Fjölskylduráð

7. nóvember 2007 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 122

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Almenn erindi

    • 0709246 – Samtökin ´78, þjónustusamningur

      Til fundarins mættu Hrafnkell Stefánsson og Katrín Jónsdóttir frá Samtökunum ´78 og kynntu starfsemi félagsins.

      Vísað til fjárhagsáætlunar 2008.

    • 0710249 – Sala áfengis og tóbaks, frumvarp til laga

      Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um breytingu ýmissa lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks.

      Fjölskylduráð Hafnarfjarðar samþykkir að leggja til við bæjarstjórn: %0D”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mælir eindregið gegn því að frumvarp til laga um sölu áfengis og tóbaks (sala léttvíns og bjórs), 6. þingmál, verði samþykkt. Reynsla annarra þjóða af auknu aðgengi að áfengi með afnámi einkasölu sýnir aukna neyslu, ekki síst meðal ungmenna og þar af leiðandi mikla fjölgun félagslegra og heilsufarslegra vandamála.%0DÞetta frumvarp stefnir því í þveröfuga átt eftir að náðst hefur mikilvægur árangur í forvörnum gegn notkun áfengis og annarra vímuefna, með markvissri vinnu í Hafnarfirði og víðar. %0DEinnig er vakin athygli á að ekki hefur verið leitað formlegrar umsagnar þeirra aðila sem skv. frumvarpinu munu bera ábyrgð á framkvæmdinni.”%0D%0D%0D

    • 0701072 – Stígamót, þjónustusamningur

      Lagður fram til kynningar samningur um stuðning Hafnarfjarðarkaupstaðar við starfsemi Stígamóta, dags. 24. okt. sl.

    Kynning

    • 0708052 – Hjólabretti, aðstaða

      Til fundarins mætti Margrét Gauja Magnúsdóttir og kynnti hugmyndir starfshóps um aðstöðu til að iðka hjólabrettaíþróttina.%0D%0D

    • 0709244 – Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, löggæsla í bæjarfélögum

      Til fundarins mætti Geir Bjarnason, forvarnarfulltrúi, og gerði grein fyrir nýafstöðnum fundi með lögreglunni.

      Fjölskylduráð beinir því til íþrótta- og tómstundanefndar og forvarnarnefndar að þær taki sameiginlega til umfjöllunar þær upplýsingar sem fram komu hjá forvarnarfulltrúa varðandi notkun íþróttamannvirkja til skemmtanahalds. Samráð verði haft við bæjarlögmann.

    Umsóknir

    • 0710008 – Kvennaathvarf

      Lagt fram erindi frá Kvennaathvarfinu, dags. í okt. sl., beiðni um rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 400.000 fyrir árið 2008.

Ábendingagátt