Forvarnarnefnd

24. október 2007 kl. 17:00

í Mjósundi 10

Fundur 93

Ritari

  • Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0709018 – Forvarnanefnd, kosning

      Á fundi bæjarstjórnar frá 2. okt. sl. var Hörður Svavarsson, Hólabraut 6, kosinn sem aðalmaður í forvarnanefnd.%0DÁ fundi bæjarstjórnar þann 16. okt. sl. var Silja Úlfarsdóttir, Sóleyjarhlíð 3, kosinn sem varamaður í forvarnanefnd%0D%0D %0D%0D %0D%0D

      Tillaga gerð um að Hörður Svavarsson verði valinn varaformaður.%0D%0DSamþykkt samhljóma af nefndarmönnum

    • 0710209 – Nýjir tímar, hvert stefnir

      Kynnt ráðstefna á vegum félagsmálastjóra.

    • 0709244 – Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, löggæsla í bæjarfélögum

      Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boðar fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar til upplýsingafundar þar sem farið verður yfir málefni sem tengjast samstarfi þessara aðila og reynsluna af sameiningu lögregluumdæmanna á höfuðborgarsvæðinu. Fundurinn fer fram í Gamla bókasafninu 31. október.

      Næsti fundur forvarnanefndar verður þessi fundur.

    • 0710249 – Frumvarp til laga um breytingu ýmissa lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks

      Frumvarpið lagt fram til kynningar.

      Frestað.

    Kynningar

    • 0710210 – Foreldrahús, samstarf við Hafnarfjarðarbæ

      Forvarnafulltrúi kynnti samstarf Hafnarfjarðarbæjar við Foreldrahús/Vímulausa æsku.%0D%0DÞessir aðilar standa fyrir sjálfstyrkingarnámskeiðum í Gamla bókasafninu í samstarfi við námsráðgjafa grunnskólanna. Í Gamla bókasafninu er útibú frá Foreldrahúsinu með skrifstofu og fundaraðstöðu. Percy Stefánsson ráðgjafi starfar einu sinni í viku á mánudögum frá 12:00-15:00 í Gamla bókasafninu á vegum Foreldrahúss. Hann veitir foreldrum barna í vímuefnaneyslu ráðgjöf og stuðning. Hægt er að panta viðtal í síma 581 1799 og fá þar nánari upplýsingar, einnig í vimulaus@vimulaus.is.

    • 0708052 – Hjólabretti, aðstaða

      Til fundarins kom Margrét Gauja Magnúsdóttir og Jón Páll Hallgrímsson úr starfshópi um bætta hjólabrettaaðstöðu í Hafnarfirði og kynnti meginniðurstöður starfshópsins.

      Forvarnanefnd fagnar hugmyndum hópsins og telur hugmyndirnar falla vel að forvarnastefnu Hafnarfjarðar.

Ábendingagátt