Fjölskylduráð

30. nóvember 2011 kl. 16:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 214

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður
  • Jóhanna Marín Jónsdóttir varamaður
  • Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 1111041 – Fjárhagsáætlun fjölskylduþjónustu 2012

      Til fundarins mættu rekstrarstjóri fjölskylduþjónustu, íþróttafulltrúi, ÍTH nefndin, Linda Leifsd. og Erla Hjartard. frá ÍTH, form. Öldungaráðs, fulltrúi frá Ungmennaráði og form. barnaverndarnefndar.$line$Sviðsstjóri og rekstrarstjóri kynntu drög að fjárhagsáætlun fjölskylduþjónustu fyrir árið 2012.

      Fjölskylduráð vísar drögum að fjárhagsáætlun fjölskylduþjónustu fyrir árið 2012 ásamt tillögum að gjaldskrám til bæjarráðs.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í fjölskylduráði munu við framlagningu fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðar í bæjarráði og í bæjarstjórn fjalla um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar í heild sinni.

    Almenn erindi

    • 1111151 – Erindisbréf fjölskylduráðs

      Lagt fram á ný nýtt erindisbréf fjölskylduráðs.

      Fjölskylduráð samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar því til bæjarráðs.

    • 1111269 – Eldri borgarar, 21. mál frá velferðarnefnd

      Lagt fram erindi frá nefndasviði Alþingis, dags. 23. nóv. sl., þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar, frá velferðarnefnd, um reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í forvarnaskyni.

      Lögð fram drög að umsögn fjölskylduráðs. Sviðsstjóra falið að ljúka málinu.

    • 10101162 – Landspítali Hafnarfirði (St. Jósefsspítali-Sólvangur)

      Fjölskylduráð harmar þau málalok sem orðið hafa varðandi starfsemi St. Jósefsspítala og lýsir yfir áhyggjum af þeirri þjónustuskerðingu sem verður við lokun spítalans.

    Fundargerðir

    • 1111021F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 143

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 23. nóv. sl.

      Fjölskylduráð staðfestir fundargerðina.

Ábendingagátt