Forvarnarnefnd

15. nóvember 2007 kl. 17:00

í Mjósundi 10

Fundur 95

Ritari

  • Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0711032 – Hagir og líðan barna í Hafnarfirði. Rannsókn meðal nemenda í 5., 6. og 7. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar árið 2007

      Lögð fram til kynningar rannsókn frá Rannsóknum og greiningu.

      Í rannsókninni koma fram upplýsingar sem ekki hafa legið fyrir áður um börn í 5. – 7. bekk.%0D%0DForvarnanefnd mun nýta sér skýrsluna til stefnumótunar og þróun verkefna. Forvarnafulltrúa er falið að senda samstarfsaðilum könnunina og hvetja þá sem tengjast nemendum í 5. – 7. bekk að nýta sér niðurstöður hennar.

    • 0710243 – Íþrótta- og æskulýðsstarf barna af erlendu bergi, rannsókn

      Formaður ÍTH, Margrét Gauja Magnúsdóttir, mætti á fundinn og gerði grein fyrir hugmynd sem miðar að því að rannsaka hvort börn að erlendu bergi brotnu stundi íþrótta- og æskulýðsstarf í sveitarfélaginu. Rannsóknin á að varpa ljósi á stöðuna og leita leiða til að skoða leiðir til úrbóta, ef þess er þörf.

      Forvarnanefnd telur verkefnið vera afar þarft og tengjast fjölmörgum aðilum hjá Hafnarfjarðarbæ. Forvarnafulltrúa falið að vinna með Margréti að þróun verkefnisins.

    • 0704191 – Lið Hafnarfjarðar, verkefnið

      Silja Úlfarsdóttir, einn af forsvarsmönnum verkefnisins gerði grein fyrir verkefninu.

      Hún sagði frá aðdraganda verkefnisins, minnkandi þol krakka, minni hreyfingu og óhollt mataræði. Hún fékk til liðs við sig hóp ungt hafnfirskt afreksfólk í íþróttum sem eru jákvæðar fyrirmyndir barna. Þau ætla að vinna að því að hvetja börnin til þátttöku í íþróttastarfi og auka upplýsingaflæði frá afreksmönnunum til barnanna s.s. í gegnum netið og kynningum. Verkefnið hefur fjölmörg góð markmið sem öll miða að því að auka hreyfingu barna og heilbrigðan lífstíl.%0D%0DForvarnanefnd telur verkefnið afar metnaðarfullt og hvetur Lið Hafnarfjarðar til áframhaldandi dáða.

    • 0710249 – Sala áfengis og tóbaks, frumvarp til laga

      Frumvarpið var lagt fram til kynningar á síðasta fundi nefndarinnar.

      %0D%0DForvarnarnefnd Hafnarfjarðar leggst eindregið gegn frumvarpi til laga um sölu áfengis í matvörubúðum. Gögn frá Lýðheilsustöð benda ótvírætt til þess að sala áfengis í matvörubúðum sé mikið óheillaspor. Landlæknir hefur lagst gegn frumvarpinu og fyrirliggjandi upplýsingar frá SÁÁ eru samhljóða. Reynsla annarra þjóða, eins og Finna og Breta af því að auka aðgengi að áfengi er hörmuleg. Nú er unnið að því í þessum löndum að snúa við blaðinu.%0D%0DForvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar er eini aðilinn á Íslandi sem reglulega hefur athugað hvort unglingar undir aldri fái keypt tóbak í verslunum. Niðurstöður þeirra rannsókna benda til þess að um þriðjungur ungmenna sem ekki eiga að fá keypt tóbak geti verslað það í búðum hér. Bandarísk rannsókn hefur leitt í ljós að auðveldara er fyrir fólk undir lögaldri að fá keypt áfengi í matvöruverslunum og stórmörkuðum en sérstökum áfengisverslunum. Ætla má að svipað verði uppi á teningnum hér.%0D%0DForvarnarnefnd Hafnarfjarðar skorar á Bæjarstjórn að samþykkja samhljóða eftirfarandi bókun Fjölskylduráðs:%0D“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mælir eindregið gegn því að frumvarp til laga um sölu áfengis og tóbaks (sala léttvíns og bjórs), 6. þingmál, verði samþykkt. Reynsla annarra þjóða af auknu aðgengi að áfengi með afnámi einkasölu sýnir aukna neyslu, ekki síst meðal ungmenna og þar af leiðandi mikla fjölgun félagslegra og heilsufarslegra vandamála. Þetta frumvarp stefnir því í þveröfuga átt eftir að náðst hefur mikilvægur árangur í forvörnum gegn notkun áfengis og annarra vímuefna, með markvissri vinnu í Hafnarfirði og víðar. Einnig er vakin athygli á að ekki hefur verið leitað formlegrar umsagnar þeirra aðila sem skv. frumvarpinu munu bera ábyrgð á framkvæmdinni.”%0D%0DÍ Hafnarfirði hefur náðst góður árangur í forvarnarmálum og heilsueflingu með víðtæku samstarfi fjölmargra aðila. Eftir þessum árangri hefur verið tekið víða um land og hugmyndafræði okkar er fyrirmynd margra annarra á þessu sviði. Þessum góða árangri verður stefnt í voða ef sala vímuefna verður færð inn í matvörubúðir. Áfengi er engin venjuleg neysluvara.%0D

    • 0711070 – Lögreglan hegningarlagabrot

      Tekin fyrir bókun Fjölskylduráðs 7. nóv. sl. “Fjölskylduráð beinir því til íþrótta- og tómstundanefndar og forvarnarnefndar að þær taki sameiginlega til umfjöllunar þær upplýsingar sem fram komu hjá forvarnarfulltrúa varðandi notkun íþróttamannvirkja til skemmtanahalds. Samráð verði haft við bæjarlögmann.”%0DFulltrúar ÍTH, Margrét Gauja Magnúsdóttir formaður og Ingvar Jónsson íþróttafulltrúi mættu til fundarins og funduðu með nefndinni um málið.

      Forvarnafulltrúi kynnti þá gagnrýni sem fram hefur komið á skemmtanahald í íþróttamannvirkjum.%0D%0DTillaga fundarins er því að:%0DVínveitingaleyfi í íþróttamannvirkjum er aðeins veitt vegna árshátíðar eða skemmtana eigenda mannvirkjanna og vegna leigu þeirra til lokaðra einkasamkvæma. %0DEinnig árétta nefndirnar að á þessum lokuðu samkvæmum og skemmtunum skuli farið eftir lögum og reglum er varða aldur gesta, tóbaksvarnir og öryggismála.%0DÍþróttafulltrúa og forvarnafulltrúa er falið að ræða við bæjarlögmann og forsvarsmenn íþróttamannvirkjanna.%0D%0D

Ábendingagátt