Fræðsluráð

25. júní 2007 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 139

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir fulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0702368 – Hamranes/Vellir grunn- og tónlistarskóli

      Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um mótun nýs grunn- og tónlistarskóla í Hafnarfirði (Hamranesi).

    • 0703023 – Öldutúnsskóli

      Lagt fram bréf dags. 19. júní frá skólastjóra Öldutúnsskóla varðandi lóð og húsbyggingar við skólann.

      Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og beinir því til framkvæmdaráðs að skoðaðar verði þær hugmyndir og útfærslur sem fram komu í erindi skólastjóra.%0D%0D%0DÁsta Stefanía, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara þakkar fyrir samstarfið. %0D%0DFormaður þakkar samstarfið í vetur og óskar áheyrnarfulltrúm grunnskóla gleðilegs sumars.%0D%0DÁheyrnarfulltrúar vegna grunnskóla viku af fundi kl. 9:05

    • 0705293 – Félagsstofnun stúdenta, rekstrarstyrkir fyrir börn í leikskólum

      Lagt fram bréf dags. 25. maí frá Félagsstofnun stúdenta varðandi rekstrarstyrki fyrir börn í leikskólum stúdenta.%0DJafnframt lagður fram samanburður á niðurgreiðslum sveitarfélaga með börnum sem vistuð eru á leikskólum utan síns lögheimilissveitarfélags

      Fræðsluráð leggur til að niðurgreiðslur vegna dvalar barna í leikskólum sem ekki eru reknir af Hafnarfjarðarbæ verði sem hér segir:%0D1. Almenn niðurgreiðsla verði 6.700 kr./klst/dag. (er 5.600)%0D2. Niðurgreiðsla vegna barna þar sem annað foreldri er í námi verði 7.500 kr./klst/mán (er nú 6.800)%0D3. Niðurgreiðsla vegna barna einstæðra foreldra eða þar sem foreldrar eru báðir í námi verði 8.200 kr./klst/mán ( er nú 6.800kr.)%0D%0DBreytingin taki gildi frá og með 1. ágúst 2007.%0D%0DFormaður þakkar samstarfið í vetur og óskar áheyrnarfulltrúum leikskóla gleðilegs sumars.%0D%0D%0DÁheyrnarfulltrúar vegna leikskóla viku af fundi kl. 9:15

Ábendingagátt