Fjölskylduráð

24. október 2007 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 121

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 0710206 – Árangursstjórnun á fjölskyldusviði

      Til fundarins mætti Vilhjálmur Kristjánsson ráðgjafi sem ásamt sviðsstjóra gerði grein fyrir árangursstjórnunarverkefninu á fjölskyldusviði.%0D%0D

    • 0702200 – Frístundaheimili/tómstundaskóli

      Til fundarins mættu Anna K. Bjarnadóttir og Ellert Magnússon sem gerðu grein fyrir frístundaverkefni í grunnskólum sem unnið er að í samvinnu fræðslusviðs og fjölskyldusviðs.

    Almenn erindi

    • 0710208 – Þátttaka í kostnaði vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar

      Lögð fram skýrsla ”Hugleiðingar um endurskoðun íþróttastyrkja” dags. í október 2007.

      Vísað til íþrótta- og tómstundanefndar og íþróttafulltrúa til umsagnar.

    • 0710111 – Our life as elderly (OLE)

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir framvindu málsins.

    • 0710154 – Samtök félagsmálastjóra á Íslandi, málþing 25.10.2007

      Lögð fram dagskrá málþings Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi í samvinnu við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar sem haldið verður 25. okt. nk. kl. 13-17 á Grand Hóteli, Reykjavík.

    • 0710008 – Kvennaathvarf 25 ára, kynning á þjónustu

      Lagt fram erindi frá Samtökum um kvennaathvarf, dags. í sept. 2007, þar sem óskað er eftir að kynna athvarfið fyrir helstu styrktaraðilum.

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lögð fram skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í sept. 2007.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 19/2007, 20/2007, 21/2007, 22/2007 og 23/2007.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    Umsóknir

    • 0709246 – Samtökin ´78, þjónustusamningur

      Lagt fram erindi frá Samtökunum ´78, dags. í sept. 2007, þar sem óskað er eftir viðræðum um þriggja ára samning vegna þjónustu félagsins við íbúa sveitarfélagsins.

Ábendingagátt