mótvægisaðgerðum varðandi aukið byggingarmagn á svæðinu sem óhjákvæmilega mun hafa í för með sér aukna umferð (akandi, gangangdi, hjólandi). Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögurnar með þremur atkvæðum en fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá. Meirihluti skipulags- og byggingarráðs gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:$line$ ” Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi breytingartillögur að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins varðandi brottfall Holtsgangna og aukningu byggingarmagns á reit 5.”$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Sigríðar Bjarkar Jónsdóttur. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari. Geir Jónsson tók til máls. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari öðru sinni. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 6 atkvæðum. 1 greiddi atkvæði á móti og 4 sátu hjá.

    Fundargerðir

    • 1201159 – Fundargerðir 2012, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 31.okt. sl.$line$a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 29.okt. sl.$line$b.Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29.sept.sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 5.nóv.sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 1.nóv. sl.$line$a. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 31.okt.sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.október sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 31.okt. sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 22.okt. sl.

      Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls undir 2. lið – Jólaþorpið 2012 – og 4. lið – Straumur við Straumsvík, leigusamningur – í fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 31. október sl., 4. lið – Fjölskyldustefna Hafnarfjarðar. Endurskoðuð 2012-2014 – í fundargerð fjölskylduráðs frá 31. október sl. og 11. lið – Félag grunnskólakennara, erindi – í fundargerð bæjarráðs frá 1. nóvember sl. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 5. lið – Víðivellir, skógardeild – í fundargerð fræðsluráðs frá 5. nóvember sl. Eyjólfur Sæmundsson undir 5. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 5. nóvember sl. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 9. lið – Starfsmenn leikskóla, kjaramál – 10. lið – STH, kjaramál – og 11. lið – Félag grunnskólakennara, erindi – í fundargerð bæjarráðs frá 1. nóvember sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Kristinn Andersen tók til máls undir 10. lið í fundargerð bæjarráðs frá 1. nóvember sl. og 5. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 5. nóvember sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls undir 9.,10. og 11. lið í fundargerð bæjarráðs frá 1. nóvember sl. Geir Jónsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Geir Jónsson tók til máls undir 10. lið í fundargerð bæjarráðs frá 1. nóvember sl. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Geir Jónsson svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Geirs Jónssonar. Geir Jónsson svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Geir Jónsson svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. bæjarstjórnar:$line$$line$”Skólamatur$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir þau áform bæjarstjóra sem fram koma í bréfi dagsettu 6. þessa mánaðar vegna framkominna athugasemda frá félagi grunnskólakennara í Hafnarfirði að boðað verði til fundar um fyrirkomulag mötuneytismála í grunnskólum Hafnarfjarðar með fulltrúum frá skólaskrifstofu, starfsfólks grunnskóla, innkaupastjóra, fulltrúa Skólamatar ehf., bæjarráði og fræðsluráði. Einnig er lagt til að óháður aðili verði fenginn til að gera úttekt á matvælum í grunnskólum Hafnarfjarðar í samræmi við almennar kröfur og ábendingar Lýðheilsustofnunar. Jafnframt er bæjarstjóra falið að gera samanburð á fyrirkomulagi mötuneytismála hjá öðrum sveitarfélögum.”$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign),$line$Valdimar Svavarsson (sign), Kristinn Andersen (sign), Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign),$line$Gunnar Axel Axelsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign). $line$$line$$line$Kristinn Andersen tók til máls. $line$$line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Fundi framhaldið og slitið.

Ábendingagátt