Forvarnarnefnd

12. janúar 2008 kl. 09:00

í Mjósundi 10

Fundur 98

Ritari

  • Geir Bjarnason forvarnafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0711172 – Áramótaátak foreldrafélaga, lögreglu, framhaldsskóla og Hafnarfjarðarbæjar

      Forvarnafulltrúi fór yfir hvernig áramótaátakið heppnaðist. Lögregla hafði í kringum Gamlársnóttu örfá afskipti af ungu fólki og taldi áramótin vera með besta móti. Götuvitinn, útideild, varð lítið vör ungt fólk um nóttina. %0DForeldrafélög og aðilar sem starfa með börnum og unglingum í Hafnarfirði stóðu saman að fjölbreyttu átaki þar sem reynt var að fá fjölskyldur til að eyða áramótunum saman og tryggja það að stofnanir bæjarins bjóði upp á tómstundir í frítíma barnanna þrátt fyrir að skólastarf liggi niðri. %0D%0D

      Forvarnanefnd vill þakka öllum þeim sem lögðu átakinu lið fyrir framlagið og sérstaklega ber að þakka foreldrum og unglingum fyrir framlag þeirra. Knattspyrnufélaginu Haukum er sérstaklega þakkað fyrir góða framkvæmd við Þrettándabrennuna.%0D

    • 0711032 – Hagir og líðan barna í Hafnarfirði í 5.-7. bekk, rannsókn 2007

      Sameiginlegur fræðslufundur fjölskyldsviðs og fræðslusviðs verður í Menntasetrinu við Lækinn föstudaginn 18. janúar þar sem fulltrúi frá Rannsóknum og greiningu kynnir helstu niðurstöður.

    • 0712104 – Kostnaðaryfirlit verkefna forvarnanefndar fyrir árið 2007

      Farið var yfir helstu kostnaðarliði vegna verkefna forvarnanefndar á árinu 2007.

    • 0801167 – Aðgerðaáætlun forvarnanefndar 2008

      Forvarnanefnd hefur sett sér aðgerðaáætlun fyrir ár hvert. Þar er verkefnum raðað í forgangsröð. Aðgerðaáætlunin er lifandi áætlun og tekur breytingum á hverju ári enda er reynt að bregðast við því sem kemur upp hverju sinni.

    • 0801172 – Húsnæðismál verkefna forvarnanefndar

      Forvarnafulltrúi rakti húsnæðismál Gamla bókasafnsins, Dverg, Drift og Músik og Mótors.%0D

      Ófremdarástand blasir við í húsnæðismálum þeirra hópa sem nýta sér þjónustu á vegum forvarnanefndar. Nauðsynlegt er að klára sem fyrst aðstöðu fyrir unglingahljómsveitir og huga að framtíðarlausnum fyrir Mótorhúsið og Gamla bókasafnið.

    • 0801143 – Þjóðarátak Svavars Sigurðssonar

      Lögð fram beiðni Þjóðarátaks Svavars Sigurðssonar um styrk frá Hafnarfjarðarbæ vegna forvarnaverkefna og kaup á búnaði til að efla tollgæslu við Ísland.

      Forvarnanefnd óskar eftir því að fá nánari upplýsingar um starfsemina og ársreikninga Þjóðarátaksins.

    • 0711139 – Starfsmannamál

      Fjölskylduráð gekk þann 9. janúar frá skipan stjórnenda og verkefna sem tengjast æskulýðs- og forvarnamálum. Forvarnafulltrúi hefur nú formlega yfirumsjón með Götuvitanum og Músik og mótor.

Ábendingagátt