Fjölskylduráð

28. nóvember 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 237

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 1210352 – Fjárhagsáætlun fjölskylduþjónustu 2013

      Til fundarins mætti Atli Þórsson rekstrarstjóri Fjölskylduþjónustu.

      Vísað til bæjarráðs.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjölskylduráði munu við framlagningu fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðar í bæjarráði og í bæjarstjórn fjalla um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar í heild sinni.

    • 1210658 – Gjaldskrár Hafnarfjarðarbæjar 2013

      Atli Þórsson fór yfir gjaldskrárnar.

      Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð:$line$”Bæjarráð vísar eftirfarandi gjaldskrám og verðskrá vegna ársins 2013 til staðfestingar í bæjarstjórn:$line$Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu;$line$Gjaldskrá, sumarnámskeið;$line$Gjaldskrá, heimsent fæði;$line$Gjaldskrá, fæði í Vinaskjóli;$line$Verðskrá, félagsstarf aldraðra;$line$Gjaldskrá, skólagarðar;$line$Gjaldskrá, frístundaheimili;$line$Gjaldskrá, sundlaugar Hafnarfjarðar”.

    • 1101401 – Notendastýrð persónuleg aðstoð, endurskoðun á reglum og fjárhagsstaða tilraunaverkefnisins

      Hrönn Hilmarsdóttir mætti til fundarins.

      Fjölskylduráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum”.

    • 1204432 – Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014

      Framhald umræðu frá síðasta fundi.

    • 0904073 – Tóbakssala til unglinga í Hafnarfirði

      Til fundarins mætti Geir Bjarnason og kynnti nýja könnun um sölu tóbaks til ungmenna.

    • 1110180 – Atvinnumiðstöð og atvinna með stuðningi (AMS)- stöðuskýrsla

      Til fundarins mætti Guðjón Árnason og gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.

      Fjölskylduráð leggur áherslu á að gengið verði frá endurnýjun samnings við Vinnumálastofnun um áframhaldandi samstarf Hafnarfjarðarbæjar og stofnunarinnar um rekstur Atvinnumiðstöðvarinnar.

    • 0706404 – Forsetanefnd, siðareglur kjörinna fulltrúa.

      Til fundarins mætti Anna Jörgensdóttir lögmaður.

    • 1211298 – Vinna og virkni, átak til atvinnu 2013

      Kynnt sameiginleg tillaga samtaka aðila vinnumarkaðarins, ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um átaksverkefni til stuðnings langtímaatvinnulausum. Meginmarkmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu að óbreyttu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins til þátttöku að nýju á vinnumarkaði og koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til óvinnufærni. Verkefnið var kynnt á fundi Sambands Íslenskra sveitarfélaga með fulltrúum 18 sveitarfélaga þann 14. nóvember sl. Tillaga um verkefnið hefur hlotið samþykki stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs en gert er ráð fyrir að sjóðurinn leggi 2,7 milljarða til verkefnisins á næsta ári. Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum þann 16. nóvember sl. tillögu velferðarráðherra um verkefnið og um leið þátttöku ríkisins í því. Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti samhljóða þátttöku borgarinnar í verkefninu á fundi sínum þann 22. nóvember sl.$line$Einnig lagt fram minnisblað sviðsstjóra varðandi átakið.

      Fjölskylduráð beinir því til bæjarráðs að samþykkja að gengið verði til samninga um þátttöku Hafnarfjarðarbæjar í verkefninu á grundvelli fyrirliggjandi tillögu.

    Almenn erindi

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í okt. sl.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mán.

    Fundargerðir

    • 1211007F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 161

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 19. nóv. sl.

Ábendingagátt