Fræðsluráð

18. júní 2007 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 138

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir fulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0706123 – Vímuefnarannsókn

      Vegna þessa liðar mætti Geir Bjarnason, forvarnarfulltrúi og kynnti helstu niðurstöður árlegrar rannsóknar á vímuefnanotkun 8. – 10. bekkinga í Hafnarfirði frá þessu vori.

      Geir þakkað fyrir kynninguna.

    • 0706244 – Þróunarstyrkur

      Lögð fram umsókn frá Hvaleyrarskóla um þróunarstyrk vegna verkefnisins “Heilsuskólinn Hvaleyrarskóli”.%0DUmsóknin uppfyllir skilyrði til styrkveitingar og hefur verið samþykkt af Skólaskrifstofu.

      Fræðsluráð styður þessa umsókn.

    • 0706254 – Samræmd próf

      Lagðar fram niðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar frá þessu skólaári.%0DÞróunarfulltrúi grunnskóla fór yfir niðurstöðurnar.

    • 0706258 – Deild fyrir einhverfa

      Ráðgjafar- og þróunarfulltrúi kynnti tillögu að stofnun deildar fyrir einhverfa nemendur við Setbergsskóla frá næsta hausti.

      Fræðsluráð samþykkir að komið verði á fót deild fyrir einhverfa við Setbergsskóla. Unnið verði samkvæmt áætlun og mynnisblaði sem lagt var fram á fundinum.

    • 0706257 – Hraunvallaskóli - breytingar á lóð

      Lagt fram bréf frá skólastjóra Hraunvallaskóla þar sem óskað er eftir breytingum á lóð skólans. Jafnframt er óskað eftir uppsetningu á vegg í myndmenntastofu.%0D%0D%0D

      Fræðsluráð tekur undir óskir skólastjóra og vísar erindinu til framkvæmdasviðs til úrvinnslu.

    • 0705160 – Hraunvallaskóli, fjölgun leikskóladeilda

      Formaður greindi frá niðurstöðu málsins.%0DLagt fram minnisblað frá Sigurði Haraldssyni, forstöðumanni Fasteignafélagsins vegna tveggja funda sem haldnir voru í Hraunvallaskóla.%0D%0DVegna þessa liðar mætti Ágústa Bárðardóttir, rekstrarsjóri Hraunvallaskóla til fundarins.

    • 0702207 – Lýðheilsuverkefnið "Allt hefur áhrif einkum við sjálf"

      Umsögn (frá síðasta fundi)

      Umræða um Lýðheilsuverkefnið “Allt hefur áhrif einkum við sjálf”.%0DFram komu ábendingar frá ráðsmönnum sem fræðslusviðið mun áframsenda til stýrihóps verkefnisins.

    • 0706245 – Hvatning/framþróun í skólastarfi

      Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu:%0D”Fræðsluráð samþykkir að fela fræðslusviði að hefja undirbúning að veitingu viðurkenninga fyrir hvatningu/framþróun í skólastarfi bæjarins frá og með næsta skólaári.”

      Tillagan samþykkt einróma.

    • SB060858 – Vellir 7.áf. - deiliskipulagsvinna

      Lögð fram tillaga að umsögn fræðslusviðs um drög að greinargerð með deiliskipulagi á Völlum 7.%0DDrögin voru send frá skipulags- og byggingaráði til umsagnar fræðsluráðs.

      Fræðsluráð leggur til að gert verði ráð fyrir sex deilda leikskóla í hverfinu. Hann geti verið á einni eða tveimur hæðum og byggingareitur hafður vel rúmur. Þá verði gert ráð fyrir 45-50 bílastæðum á lóðinni.%0DFræðsluráð tekur undir umsögn fræðslusvsiðs.%0D%0DÁheyrnarfulltrúar vegna grunnskóla viku af fundi kl. 10:15.

    • 0706243 – Forystuskóli

      Lögð fram umsókn leikskólans Kató um að gerast forystuskóli í “Samkennslu”.%0DUmsóknin uppfyllir öll skilyrði og hefur verið samþykkt af Skólaskrifstofu.

      Fræðsluráð staðfestir umsókn leikskólans Kató um að gerast forystuskóli í samkennslu.

    • 0706241 – Víðivellir - aðstoðarleikskólastjóri

      Lagðar fram umsóknir um stöðu aðstoðarleikskólastjóra á Víðivöllum. Eftirtaldir sækja um stöðuna: Emilía Kristjánsdóttir og Eva Ásgeirsdóttir. Leikskólastjóri leggur til að Eva Ásgeirsdóttir verði ráðin og tekur sviðsstjóri undir tillöguna.

      Fræðsluráð tekur undir tillöguna.%0D%0D%0DÁheyrnarfulltrúar vegna leikskóla viku af fundi kl. 10:25

Ábendingagátt