Fjölskylduráð

12. desember 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 238

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 0702245 – Sérstakar húsaleigubætur

      Tillögur að breytingum kynntar. $line$ $line$ $line$

    • 1204432 – Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014

      Fjölskylduráð óskar eftir að fræðslusvið beri ábyrgð á og vinni að verkefni G1 í framkvæmdaáætlun, samfella milli skólastiga.$line$Markmiðið er að auka samstarf fjölskylduþjónustu og skólakerfis við að samþætta þjónustu og nám fatlaðra nemenda og tryggja að samþættingin fylgi nemendum allan námsferilinn.$line$$line$Fjölskylduráð óskar eftir að framkvæmdasvið beri ábyrgð á og vinni að verkefni A1 í framkvæmdaáætlun, manngert umhverfi.$line$Markmið verkefnisins er að tryggja öllum jafnt aðgengi að manngerðu umhverfi.$line$$line$Fjölskylduráð óskar eftir að stjórnsýslusvið beri ábyrgð á og vinni að verkefni A5 í framkvæmdaáætlun, upplýsingar.$line$Markmið verkefnisins er að allt fatlað fólk hafi óhindraðan aðgang að upplýsingum um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er.

    Almenn erindi

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 16/2012.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    Fundargerðir

    • 1211024F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 162

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 3. des. sl.

Ábendingagátt