Fjölskylduráð

9. janúar 2008 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 126

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynningar

    • 0712135 – Félagsþjónusta, ársskýrsla 2006

      Til fundarins mættu Sæmundur Hafsteinsson og Ingibjörg Jónsdóttir frá Félagsþjónustunni og kynntu skýrsluna.

    • 0712029 – Öldungaráð Hafnarfjarðar

      Til fundarins mætti stjórn Öldungaráðs og kynnti starfsemi ráðsins.%0DRáðstefna öldungaráðs verður haldin 19. febr. kl. 14.00 í Hafnarborg.%0DFélagsmálaráðherra mætti einnig til fundarins.

    Almenn erindi

    • 0702243 – Barnaverndarmál

      Lagt fram yfirlit Barnaverndarstofu yfir barnaverndarmál í nóv. 2007.

    • 0702118 – Hreyfing fyrir alla

      Lögð fram stöðuskýrsla í verkefninu Hreyfing fyrir alla sept. – des. 2007.

    • 0704009 – Miðhella 1, miðstöð fyrir listamenn

      Í framhaldi af heimsókn ráðsins að Miðhellu 1 þann 19. desember sl. samþykkir ráðið að skipa 3ja manna starfshóp til að fjalla um hugmyndir varðandi starfsemi á sviði lista í húsnæðinu.%0DSviðsstjóri starfi með hópnum.%0D%0D

      Tilnefnd í starfshópinn eru: Júlíus Freyr Theodórsson, Guðfinna Guðmundsdóttir og Almar Grímsson.

    • 0801096 – Starfsmannamál á fjölskyldusviði

      Sviðsstjóri kynnti þá ráðstöfun að Ellert B Magnússon verði deildarstjóri æskulýðsmála og Geir Bjarnason verði deildarstjóri forvarnarmála.%0D%0DUndir deildarstjóra æskulýðsmála heyra æskulýðsmiðstöðvar, skrifstofa æskulýðsmála, almenn æskulýðsmál, frístundaskóli og vinnuskóli.%0D%0DUndir deildarstjóra forvarnarmála heyra almenn forvarnarmál, rekstur félagsmiðstöðvar (nú í gamla bókasafni), rekstur Músik og mótor.%0D%0D

    • 0701270 – Málefni aldraðra

      Fjallað um nýtingu á lóðinni nr 1-3 við Einivelli.%0D%0D

    • 0801097 – Málefni fatlaðra

      Fjölskylduráð samþykkir að vinna að úttekt á stöðu málefna fatlaðra í sveitarfélaginu m.t.t. þeirra áforma ríkisstjórnarinnar að málefni fatlaðra færist frá ríki til sveitarfélaga.%0DVísað til sviðsstjóra.%0D%0D

Ábendingagátt