Forvarnarnefnd

31. október 2007 kl. 15:00

í Mjósundi 10

Fundur 94

Ritari

  • Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0709244 – Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, löggæsla í bæjarfélögum

      Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boðar í hverju umdæmi sínu sveitarstjórnar- og embættismenn til fundar um samstarf milli sveitarfélaga og lögreglu, forvarnaáherslur lögreglunnar og svo um þann árangur sem náðst hefur vegna sameiningar lögreglunnar.

      Til fundarins mættu helstu stjórnendur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og þeir sem stýra umdæmi 2 sem er umdæmið í Hafnarfirði. Af hálfu Hafnarfjarðarbæjar voru helstu stjórnmálamenn og embættismenn sem tengjast starfi með lögreglu.%0DHörður Jóhannesson aðstoðaryfirlögregluþjónn byrjaði að fara yfir þau meginmarkmið sem lögreglan setti við sameiningu embættanna á höfuðborgarsvæðinu sem eiga að hafa það sameiginlegt að auka öryggi borgaranna. Þau eru aukin sýnileg löggæsla, hverfastarfsemi og markvissari eftirfylgni mála/rannsókna.%0DSævar Guðmundsson umdæmisstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði fór yfir upplýsingar um tíðni afbrota í sveitarfélaginu. Samkvæmt tölfræðinni eru hegningalagabrot í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði færri á hvern íbúa en í öðrum umdæmum höfuðborgarsvæðisins. Þessu er aðallaga þakkað hinu svokallaða “hafnfirska módeli” sem snýst að hluta til um að auka allt samráð við aðila innan sveitarfélagsins og góða samvinnu við íbúa og stofnanir Hafnarfjarðar.%0DKristján Guðnasson aðstoðaryfirlögregluþjónn umferðardeildar fór yfir umferðalagabrot í sveitarfélaginu. Hringtorg hafa ekki beint fækkað slysum en sannarlega hefur alvarlegum slysum og árekstrum fækkað umtalsvert við það að breta hefðbundnum vegamótum í hringtorg. Kristján sagði lögregluna í auknu mæli rannsaka hraða og greina gögn til að nýta í forvarnaskyni til að fækka brotum. Þessi gögn geta sveitarfélög nýtt sér vegna gatnagerðamála.%0DHelgi Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður í Hafnarfirði fræddi gesti um Sáttaleiðina. Þar hittast þolandi og gerandi afbrota undir handleiðslu lögreglu og gera upp málin á eigin forsendum. Þessi aðferð er talin hafa mikið forvarnagildi.%0DÁ heimasíðu lögreglunna; www.logreglan.is er hægt að gerast áskrifandi að fréttum og kynnast þannig betur því sem er að gerast hjá lögreglunni.%0DAðilar ræddu um kosti og galla þess að vinna með börnum og unglingum sem hafa áhuga á að “graffa” eða spreyja listaverk í undirgöngum Hafnarfjarðarbæjar.%0DAð lokum lagði Hörður Jóhannesson á það áherslu að lögreglan væri með opnar dyr gagnvart öllu samstarfi og minntist á möguleika á sameiginlegum íbúafundi Hafnarfjarðarbæjar og lögreglu.

Ábendingagátt