Fræðsluráð

27. ágúst 2007 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 141

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir fulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0708147 – Fjöldi nemenda og bekkjardeilda í grunnskólum Hafnarfjarðar haust 2007

      Lögð fram tafla sem sýnir fjölda nemenda og bekkjardeilda í grunnskólum Hafnarfjarðar í upphafi skólaárs.

      Fjöldi nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar eru í byrjun skólaárs 3.760 og hefur fjölgað um 82 frá fyrra ári. Fæst eru þau í Engidalsskóla 264 en flest í Setbergsskóla 588.

    • 0708152 – Staðan í ráðningarmálum í grunnskólum í byrjun skólaársins 2007-2008

      Lögð fram samantekt á þeim stöðugildum sem óráðið er í þann 23. ágúst.%0D%0D%0D

    • 0708153 – Reglur varðandi styrkveitingar fræðsluráðs

      Lögð fram drög að reglum um styrkveitingar fræðsluráðs.

      Afgreiðslu frestað milli funda.

    • 0708155 – Skólamálaþing sambands íslenskra sveitarfélaga 23. nóvember 2007

      Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er að skólamálaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verði haldið öðru sinni föstudaginn 23. nóvember nk. á Hótel Nordica.%0DNánari upplýsingar verða sendar út fljótlega.

    • 0708148 – Umsókn um styrk

      Lagt fram bréf, dags. 22. ágúst 2007 frá ritnefnd Talfræðingsins þar sem farið er fram á að fræðsluráð styrki útgáfu blaðsins með því að kaupa eintak fyrir alla leik- og grunnskóla bæjarins.

      Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið.

    • 0708156 – 100 ára kaupstaðarafmæli Hafnarfjarðar 2008 - þátttaka skólastofnana

      Þann 1. júní 2008 á Hafnarfjarðarbær 100 ára kaupstaðarafmæli. Tímamótanna verður minnst með margvíslegum hætti á afmælisárinu. Haldin verður vegleg hátíð í kingum afmælisdaginn en jafnframt verður allt árið ein samfelld afmælishátíð með fjöldanum öllum af uppákomum og viðburðum. Fræðsluráð leitar liðsinnis allra þeirra stofnana sem starfa á fræðslusviði og fer þess á leit við skólastofnanir bæjarins að unnar verði og lagðar fram hugmyndir og tillögur um þátttöku skólanna í að minnast þessara merku tímamóta.

      %0D%0DÁheyrnarfulltrúar vegna grunnskóla viku af fundi %0Dkl. 9:10

    • 0708149 – Smáralundur

      Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fræðslusviðs, dags. 23. ágúst 2007 um stöðu mála á Smáralundi vegna viðhaldsverkefna þar.

      Fræðsluráð tekur undir minnisblað sviðsstjóra. Fræðsluráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur að stækkun leikskólans Smáralundar um eina til tvær deildir og vísar málinu til framkvæmdaráðs.

    • 0708151 – Staðan í ráðningarmálum í leikskólum í byrjun skólaársins 2007-2008

      Lögð fram samantekt á fjölda stöðugilda sem óráðið er í þann 24. ágúst.

    • 0708169 – Launamál leikskólakennara TV-einingar

      Í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar var gert ráð fyrir fjármagni vegna ákvæða í kjarasamningi leikskólakennara um greiðslur vegna tímabundinnar vinnu (TV- einingar) %0D%0DÍ febrúar sl. voru samþykktar meðfylgjandi reglur um framkvæmd Hafnarfjarðarbæjar á þessu ákvæði um tímabundin viðbótarlaun. %0D%0DFyrstu umsóknir voru afgreiddar í apríl og nú eru umsóknir farnar að berast að nýju.%0D%0D

      Fræðsluráð leggur fram eftirfarandi tillögu:%0D%0DÍ Hafnarfirði hafa heimildir til greiðslu vegna TV eininga eingöngu verið nýttar vegna verkefna og hæfni. Í ljósi markaðs- og samkeppnisaðstæðna samþykkir fræðsluráð að beina því til fræðslusviðs í samvinnu við starfsmannastjóra að móta reglur þar að lútandi. %0DÁ grundvelli slíkra reglna verði skólastjórnendum gert kleift að sækja um viðbótargreiðslur til þess að gera starfsfólki kleift að starfa undir því aukna álagi sem myndast vegna skorts á starfsfólki.%0D %0D%0D%0D%0D%0DAldís Yngvadóttir vék af fundi kl. 10:00%0D%0DSigurborg Kristjánsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla lagði fram mastersverkefni sitt “Svona gerum við” innleiðing á PMT-verkfærum með starfendarannsókn í leikskóla. Sigurborg mun kynna verkefnið í september.%0D%0D%0D%0D%0DÁheyrnarfulltrúar vegna leikskóla viku af fundi %0Dkl. 10:10

    • 0708150 – Mímir símenntun

      Lagt fram bréf,dags. 17. ágúst 2007 frá Málaskólanum Mími varðandi verð á námskeiðum í íslensku fyrir útlendinga.

      Fræðsluráð felur fræðslustjóra að vinna drög að samkomulagi við Mími símenntun vegna íslenskukennslu fyrir útlendinga.

Ábendingagátt