Forvarnarnefnd

30. apríl 2008 kl. 07:00

í Mjósundi 10

Fundur 104

Ritari

  • Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0804225 – ESPAD - Rannsókn 2007

      Fyrir um það bili ári tóku nemendur í 10. bekk grunnskóla á landinu öllu þátt í evrópskri rannsókn á áfengis-, vímuefna- og tóbaksnotkun (ESPAD). Um þessar mundir er unnið að fjölþjóðlegri skýrslu úr niðurstöðum rannsóknanna í þátttökulöndunum, sem væntanleg er á næstu misserum. %0D%0DÁ sama tíma gefst aðstandendum rannsóknarinnar, í hverju landi, tækifæri til að greina niðurstöður eftir svæðum, sveitarfélögum, í sumum tilfellum fyrir einstaka skóla eða í stærri sveitarfélögum fyrir tiltekin hverfi.

    • 0804241 – Tóbaksölukannanir, samningar

      Forvarnafulltrúi kynnti samninga sem gerður hefur verið við flesta sölustaði tóbaks í Hafnarfirði. Markmiðið er að tryggja það að börn og unglingar geti ekki keypt tóbak á sölustöðum þess.

      Forvarnanefnd mun halda áfram að vinna í anda samkomulags við sölustaði tóbaks.

    • 0710038 – Forvarnadagur ungra ökumanna í Hafnarfirði 2008

      Lagður fram minnismiði um framkvæmd forvarnadags ungra ökumanna í Hafnarfirði sem fram fór á Thorsplani 22. apríl.

      Forvarnanefnd hefur fullan hug á því að standa aftur að sambærilegu verkefni með framhaldsskólunum í Hafnarfirði.

Ábendingagátt