Forvarnarnefnd

16. september 2008 kl. 17:00

í Mjósundi 10

Fundur 109

Ritari

  • Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0809118 – Lögreglan í Hafnarfirði, samstarf

      Til fundarins mætti Helgi Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður hjá Höfuðborgarlögreglunn sem er með aðsetur í Hafnarfirði.%0DHelgi sagði upp koma allskonar mál, núna er verið að vinna með hóp foreldra barna sem voru í kannabiseyslu. Markmiði er að fá foreldranan til að styðja hvort annað og skapa börnunum j%0DÁstandið í Firði er búið að vera gott í vetur. Eitthvað hefur heyrst af málum í Hellisgerði og þarf að skoða það betur í samstarfi við bæjaryfirvöld. %0DMikið álag er á lögreglunni vegna starfsmannaskorts og stundum gengur illa að vinna að verkefnum sem eru forvarnaverkefni. %0DInnbrot í bænum eru í takt við síðustu ár, fjöldi glæpa er lítill miða við fólksfjölda, sama gildir um flesta málaflokka.%0DSamvinna við Hafnarfjarðarbæ og Litla hóp, samráðshóp um forvarnir, er með besta móti og upplýsingar streyma á milli aðila. %0DErfitt er að ná til þeirra sem halda heimapartý og koma þannig í veg fyrir slíkt.

      Forvarnanefndin hrósar lögreglunni fyrir upplýsingapóst sem sendur er til foreldra barna í grunnskóla. Þetta er árangursrík leið til styðja við forvarnastarf fjölskyldna.%0DNefndin leggur á það áherslu að samstarfið verður að vera áfram gott á milli aðila til að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur.

    • 0809112 – Styrkir úr Forvarnasjóði

      Forvarnasjóður úthlutaði nýlega styrk vegna stofnunar sjálfsstyrkingarhóps fyrir 16 ára og eldri sem starfræktur verður í Gamla bókasafninu,

      Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur til að haldið verði áfram að styðja við aðila sem starfa að forvarnastarfi og nota mælanlegan árangur á niðurstöðum þeirra verkefna sem rökstuðning fyrir frekari fjárstuðningi frá Forvarnarsjóði.

    • 0809116 – Foreldrarölt

      Forvarnanefnt telur foreldraröltið vera eitt mikilvægasta forvarnaverkefni okkar.

      Forvarnafulltrúa falið að kalla til samstarfsfundar fulltrúa foreldra sem stýra röltinu og leggja þeim lið.

    • 0801172 – Forvarnanefnd, húsnæðismál

      Framkvæmdaráð afhendi formlega nýtt húsnæði fyrir Músik og mótor, að Dalshrauni 10 þann 11. september.

      Húsnæðið þykir vel heppnað og skapar ungum hljómsveitum og áhugamönnum um mótorsport aukið rými til að sinna áhugamálum sínum. Forvarnanefnd óskar starfsmönnum og unglingum í Hafnarfirði til hamingju með húsnæðið og þakkar Framkvæmdarráði fyrir vel unnið verk.

    • 0809166 – Útivistartíminn

      Á haustin leggur forvarnanefnd á það áherslu að kynna fyrir bæjarbúum reglur um útivistartíma.

      Foreldrum barna úr 8. bekk grunnskóla verður sent bréf um útivistartímann og áherslur okkar í forvörnum. Með bréfinu skal fylgja segulmotta með útivistarreglunum.

    • 0808128 – Hagir og líðan ungs fólks í Hafnarfirði, niðurstöður rannsóknar 2008

      Vegna rannsóknar frá Rannsókn og greiningu þar sem fram kom minni þátttaka stúlkna í 9. og 10. bekk í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

      Forvarnanefnd tekur undir bókun Íþrótta- og tómstundanefndar frá 15. september:%0D%0DÍþrótta- og tómstundanefnd leggur til í samræmi við stefnumörkun um jafnréttismál að skipaður verðir starfshópur með fulltrúum frá ÍTH, ÍBH og Jafnréttis- og lýðræðisnefnd. Starfshópurinn samræmi aðgerðir með vísan til jafnréttisáætlunar ÍBH frá 2004 sem unnin var af jafnréttisnefnd ÍBH.

    • 0809117 – Aðgerðaáætlun forvarnanefndar

      Lögð fram aðgerðaáætlun nefndarinnar fyrir veturinn 2008 – 2009. Rökrætt um verkefni, tengsl við forvarnastefnu og þeim raðað í forgangsröð.

      Frestað til næsta fundar.

Ábendingagátt