Forvarnarnefnd

28. nóvember 2007 kl. 17:15

í Mjósundi 10

Fundur 96

Ritari

  • Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0711071 – Samráðsfundur 2007

      Forvarnafulltrúi greindi frá samráðsfundi formanna og fulltrúum foreldrafélaganna, lögreglunnar og fulltrúa frá Hafnarfjarðarbæ. Fram kom á fundinum að foreldrafélög starfa mikið að forvarnaverkefnum og það helsta, foreldraröltið, er komið af stað í flestum skólum og aðrir skólar munu hefja slíkt starf á næstunni. %0DGötuvitinn kynnti starf sitt og starfar nú í nánu samstarfi við foreldraröltið.%0DLögreglan segir ástandið í Hafnarfirði vera með ágætum og þakkar öflugu starfi foreldrafélaganna. Lögreglan mun halda áfram að miðla upplýsingum og taka þátt í forvarnasamstarfsverkefnum með foreldrafélögum og Hafnarfjarðarbæ.%0DAllir aðilar fundsins ákváðu að taka þátt í áramótaátaki sem hefur það að markmiði að hvetja fjölskyldur til að eyða áramótunum saman.

      Forvarnanefnd lýsir ánægju sinni með samstarfið og sérstaklega með hver foreldraröltið er öflugt.

    • 0708232 – Graffíti

      Til fundarins kom Ólafur Stefánsson forstöðumaður Setursins. Ólafur kynnti verkefnið og taldi það vera afar jákvætt forvarnaverkefni. Hingað til hefur ungt fólk verið að spreyja bæði listaverk og skemmdarverk í skjóli nætur en nú á að gefa þeim sem vilja tækifæri á að spreyja nokkur undirgöng í Hafnarfirði. Þau þurfa að fá leyfi og stendur til að leiðbeina þeim þannig að verkefnið fari í jákvæðan farveg. Með þessari snertingu næst tækifæri til að breyta ólöglegri iðju í skipulagt æskulýðsstarf. Starfshópur er að vinna við að móta verkefnið.%0DHaldin hafa verið námskeið þar sem þeim er kennd rétt vinnubrögð og fjallað um öryggisatriði. Lögreglan í Hafnarfirði hefur lagt námskeiðunum lið með fræðslu um lagalegu hliðina.%0D

      Forvarnanefnd styður verkefnið á allan hátt og telur það ýta undir fjölbreyttara framboð á tómstundum fyrir börn og unglinga.

    • 0711032 – Hagir og líðan barna í Hafnarfirði í 5.-7. bekk, rannsókn 2007

      Forvarnafulltrúi fór yfir nokkra þætti varðandi rannsóknina sem Rannsókn og greining gerði fyrir Hafnarfjarðarbæ.

      Forvarnanefnd óskar eftir því að fá hluta af upplýsingunum úr rannsókninni skipt niður á skólahverfi.

    • 0711199 – Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum - menntun fagstétta.

      Kynntur hádegisverðarfundur sem fram fer miðvikudaginn 5. desember á vegum Barnaheilla. Þar verður kynnt úttekt á því hvernig starfsstéttir sem vinna með börnum eru búnir undir það að takast á við mál tengd kynferðislegu ofbeldi.

    Umsóknir

    • 0711172 – Áramótaátak foreldrafélaga, lögreglu, framhaldsskóla og Hafnarfjarðarbæjar

      Forvarnafulltrúi kynnti drög að forvarnaátaki um áramót þar sem foreldrafélög, skólar, lögregla, bæjarstjóri, ÍTH, félagsmiðstöðvar og fleiri aðilar er tengjast börnum og unglingum taka þátt í.%0DUnnin verða fjölmörg verkefni sem hafa það að markmiði að koma skýrum skilaboðum til fjölskyldna um að eyða sem mestum tíma saman um hátíðarnar og sérstaklega um áramótin. Hringt verður í foreldra, þeir fá bréf, kveðja bæjarstjórnar verður í þessum anda, lögreglan sendir svipuð skilaboð og reynt verður að koma þessum boðskap til sem flestra eftir margvíslegum leiðum.

      Forvarnanefnd styður verkefnið og felur forvarnfulltrúa að taka virkan þátt í framkvæmd þess.%0DForvarnanefnd hvetur einnig aðila sem vinna með börnum í frítíma þeirra til að leita leiða til að tryggja að nægt framboð sé af uppbyggilegu íþrótta- og tómstundastarfi í kringum hátíðarnar. Þátttaka í slíku starfi hefur jákvætt gildi og reynslan hefur sýnt að stundum skapast tóm í kringum hátíðarnar þar sem unglingar hafa fátt uppbyggilegt við tímann að gera.

Ábendingagátt