Fjölskylduráð

2. nóvember 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 211

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður
  • Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 1110179 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 2011, endurskoðun

      Atli Þórsson, rekstrarstjóri fjölskylduþjónustu, mætti til fundarins og gerði grein fyrir endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2011. $line$Jafnframt lögð fram tímaáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2012.$line$Boðað er til vinnufundar í ráðinu miðvikudaginn 9. nóv. nk. kl. 18:00.

    • 1110333 – Fatlað fólk, reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa

      Til fundarins mætti Hrönn Hilmarsdóttir og kynnti drög að nýjum reglum.

      Fjölskylduráð samþykkir drögin með fyrirvara í samræmi við umræður á fundinum.

    Almenn erindi

    • 1111011 – Félag eldri borgara, mótmæli

      Lagður fram tölvupóstur frá Félagi eldri borgara í Hafnarfirði, bókun frá stjórnarfundi félagsins sem haldinn var 19. okt. sl., þar sem harðlega er mótmælt þeirri ákvörðun velferðarráðherra að loka St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.

      Fjölskylduráð tekur undir áhyggjur Félags eldri borgara og ítrekar bókun bæjarstjórnar frá 12. okt. sl.

    • 1009213 – Fatlaðir, málefni, yfirfærsla

      Lögð fram skýrsla, unnin af Félagsvísindastofnun H.Í. fyrir Velferðarráðuneytið; Flutningur þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga – okt. 2011, kortlagning á stöðu þjónustu fyrir flutning.$line$Einnig lögð fram kynning dr. Guðbjargar Jónsdóttur og dr. Rannveigar Traustadóttur; Staða málefna fatlaðs fólks fyrir flutning frá ríki til sveitarfélaga.$line$$line$$line$

    • 1110016 – Atvinnumál ungs fólks

      Lagt fram minnisblað velferðarráðherra til ríkisstjórnarinnar, dags. 28.10.2011, varðandi stofnun atvinnutorgs í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við Velferðarráðuneytið og Vinnumálastofnun, til að þjónusta ungt fólk án atvinnu.

      Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi erindi. Sviðsstjóra falið að vinna áfram að málinu og ganga frá samningi.$line$

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lögð fram skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í sept. 2011.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

      Fjölskylduráð óskar eftir frekari greiningu á fjölda atvinnulausra eftir lengd atvinnuleysis.

    • 1110326 – Foreldraráð Hafnarfjarðar, áheyrnarfulltrúi í fjölskylduráði

      Lagt fram erindi frá Foreldraráði Hafnarfjarðar, dags. 27. okt. sl., ósk um áheyrnarfulltrúa á fundum Fjölskylduráðs Hafnarfjarðar.

      Vísað til íþrótta- og tómstundanefndar.

    Fundargerðir

    • 1110021F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 141

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 26. okt. sl.

      Fjölskylduráð staðfestir fundargerðina.

Ábendingagátt