Forvarnarnefnd

23. október 2008 kl. 07:00

í Mjósundi 10

Fundur 112

Ritari

  • Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0810247 – Forvarnadagurinn 2008

      Þann 6. nóvember er Forvarnardagurinn 2008 sem haldinn er að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við ýmsa aðila, s.s. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Samband íslenskra sveitafélaga, Háskólann í Reykjavík o.fl. %0D %0DEitt af markmiðum þessa dags er að virkja nemendur, skóla og samfélagið í heild í baráttunni gegn fíkniefnum. Eins og á síðasta ári verður staðið fyrir sérstakri dagskrá og verkefnavinnu í 9. bekkjum grunnskóla landsins. Dagurinn í ár verður haldinn fimmtudaginn 6. nóvember og verður dagskráin á svipuðum nótum og í fyrra þar sem áhersla er lögð á þrjú megin viðfangsefni:%0D• Samveru%0D• Íþrótta- og æskulýðsstarf%0D• Hvert ár skiptir máli – afleiðingar áfengisneyslu%0D%0DTilgangurinn er að fá fram sjónarmið unglinganna sjálfra, hlusta á skoðanir þeirra og reynslu og nýta þá vitneskju til góðra verka.%0D

      Hafnarfjarðarbær og sérstaklega grunnskólarnir taka fullan þátt í verkefninu.%0D%0DForvarnafulltrúa er falið að skoða í samstarfi við skóla og foreldrafélög möguleika á að tengja 10. bekkinn í Hafnarfirði betur við Forvarnadaginn.

    • 0810205 – Samfélagssjóður, styrkur

      Samfélagssjóður Alcan styrkir forvarnanefnd, lýðræðis- og jafnréttisnefnd og íþrótta- og tómstundanefnd vegna rannsóknar og verkefnaáætlunar er miðar að því að skoða aðgengi barna innflytjenda í íþrótta- og tómstundastarf í Hafnarfirði.%0D

      Samfélagssjóði er þakkað fyrir stuðninginn.

    • 0809116 – Foreldrarölt

      Haldin var fyrr í mánuðinum fundur með fulltrúum foreldrafélaga flestra grunnskóla bæjarins. Þar kom fram einhugur fundarmanna að stefna að því að hafa foreldrarölt í öllum skólahverfum bæjarins.

    • 0801172 – Forvarnanefnd, húsnæðismál

      Skoðaðir eru möguleikar á að flytja Gamla bókasafnið í annað húsnæði. Forvarnafulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins.

    • 0810257 – Hópamyndun í miðbæ

      Síðustu helgar hefur átt sér stað hópamyndun ungs fólks 14-17 ára í miðbæ Hafnarfjarðar eftir að útivistartíma lýkur.%0D%0DLögregla, foreldraröltið, ÍTH og Götuvitinn hafa unnið saman að því að breyta þessu ástandi.

      Forvarnanefnd leggur á það sérstaka áherslu að foreldrar og unglingar virði útivistartímann og hvetur alla aðila til að vinna saman að því að sporna gegn hópamyndun unglinga í miðbæ eftir að útivistartíma lýkur.

    • 0810290 – Starfsáætlun 2009

      Kynnt drög að starfsáætlun forvarnastarfsins, Gamla bókasafnsins og Músik og mótors vegna ársins 2009.

    • 0809308 – Jafnréttismál, skipan starfshóps

      Vegna rannsóknar á hlutfallslegri fækkun stúlkna í íþrótta- og æskulýðsstarfi í Hafnarfirði milli ára er búin til starfshópur. Starfshópnum er ætlað að standa fyrir rannsókn og gerð skýrslu um málið. Óskað er eftir fulltrúa forvarnanefndar í hópinn. %0D

      Forvarnanefnd skipar Helenu Mjöll formann forvarnanefndar sem fulltrúa forvarnanefndar í starfshópinn.

Ábendingagátt