Fræðsluráð

4. júní 2007 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 137

Ritari

  • Magnús Baldursson fræðslustjóri
  1. Almenn erindi

    • 0702200 – Frístundaheimili/tómstundaskóli

      Lögð fram skýrslan: %0DTilraunaverkefni um þróun á starfi frístundaheimila Hraunvallaskóla og Hvaleyrarskóla unnin af stýrihópi verkefnisins 22. maí 2007.%0DVegna þessa liðar mætti Ellert Baldur Magnússon, verkefnisstjóri og Hjördís Guðbjörnsdóttir fulltrúi fræðslusviðs í stýrihópi og kynntu starfsemina í vetur og hugmyndir og tillögur um framhald.

      Fræðsluráð þakkar kynninguna. Jafnframt þakkar fræðsluráð stýrihópi fyrir vel heppnað tilraunastarf og tekur undir hugmyndir um framhald í samræmi við kynntar hugmyndir og umræður á fundinum.%0D%0DAldís Yngvadóttir vék af fundi kl. 8:45

    • 0704184 – Áslandsskóli, íþróttahús

      Lagt fram minnisblað vegna íþróttahúss við Áslandsskóla ásamt fylgigögnum.

      Fræðsluráð tekur undir þær hugmyndir sem fram koma í framlögðu minnisblaði, enda í samræmi við þá stefnu fræðluráðs að til staðar sé aðstaða til íþróttakennslu við alla grunnskóla þar sem því verður við komið.

    • 0705306 – Nýbúar í grunnskólum - móttökuferli

      Lagðar fram upplýsingar um mótttökukferli nýbúa í grunnskóla.

      Fræðsluráð tekur undir tillögu ráðgjafar- og þróunarfulltrúa og beinir því til Skólaskrifstofu að hún verði útfærð í samráði við skólastjórnendur.

    • 0702207 – Lýðheilsuverkefnið "Allt hefur áhrif einkum við sjálf"

      Drög starfshóps um verkefnið lögð fram til umsagnar fræðsluráðs.

      Ábendingar berist fyrir næsta fund fræðsluráðs.

    • 0705160 – Hraunvallaskóli, fjölgun leikskóladeilda

      Lagt fram samrit af bréfi til bæjarsjóra, dags. 22. maí 2007 frá fundi kennara og starfsmanna grunnskóladeildar Hraunvallaskóla.

      Fræðsluráð felur formanni og fræðslusviði að vinna áfram að lausn málsins.

    • 0705302 – Foreldrakönnun í leikskólum

      Þróunarfulltrúi grunnskóla kynnti helstu niðurstöður foreldrakönnunar í leikskólum Hafnarfjarðar.%0D

      Fræðsluráð beinir því til leikskólastjóra að vinna með niðurstöðurnar í samstarfi við foreldrafélög leikskólanna.

Ábendingagátt