Fræðsluráð

7. apríl 2008 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 158

Ritari

  • Magnús Baldursson fræðslustjóri
  1. Almenn erindi

    • 0803123 – Knattspyrnuakademía Hauka

      Tekið fyrir að nýju erindi frá síðasta fundi.%0DKristján Ómar Björnsson, íþróttastjóri Hauka mætti til fundarins og kynnti erindið.

      Kristjáni þakkað fyrir kynninguna. Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið en felur fræðslustjóra að kalla eftir frekari gögnum ss. námskrá og vinna að frekari útfærslu sem lögð verði fyrir fræðsluráð síðar.

    • 0804038 – Hraunvallaskóli - skólastjóri

      Lagðar fram umsóknir um skólastjórastöðu við Hraunvallaskóla.%0D%0DEftirtaldir sækja um stöðuna:%0DÁgústa Bárðardóttir%0DBogi Ragnarsson%0DEfemía Gísladóttir%0DGissur Jónsson%0DJón Rúnar Hilmarsson%0DSteinar Ó. Stephensen%0DStella Á. Kristjánsdóttir

    • 0801032 – Námserfiðleikar stúlkna, rannsókn

      Tekin fyrir tillaga frá síðasta fundi fræðsluráðs.%0D%0D

      Fræðsluráð beinir því til fræðslusviðs að leita leiða til að skoða frekar stöðu stúlkna í skólakerfinu og efna til frekari umræðu innan grunnskólasamfélagsins í Hafnarfirði og hugsanlega samstarfs við utanaðkomandi rannsakendur. Í þeirri skoðun verði jafnframt athugað hvernig staðið er að jafnréttisfræðslu, skólaúrræðum og jafnréttismarkmiðum framfylgt í grunnskólum Hafnarfjarðar og sjónum beint að því hvernig slíkt mætir þörfum beggja kynja. Við þá vinnu verði reynt að hafa sem víðtækasta umræðu og skoðun og horfa í senn til sérúrræða og skólastarfsins í heild sinni. %0D%0DLeitað verði upplýsinga og samstarfs við framhaldsskólana í bænum þar sem viðfangsefnið þarf einnig skoðunar við. %0D

    • 0804080 – Áslandsskóli - náms- og kynnisferð starfsfólks.

      Erindi frá skólastjóra Áslandsskóla þar sem óskað er eftir styrk til ferðarinnar.

      Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og felur fræðslustjóra afgreiðslu þess.

    • 0702368 – Hamranes/Vellir grunn- leik- og tónlistarskóli

      Á fundinum verða lögð fram útboðsgögn fyrir fyrsta þrep af tveimur.

      Fræðsluráð samþykkir útboðsgögnin fyrir sitt leyti.%0D%0D%0DÁheyrnarfulltrúar grunnskóla viku af fundi kl. 9:00

    • 0804072 – Norðurberg - umsókn um stækkun 2008

      Lögð fram umsókn frá stjórnendateymi Norðurbergs um tvær lausar kennslustofur með tengibyggingu vestan megin við leikskólann, á opnu leiksvæði hverfisins

      Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og fer þess á leit við framkvæmdaráð að unnið verði að framkvæmd málsins í samráði við skólastjórnendur Norðurbergs og fræðslusvið.%0D%0D

    • 0708151 – Staðan í ráðningarmálum

      Þróunarfulltrúi leikskóla fór yfir stöðuna og sagði frá áformum um námskeið fyrir nýliða á komandi skólaári.%0D%0D%0DÁheyrnarfulltrúar leikskóla viku af fundi kl. 9:25

Ábendingagátt