Forvarnarnefnd

28. janúar 2008 kl. 17:15

í Mjósundi 10

Fundur 99

Ritari

  • Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0801172 – Forvarnanefnd, húsnæðismál

      Á síðast fundi nefndarinnar var bókað vegna húsnæðismála. %0D%0DÁ fundi Fjölskylduráðs Hafnarfjarðar, þ. 23. jan. sl., var eftirfarandi samþykkt gerð:%0D%0DFjölskylduráð samþykkir að beina því til framkvæmdaráðs að húsnæðismál sem heyra undir forvarnarfulltrúa verði tekin til heildarskoðunar í samvinnu við fjölskylduráð.%0D

      Forvarnafulltrúi fór yfir stöðu mála.

    • 0801334 – Litli hópur, í Hraunvallaskólahverfi

      Samráðshópurinn Litli hópur hefur verið vettvangur samráðs og samstarfs vegna unglingamála í Hafnarfirði.%0DNú er stefnt að því að stofna slíkan hóp í Hraunvallaskólahverfi. Hverfið stækkar ört og starfshættir ómótaðir og viðeigandi aðilar tilbúnir til að taka þátt. Því munu fulltrúar þeirra sem tengjast börnum og unglingum í hverfinu byrja að hittast og fjalla um og miðla upplýsingum um málefni barna og unglinga í hverfinu. Markmiðið er að auka upplýsingaflæði, búa til fyrirbyggjandi úrræði og tryggja gott samstarf allra aðila sem tengjast börnum og unglingum.

      Forvarnanefnd fagnar þessu framtaki.

    • 0801338 – SAMAN-hópurinn, styrkumsókn

      SAMAN-hópurinn sem er þverfaglegur forvarnahópur sveitafélaga, stofnana og félagasamtaka um land allt sækir um styrk til forvarnanefndarinnar. %0DAllt efni sem hópurinn notar í forvarnaskyni er öllum sveitarfélögum frjálst að nota endurgjaldslaust og allar tekjur SAMAN-hópsins renna beint í verkefnin sjálf.%0D%0DFyrir liggur yfirlit yfir starfsemi og rekstur hópsins fyrir árið 2007.

      Samþykkt að styrkja þetta framtak um 120.000 kr.%0D

    • 0801349 – SÁÁ, kynning

      Til fundarins mætti Hörður Oddfríðarson dagsskrárstjóri hjá SÁÁ og kynnti fyrir nefndarmönnum áherslur varðandi ungt fólk í starfseminni hjá SÁÁ.%0DMeðferð fyrir ungt fólk hefur orðið styttri með árunum og orðið sérhæfðari en áður og reynt er að auka þátt eftirmeðferðar og stuðning að lokinni meðferð.%0D%0DStuðning þarf að auka við krakka sem koma úr meðferð 25 ára og yngri, viðtöl og hópvinnu. Hér er verið að tala um 3 stigs forvörn fyrir þá sem lent hafa í vanda. SÁÁ hefur þróað verkefni sem miðar að því að veita viðtalsþjónustu, almennan stuðningshópi og foreldrafræðsla fyrir skjólstæðinga út í sveitarfélögum. Þar er hópurinn jafnvel óháður aldri og hefur gefist ágætlega að mestu leiti.%0D%0DForvarnanefnd og öðrum samstarfsaðilum er boðið að heimsækja Vog og fá kynningu á starfseminni. %0D

      Forvarnafulltrúa er falið að skoða frekar möguleika á samningi um þjónustu þar sem ungu fólki í Hafnarfirði sem lent hefur í vímuefnavanda er gefin kostur á frekari stuðning og eftirmeðferð.

Ábendingagátt