Fjölskylduráð

12. september 2007 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 118

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 0709100 – Menningar- og ferðamál

      Til fundarins mætti Marín Hrafnsdóttir og gerði grein fyrir helstu verkefnum í menningar- og ferðamálum.

    Almenn erindi

    • 0708234 – Dagvistunarmál fatlaðra ungmenna á aldrinum 16-20 ára

      Lagt fram erindi frá Flensborgarskólanum, dags. 30. ágúst sl., þar sem óskað er eftir úrræðum í dagvistunarmálum fatlaðra ungmenna.

    • 0709102 – Akstur fatlaðra

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir breytingum sem nauðsynlegt er að gera á reglum varðandi ferðaþjónustu fatlaðra framhaldsskólanema.

      Fjölskylduráð samþykkir að vísa málinu til málskotnefndar sem geri tillögu um breytingar á reglum fyrir fjölskylduráð.

    • 0701270 – Málefni aldraðra

      Guðmundur Rúnar Árnason og Almar Grímsson gerðu grein fyrir viðræðum sínum við heilbrigðisráðuneytið.

      Fjölskylduráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:%0D%0D“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fara þess á leit við heilbrigðisráðherra að teknar verði upp formlegar viðræður um samþættingu og rekstur þeirrar þjónustu við aldraða í Hafnarfirði sem ríkið og sveitarfélagið annast.%0D%0DBæjarstjórn telur að með nánari samstarfi heilsugæslu, félagsþjónustu (heimaþjónustu),sjúkrastofnana ríkisins og stofnana sem reknar eru af félagasamtökum megi hvort tveggja í senn ná fram hagræðingu og betri þjónustu.%0D%0DBæjarstjórn minnir á fyrri samþykktir varðandi málefni aldraðra og heilbrigðisþjónustuna í sveitarfélaginu.%0D%0DBæjarstjórn telur að með þeirri samstöðu og sameiginlegu niðurstöðum sem fram koma í skýrslu um uppbyggingu heildrænnar öldrunarþjónustu í Hafnarfirði (Febrúar 2006) hafi verið lagður grunnur að farsælu samstarfi sem nú beri að fylgja eftir og þróa.”%0D

    • 0708151 – Staðan í ráðningarmálum í leikskólum í byrjun skólaársins 2007-2008

      Fulltrúi VG lýsir yfir áhyggjum af því sem virðist viðvarandi mannekla á menntastofnunum fræðslusviðs. Manneklunni mun fylgja aukið álag, auknar fjarvistir starfsfólks vegna veikinda og allt mun þannig leiða til þess að gæði faglegs starfs fara minnkandi. %0D %0DÍ ljósi þessa leggur fulltrúi VG fram eftirfarandi tillögu:%0D%0D”Stofnaður verði starfshópur, með fulltrúum úr fræðsluráði, fjölskylduráði og bæjarráði, sem hafi það verkefni að stjórna aðgerðum til þess að fylla megi allar þær stöður sem auglýstar hafa verið. Aðgerðirnar skulu í það minnsta vera þrenns konar:%0D%0DHvernig má fylgja eftir því góða starfi starfsfólks fræðslusviðs og starfsfólks skóla í Hafnarfirði sem þakka má þann árangur sem þó hefur náðst, við að vekja frekar athygli á Hafnfirskum skólastofnunum sem framtíðarvinnustöðum. %0DHvernig má útfæra enn frekar ákvæði í kjarasamningum starfsfólks skólastofnanna innan ramma þeirra kjarasamninga sem í gildi eru til þess að auka möguleika á því að bæta kjör starfsfólks. %0DHvernig bæta megi starfsumhverfi starfsfólks skóla í Hafnarfirði enn frekar og gera Hafnfirska skóla eftirsóknarverðari. %0DHópurinn starfi þar til allar stöður skóla í Hafnarfirði eru fullmannaðar, í leik- og grunnskólum, bæði faglærðs og ófaglærðs starfsfólks, hvort heldur er um að ræða kennara eða annað starfsfólk. %0D%0DSamhljóða tillaga var lögð fram af fulltrúa Vinstri grænna á fundi fræðsluráðs 10. september síðastliðinn.%0D%0D%0D%0D%0D%0D%0D

      Málinu frestað.

    Umsóknir

    • 0706272 – Syndir feðranna, örlagasaga Breiðavíkurdrengja

      Fjölskylduráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 150.000.

    • 0706189 – Félagsleg heimaþjónusta

      Samþ. bæjarstjórnar frá 26.6. varðandi breytingar á reglum um félagslega heimaþjónustu. Fjölskylduráð vísaði málinu til nánari skoðunar hjá félagsþjónustunni og málskotsnefnd.

      Málið verður afgreitt endanlegá á næsta fundi ráðsins.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 16/2007, 17/2007 og 18/2007.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

Ábendingagátt