Fræðsluráð

5. nóvember 2007 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 148

Ritari

  • Magnús Baldursson fræðslustjóri
  1. Almenn erindi

    • 0711012 – Vísindamaður að láni

      Lagt fram til kynningar tilboð Ranníss sem kallast “Vísindamaður að láni, tilboð til grunnskóla skólaárið 2007 – 2008″%0DTiboðið er hugsað til að örva áhuga grunnskólanemenda á náttúrufræðigreinum og er skólum að kostnaðarlausu.

      Fræðsluráð óskar eftir viðbrögðum skólastjórnenda við þessu verkefni.

    • 0711011 – Ályktun frá kennurum Víðistaðaskóla

      Lögð fram ályktun frá starfsmannafundi sem haldinn var 4. október í Víðistaðaskóla varðandi ítrekun menntamálaráðuneytisins um að óheimilt sé að innheimta gjald vegna námstengdra vettvangsferða nemenda á vegum skóla.%0D%0D

      Fræðsluráð er með málið í vinnslu í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.

    • 0708151 – Staðan í ráðningarmálum í leik- og grunnskólum í byrjun skólaársins 2007-2008

      Lagðar fram tillögur starfshóps sem skipaður var af fræðsluráði 8. október sl. til að gera tillögur um markvissar aðgerðir í starfsmannamálum í leik- og grunnskólum í Hafnarfirði.%0DTillögurnar voru samþykktar samhljóða í starfshópnum og samþykkt að vísa þeim til fræðsluráðs.

      Fræðsluráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.%0D%0D

    • 0711013 – Skólar á grænni grein

      Lagt fram til kynningar bréf frá Landvernd til sveitarstjórna varðandi skóla á grænni grein.%0DÍ bréfinu er verkefninu lýst, en það er alþjóðlegt umhverfisverkefni fyrir skóla. Grænfánaskólar á Íslandi eru nú 43 þar af 3 í Hafnarfiði. Það eru tveir grunnskólar:Engidalsskóli og Öldutúnsskóli og einn leikskóli:Norðurberg.

      %0DÁheyrnarfulltrúar vegna grunnskóla viku af fundi kl.9:00

    • 0711014 – Ungbarnaleikskóli

      Lagt fram bréf, dags. 25.október 2007 frá Helgu Björgu Axelsdóttur og Svövu Björgu Mörk, leikskólakennurum þar sem óskað er eftir samningi við Hafnarfjarðarbæ um rekstur ungbarnaleikskóla í bæjarfélaginu.

      Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og felur fræðslusviði og formanni fræðsluráðs að ræða við bréfritara.

Ábendingagátt