Bæjarstjórn

23. janúar 2019 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1819

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen forseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 1. varaforseti
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson varamaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Helgu Ingólfsdóttur en í hennar stað mætir Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Helgu Ingólfsdóttur en í hennar stað mætir Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1708481 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, breytingar

      1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.janúar sl.
      Svæðisskipulagsnefnd hefur unnið að breytingum að svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 er varðar legu vaxtarmarka á milli þéttbýlis og dreifbýlis á Álfsnesi. Með breytingunni verður rými fyrir uppbyggingu og þróun efnisvinnslusvæðis sem staðsett yrði við jaðar núverandi iðnaðarsvæðis á Álfsnesi. Tilefni breytingarinnar eru áform Reykjavíkurborgar um færslu á starfssemi Björgunar, sem vinnur jarðefni til mannvirkjagerðar úr námum á sjávarbotni. Hrafnkell Proppé mætir til fundarins og kynnir fyrirhugaðar breytingar.

      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkir framlagða breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040 í samræmi við 3.mgr. 23.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulag- og byggingarráð til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún samþykki framangreint með vísan til 23.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040 með 11 greiddum atkvæðum.

    • 1811416 – Reykjanesbraut í Hafnarfirði, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna tvöföldunar

      2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.janúar sl.
      Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi til að tvöfalda kaflann á Reykjanesbraut frá Kaldársselsvegi og vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót með því að byggja nýja akbraut sunnan núverandi vegar.
      Fulltrúar Vegagerðarinnar og Eflu mæta til fundarins og kynna framkvæmdina.

      Með vísan í 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og umsókn Vegagerðarinnar, dags. 8.01.2018, um leyfi til framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi samþykkir skipulags- og byggingarráð framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti. Jafnframt leggur skipulag- og byggingarráð því til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún samþykki framangreint framkvæmdaleyfi með vísan til 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi og næst til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Friðþjófur Helgi svarar andsvari.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og þá Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María svarar næst andsvari.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum að gefið verði út framkvæmdaleyfi vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

    • 18129642 – Hafnarfjarðarlína HF1, umsókn um framkvæmdaleyfi til að endurnýja háspennustreng HF1 við Reykjanesbraut

      3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.janúar sl.
      Landsnet sækir um framkvæmdaleyfi með bréfi dags. 17.12.2018 til að leggja jarðstreng á um 1.km. kafla og breyta stofnlögn Vatnsveitu vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Kaldársselsvegi og vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót.
      Fulltrúar Vegagerðarinnar og Eflu mæta til fundarins og kynna framkvæmdina.

      Með vísan í 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og umsókn Landsnets, dags. 17.12.2018, um leyfi til framkvæmda vegna jarðstrengs og breytingar á stofnlögn vatns vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi samþykkir skipulags- og byggingarráð framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti. Jafnframt leggur skipulag- og byggingarráð til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún samþykki framangreint framkvæmdaleyfi með vísan til 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Rósa Guðbjartsdóttir víkur af fundi kl. 14:38 og hennar sæti tekur Skarphéðinn Orri Björnsson.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum að gefið verði út framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar háspennustrengs við Reykjanesbraut í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

    • 1901119 – Færsla lagna við Reykjanesbraut, framkvæmdarleyfi

      4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.janúar sl.
      VSB f.h. Veitna og HS veitna sækir um framkvæmdaleyfi með bréfi dags. 10.01.2019 til að leggja nýjar veitulagnir samhliða Reykjanesbraut vegna tvöföldunar hennar á kafla frá Kaldársselsvegi og vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót.
      Fulltrúar VSB mæta til fundarins og kynna framkvæmdina.

      Með vísan í 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og umsókn VSB f.h. Veitna og HS veitna, dags. 10.01.2019, um leyfi til að leggja nýjar veitulagnir vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi samþykkir skipulags- og byggingarráð framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún samþykki framangreint framkvæmdaleyfi með vísan til 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum að gefið verði út framkvæmdaleyfi vegna færslu lagna við Reykjanesbraut í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

    • 1810025 – Hamraneslína, framvæmdaleyfi

      8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.janúar sl.

      Lagt fram erindi Landsnets dags. 01.10.2018 þar sem óskað er eftir að fá útgefið framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar fyrir breytingum á legu Hamraneslínu 1 og 2, 220 kV háspennulínu, með færslu þeirra á kafla við tengivirkið í Hamranesi að uppfylltum skilyrðum skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun staðfesti þann 7. jan. s.l. breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 sem bæjarstjórn hafði samþykkt þann 12. des. 2018 vegna færslu Hamraneslínu.

      Með vísan í 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og umsókn Landsnets hf., dags. 1.10.2018, um leyfi til framkvæmda við breytingar á Hamraneslínu samþykkir skipulags- og byggingarráð framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti. Jafnframt leggur skipulag- og byggingarráð til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún samþykki framangreint framkvæmdaleyfi með vísan til 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum að gefið verði út framkvæmdaleyfi vegna breytinga á legu Hamraneslínu 1 og 2 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

    • 1901165 – Stöðuleyfi, gjaldskrá 2019

      13.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.janúar sl.
      Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá stöðuleyfa.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson. Ólafur Ingi svarar andsvari.

      Bæjarstjórn samþykkir með 10 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrá. Sigurður Þ. Ragnarsson situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

    • 1806328 – Verklagsreglur um skólavist hafnfirskra grunnskólabarna

      1.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 16.janúar sl.
      Drög frá síðasta fundi lögð fram til staðfestingar.

      Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi verklagsreglur um skólavist hafnfirskra grunnskólabarna. Jafnframt leggur fræðsluráð til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún samþykki framangreindar reglur.

      Til máls tekur Kristín Thoroddsen. Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Kristín Thoroddsen kemur að andsvari. Adda María svarar andsvari.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Kristín Thoroddsen.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 9 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi verklagsreglur. Þau Friðþjófur Helgi Karlsson og Adda María Jóhannsdóttir sitja hjá við atkvæðagreiðsluna og þau gera jafnframt grein fyrir hjásetu sinni.

    • 1811361 – Skuldbreyting lána Íslandsbanka

      5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.janúar sl.
      Lagður fram lánasamningur vegna skuldbreytinga á lánum við Íslandsbanka hf.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi bókun:

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka óverðtryggð lán hjá Íslandsbanka að andvirði 2.610.000.000- króna, sbr. framlagðan lánasamning. Andvirði lána verður ráðstafað til fullnaðargreiðslu lánasamninga hjá Íslandsbanka og er því einungis um endurfjármögnun/skuldbreytingu lána að ræða.
      Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Íslandsbanka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.”

      Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir samhljóða hér með að taka óverðtryggð lán hjá Íslandsbanka að andvirði 2.610.000.000- króna, sbr. framlagðan lánasamning. Andvirði lána verður ráðstafað til fullnaðargreiðslu lánasamninga hjá Íslandsbanka og er því einungis um endurfjármögnun/skuldbreytingu lána að ræða.
      Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Íslandsbanka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

    • 1506569 – Samningur, yfirdráttur, lán

      6.liður úr fundargerð bæjarrráðs frá 17.janúar sl.
      Lagt fram minnisblað um hækkun yfirdráttarheimildar um 200 millj. kr.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálsviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi bókun:

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með uppfærðan samning um yfirdráttarlán við Íslandsbanka að fjárhæð 600 milljónir króna. Jafnaframt er samþykkt að hækka tímabundið, eða til 19. apríl 2019, yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka um 200 milljónir króna þannig að hún verði alls 800 milljónir króna. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita við Íslandsbanka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast samningnum.”

      Ágúst Bjarni Garðarsson tekur til máls.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir með 10 greiddum atkvæðum hér með uppfærðan samning um yfirdráttarlán við Íslandsbanka að fjárhæð 600 milljónir króna. Jafnaframt er samþykkt að hækka tímabundið, eða til 19. apríl 2019, yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka um 200 milljónir króna þannig að hún verði alls 800 milljónir króna. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita við Íslandsbanka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast samningnum.

      Guðlaug Kristjánsdóttir situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

    • 1810469 – Kapelluhraun 1. áfangi, endurskoðun deiliskipulags

      10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.janúar sl.
      Lögð fram lóðarumsókn frá Arcus ehf um lóð í Koparhellu.

      Bæjarráð samþykkir að úthluta Arcus ehf. lóðinni Koparhella 5 og vísar til samþykktar í bæjarstjórn.

      Bæjastjórn samþykkir sammhljóða með 11 greiddum atkvæðum að úthluta Arcus ehf. lóðinni Koparhellu 5.

    • 1811424 – Merkurgata 12, lóðarleigusamningur og lóðarstærð

      11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.janúar sl.
      Lagður fram drög að endurnýjun lóðarleigusamnings ásamt minnisblaði.

      Bæjarráð samþykkir framlagðan endurnýjun á leigulóðarsamning og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi endurnýjun á lóðarleigusamningi vegna Merkurgötu 12.

    • 1206073 – HS veitur ehf, lóðarleigusamningar fyrir ýmsar lóðir

      12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.janúar sl.
      Lóðarleigusamningur Lindarberg 1

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning við HS veitur og vísar til samþykktar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi lóðarleigusamning við HS veitur.

    • 1811291 – Bjargsskarð 2, umsókn um lóð

      13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.janúar sl.
      Lögð fram lóðarumsókn um fjölskylduhúsalóðina nr. 2 við Bjargsskarð. Umsækjendur eru Þorgils Arason, Sigurrós Auður Sveinsdóttir og Erlendur Halldór Durante,Þórey Ólöf Þorgilsdóttir.

      Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni nr. 2 við Bjargskarð í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og vísar til samþykktar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að úthluta lóðinni nr. 2 við Bjargskarð í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

    • 18129587 – Glimmerskarð 1, Umsókn um lóð

      14.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.janúar sl.
      Lögð fram umsókn PE pípulagna ehf., um tvíbýlishúsalóðina nr. 1 við Glimmerskarð

      Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni nr. 2 við Glimmerskarð í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og vísar til samþykktar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að úthluta lóðinni nr. 1 við Glimmerskarð í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

    • 1810250 – Hraunskarð 2

      15.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.janúar sl.
      Tekið fyrir að nýju.

      Lagt fram tilboð M3 Capital ehf f.h. óstofnaðs einkahlutfélags. Einkahlutafélagið er Bulls eye ehf. kt. 630516-1370, lögð hefur verið fram tilkynning til hlutafélagaskrár um breytingu á nafninu í Hraunskarð 2 ehf.

      Tillaga að bókun:
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka framlögðu tilboði M3 Capital ehf f.h. Bulls eye ehf., í fjöleignarhúsalóðina nr. 2 við Hraunskarð lóðina og úthluta lóðinni til Bulls eye ehf., kt. 630516-1370.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka framlögðu tilboði M3 Capital ehf f.h. Hraunskarðs 2 ehf., í fjöleignarhúsalóðina nr. 2 við Hraunskarð og úthluta lóðinni til Hraunskarðs 2 ehf., kt. 630516-1370.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að taka framlögðu tilboði M3 Capital ehf f.h. Hraunskarðs 2 ehf., í fjöleignarhúsalóðina nr. 2 við Hraunskarð og úthluta lóðinni til Hraunskarðs 2 ehf., kt. 630516-1370.

    • 1812051 – Uppbygging leikskóla í Öldutúnsskólahverfi

      Til umræðu.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Kristín Thoroddsen kemur til andsvars.

      Adda María kemur að svohljóðandi bókun:

      “Með afgreiðslu fræðsluráðs þann 16. janúar sl. var enn einni tillögu Samfylkingarinnar um uppbyggingu á leikskóla í skólahverfi Öldutúnsskóla hafnað. Þar með er útséð um að nýr leikskóli verði byggður í hverfinu á þessu kjörtímabili, jafnvel þótt gert sé ráð fyrir leikskóla í gildandi deiliskipulagi við Öldugötu.
      Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa ítrekað lagt fram tillögur um að ráðist verði í uppbyggingu á leikskóla í hverfinu allt frá því að Kató var lokað vorið 2016, en án árangurs. Engu að síður er vöntunin öllum ljós og hefur komið fram svart á hvítu í minnisblaði frá fræðsluþjónustu.
      Ákalli um uppbyggingu leikskóla í hverfinu hefur verið svarað af hálfu meirihlutans með tillögum um stækkun á leikskólanum Smáralundi um tvær deildir, sem samsvarar um 50 plássum. Engu er skeytt um það að Smáralundur er í öðru skólahverfi, auk þess sem 50 pláss leysa ekki nema hálfan vanda íbúa í Öldutúnsskólahverfi þar sem vantar yfir 100 pláss.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra hafa haldið þeim málflutningi á lofti að Hafnarfjörður sé eitt leikskólasvæði og á þeim forsendum sé foreldrum ungra barna í þessu hverfi ekkert of gott að keyra börn sín í leikskóla í önnur hverfi bæjarins. Þessu erum við í Samfylkingunni ekki sammála. Við teljum leikskóla vera mikilvæga þjónustu sem tryggja eigi íbúum innan hverfa. Íbúar í skólahverfi Öldutúnsskóla bera skarðan hlut frá borði þegar kemur að leikskólaþjónustu og ekki er útlit fyrir að sú staða bætist mikið á næstu árum.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson”

    Fundargerðir

    • 1901147 – Fundargerðir 2019, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð bæjarráðs frá 17.janúar sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 9.janúar sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 10.janúar sl.
      c. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21.des. sl.
      d. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 9.jan.sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16.janúar sl.
      a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 9.jan.sl.
      b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21.des.sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.janúar sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 16.janúar sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 9.jan.sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 18.janúar sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 21.janúar sl.

      Ágúst Bjarni Garðarsson tekur til mál undir lið 3 í fundargerð fjölskylduráðs frá 18. janúar sl.

      Einnig tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls undir sama lið í sömu fundargerð. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir kemur til andsvars. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari.

      Næst til máls tekur Guðbjörg Oddný Jónasdóttir undir lið 1 í fundargerð fjölskylduráðs frá 18. janúar sl.

      Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson undir fundargerð fjölskylduráðs frá 18. janúar sl. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson.

      Þá tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson undir fundargerð fjölskylduráðs frá 18. janúar sl. og fundargerð bæjarráðs frá 17. janúar sl. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir. Einnig til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Einnig kemur Ólafur Ingi Tómasson að andsvari við ræðu Friðjófs Helga.

      Næst til máls kemur Kristín Thoroddsen undir fundargerð fræðsluráðs frá 16. janúar sl.

      Þá tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir undir lið 11 í fundargerð skipulags og byggingarráðs. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Adda María svarar andsvari.

      Þá tekur til máls Ólafur Ingi Tómasson undir fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16. janúar sl.

Ábendingagátt