Forvarnarnefnd

19. september 2007 kl. 17:00

í Mjósundi 10

Fundur 91

Ritari

  • Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi
  1. Kynningar

    • 0704191 – Lið Hafnarfjarðar, verkefnið

      Lögð fram til kynningar verkefnið Lið Hafnarfjarðar þar sem markmiðið er að efla enn frekar íþróttaiðkun barna.

      Nefndin óskar eftir því að fá einhvern úr liðinu með frekari kynningu.

    • 0709150 – Götuvitinn

      Logi Karlsson starfsmaður Götuvitans mætti á fund nefndarinnar og kynnti starfið. Götuvitinn er leitarstarf sem fer fram aðallega um helgar á kvöldin. Markmiðið er að leita að krökkum sem tilheyra áhættuhópi. Koma viðeigandi upplýsingum um hópa og einstaklinga milli aðila sem vinna með börnum og unglingum. Gott samstarf er við foreldrarölt grunnskólanna og styðja verkefnin hvort annað. Foreldraröltið getur kallað út Götuvitann ef þurfa þykir.%0DUnnið er með lögreglu að ýmsum verkefnum sem hafa það að markmiði að tryggja að vínveitingastaðir fylgi settum reglum.%0DUnnið er með framhaldsskólum í tengslum við skólaskemmtanir.

    Almenn erindi

    • 0709151 – Náum áttum - morgunverðarfundur

      Lagt fram fundarboð á morgunverðarfund Náum áttum hópsins sem fram fer á Grand hóteli 26. september. Yfirskrift fundarins er Foreldrahæfni, til hvers?

    • 0709152 – Unglingamóttaka Heilsugæslunnar Sólvangi

      Forvarnafulltrúa hafa borist upplýsingar frá unglingum og síðar staðfestar upplýsingar frá Heilsugæslunni um að frá júlímánuði hafi Unglingamóttakan við Sólvang verið lokuð.

      Forvarnanefnd lýsir yfir verulegum áhyggjum vegna lokunar Unglingamóttöku heilsugæslunnar í Hafnarfirði og telur að hún hafi fyrir löngu sannað gildi sitt.

    • 0709147 – Lifandi ráðgjöf - samstarf

      Lögð fram ósk Jónu Margrétar Ólafsdóttur fyrir hönd Lifandi Ráðgjafar þar sem óskað er eftir samstarfi við forvarnanefnd vegna fræðslu fyrir börn, ungmenni og foreldra um vímvarnir.

      Nefndin fagnar framtaki þessu og óskar eftir að fá frekari kynningu.

    • 0701174 – Sjálfbær þróun - sýning

      Forvarnafulltrúi kynnti væntanlega sýningu sem fram fer í Gamla bókasafninu.

      Fræðslusýning um sjálfbæra þróun verður opnuð laugardaginn 22. sept í Gamla bókasafninu Mjósundi 10 í Hafnarfirði. Sýningin er byggð á hugmyndum Jarðarsáttmálans, sem saminn var af nefnd skipaðri af Sameinuðu þjóðunum. Í nefndinni var venjulegt fólk frá öllum stigum þjóðfélagsins og öllum heimshornum sem lagði sitt af mörkum til þess að semja sáttmála sem byggir á þeim grundvallaratriðum sem einstaklingar, fyrirtæki og þjóðir þurfa að tileinka sér til að hægt sé að skapa heim sem byggir á sjálfbærri þróun, umhverfisvernd og félagslegu réttlæti. %0DLíkt og Mannréttindasáttmálinn og Barnasáttmálinn voru gerðir til að tryggja réttindi allra jarðarbúa er nú Jarðarsáttmálinn gerður með vernd jarðarinnar að leiðarljósi og um leið afkomu, réttlæti og velsæld allrar jarðarbúa. %0DAð sýningunni standa Umhverfisnefnd Hafnarfjarðar, Staðardagskrá 21, SGI á Íslandi og Gamla bókasafnið. Sýningin er öllum opin.

    • 0709154 – Spilakassar

      Drög að könnun um aðgengi ungmenna að spilakössum í Hafnarfirði lögð fram.

      Forvarnanefnd samþykkir aðferðina.

    • 0703082 – Jafnréttisstefna Hafnarfjarðarbæjar 2007-2011.

      Farið yfir drög að jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar 2007 – 2011.

      Forvarnanefnd telur stefnuna vera metnaðarfulla.%0D%0DForvarnafulltrúa falið að koma athugasemdum til skila.

Ábendingagátt