Fræðsluráð

8. október 2007 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 144

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir fulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0708155 – Skólamálaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 30. nóvember 2007

      Skólamálaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið er á Hótel Nordica færist til föstudagsins %0D30. nóvember.

    • 0710069 – Lengd viðvera fatlaðra barn í 5. - 10. bekk

      Lagt fram samkomulag félagsmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra barna í 5. – 10. bekk grunnskóla.

      Starfsfólki fræðslusviðs falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    • 0710068 – Fjárhagsstaðan í grunnskólum

      Farið yfir fjárhagsstöðu fræðslusviðs, grunnskólahluti.

      Í yfirferð kom fram að í heildina er grunnskólinn nánast á áætlun.

    • 0703143 – Fjármagn til grunnskólanna vegna vettvangs- og skólaferðalaga nemenda

      Lagt fram uppfært minnisblað þróunarfulltrúa grunnskóla.

    • 0702368 – Hamranes/Vellir grunn- og tónlistarskóli

      Lögð fram lokaskýrsla vinnuhópsins og samantekt starfshóps um grunn- og tónlistarskóla í Hamranesi.%0D%0DVið undirbúning byggingar og skólastarfs nýs grunn- og tónlistarskóla, sem staðsettur verður á svæði sem nefnist Hamranes I og liggur í beinu framhaldi af Völlum 6 og 7 var unnið eftir ferli hönnunar frá hinu almenna til hins sérstæða (Design Down Process). Kallaður var saman breiður hópur fólks úr ýmsum áttum til að leggja fram hugmyndir sínar um starf skólans og frekari uppbyggingu. Dr. Anna Kristín Sigurðardóttir leiddi undirbúningsferlið en því hefur áður verið fylgt við hönnun nokkurra skóla hér á landi t.d. Ingunnarskóla, Korpuskóla og Norðlingaskóla. Alls voru 20 þátttakendur í vinnuhópnum auk þess sem fulltrúar 9 arkitektastofa þáðu boð um þátttöku í vinnuhópnum. Grunnskólanum er ætlað að þjóna nýbyggingarsvæðum á Völlum 6 og 7 ásamt Hamranesi 1,2 og 3. Tónlistarskólinn þjóni nemendum hvaðanæva að úr Hafnarfirði. %0D%0D%0D%0D

      Fræðsluráð samþykkir að þær hugmyndir sem settar eru fram í skýrslunni og dregnar eru saman í samantekt starfshóps verði hafðar til hliðsjónar við hönnun skólabyggingar fyrir grunnskóla og tónlistarskóla í Hamranesi. Mælt er með því við framkvæmdaráð að þeim níu arkitektastofum sem þátt tóku í vinnunni verði boðin þátttaka í lokuðu útboði um hönnun skólans. Þegar kemur að frekari samvinnu við væntanlega hönnuði verði til þess skipaðir pólitískir fulltrúar úr fræðslu- og framkvæmaráði, svo hver flokkur eigi einn fulltrúa og með þeim starfi embættismenn af sviðum fræðslumála/tónlistarskóla, íþróttamála, félagsmiðstöðva/tómstundamála, fasteignafélags og e.t.v. fleiri.%0DSkýrslu og samantekt starfshóps vísað til framkvæmdasviðs.

    • 0702207 – Lýðheilsuverkefnið "Allt hefur áhrif einkum við sjálf"

      Lögð fram lokaskýrsla verkefnisins.

      Fræðsluráð fagnar lokaútgáfu markmiða fyrir áætlanagerð og framkvæmdir Hafnarfjarðarbæjar árin 2007-2010 með samhæfingu í gegnum verkefnið “Allt hefur áhrif einkum við sjálf”. Meginmarkmið verkefnisins er að bæta lífshætti barna, fjölskyldna þeirra og bæjarbúa í Hafnarfirði með áherslu á hreyfingu, vellíðan og bætt mataræði til að stuðla að aukinni vellíðan, hreysti og betri heilsu í eigin þágu og samfélagsins alls. Ráðið felur fræðslusviði að fylgja eftir og hvetja til virkni verkefnisins á sviði stofnana fræðslusviðs. En eins og fram kemur í áætlanagerð og framkvæmd fyrir Hafnarfjörð á verkefninu mun árangur ráðast af vilja einstakra aðila og stjórneininga í heild sinni. %0D%0DÁheyrnarfulltrúar vegna grunnskóla viku af fundi kl. 9:45

    • 0710067 – Fjárhagsstaðan í leikskólum

      Farið yfir fjárhagsstöðu fræðslusviðs, leikskólahluti.

      Í yfirferð kom fram að í heildina er leikskólinn nánast á áætlun.

    • 0708151 – Staðan í ráðningarmálum í leikskólum í byrjun skólaársins 2007-2008

      Tilnefning í vinnuhóp sbr. lið 9 í fundargerð fræðsluráðs 24. september sl.

      Tilnefnd voru: Ellý Erlingsdóttir,Helga Ragnheiður Stefánsdóttir og Gestur Svavarsson. %0D%0D%0DÁheyrnarfulltrúar vegna leikskóla viku af fundi kl. 9:55

    • 0710101 – Fjárhagsstaðan, fræðslusvið

      Farið yfir fjárhagsstöðu, hluti fræðslusviðs.

      Í yfirferð kom fram að í heildina er fræðslusvið nánast á áætlun.

Ábendingagátt