Fræðsluráð

3. desember 2007 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 150

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir fulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0711231 – Ferðir í tengslum við fermingarfræðslu

      Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu, dags. 13. nóvember 2007 tengt fermingarfræðslu.

    • 0711232 – Samningur um sýningarrétt á kvikmyndum Friðriks Þórs Friðrikssonar í skólum landsins

      Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti, dags. 9. nóv. 2007 þar sem kynntur er samningur um sýningarrétt á kvikmyndum Friðriks Þórs Friðrikssonar í skólum landsins. Í bréfinu kemur fram að skólar séu hvattir til að nýta sér kvikmyndirnar við kennslu í íslenskum bókmenntum og kvikmyndafræðum.

    • 0710036 – Kríuás 1, byggingarleyfi.

      Skipulags- og byggingarráð óskar umsagnar fræðsluráðs á umsókn Nova ehf. um leyfi til að setja upp búnað fyrir farsíma, þ.e. þakbrún og tæknibúnað í geymslu á 2. hæð Kríuáss 1.

      Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

    • 0710034 – Ásvellir 1, byggingarleyfi.

      Skipulags- og byggingarráð óskar umsagnar fræðsluráðs á umsókn Nova ehf. um leyfi til að setja upp búnað fyrir farsíma, þ.e. þakbrún og tæknibúnað í tæknirými 02-04 að Ásvöllum 1.

      Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

    • 0710033 – Brekkugata 19, byggingarleyfi.

      Skipulags- og byggingarráð óskar umsagnar fræðsluráðs á umsókn Nova ehf. um leyfi til að setja upp búnað fyrir farsíma, þ.e. þakbrún og tæknibúnað á 2. hæð Brekkugötu 19.

      Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

    • 0702193 – Hamraneshverfi 1. áfangi

      Kynnt skipulagstillaga Hamraness 1

      Hafrún Dóra Júlíusdóttir, vék af fundi kl. 9:25%0DIngibjörg Bertha Björnsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara vék af fundi kl. 9:30%0DÚlfhildur H. Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara vék af fundi kl. 9:40%0D%0DPáll Tómasson o.fl. frá Arkitektur.is, Stefán Veturliðason frá VSB, verkfræðistofa og Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs mættu til fundarins og kynntu skipulagstillögu Hamraness 1.%0D%0DAðilum þakkað fyrir kynninguna.%0D%0DFræðsluráð felur fræðslusviði að vinna drög að umsögn fyrir næsta fund ráðsins.

    • 0711037 – Fræðslusvið, fjárhagsáætlun 2008

      Lagðar fram tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2008, málaflokkur 04-fræðslusvið

      Fræðsluráð vísar drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 og tillögum til frekari yfirferðar og afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstórn.%0D%0DLögð fram tillaga foreldraráðs um fræðslu og vettvangsferðir. Fræðsluráð þakkar þá hvatningu sem fram kom í framlögðu erindi en í tillögum að drögum að fjárhagsáætlun 2008 er gert ráð fyrir tæplega 17 milljóna króna framlagi til skólanna vegna vettvangs- og fræðsluferða.%0D%0D%0D%0D

Ábendingagátt