Fræðsluráð

5. maí 2008 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 160

Ritari

  • Magnús Baldursson fræðslustjóri
  1. Almenn erindi

    • 0703327 – Endurmenntunarsjóður grunnskóla

      Kynntar niðurstöður úthlutana úr endurmenntunarsjóði grunnskóla til Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar skólaárið 2008-2009. Úthlutanir úr endurmenntunarsjóði grunnskóla fer til endurmenntunarnámskeiðahalds sem Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar stendur fyrir og er ætlað kennurum grunnskóla.

    • 0804229 – Öldutúnsskóli, aðstoðarskólastjóri 2008

      Fyrir teknar að nýju umsóknir um stöðu aðstoðarskólastjóra Öldutúnsskóla.%0DLagt fram bréf, dags. 29. apríl 2008 frá skólastjóra Öldutúnsskóla þar sem mælt er með ráðningu Valdimars Víðissonar í stöðuna.%0DSviðsstjóri tekur undir tillögu skólastjóra.

      Fræðsluráð staðfestir ráðninguna.

    • 0804334 – Engidalsskóli - styrkbeiðni

      Lagt fram bréf, dags. 28. apríl 2008 frá starfsfólki Engidalsskóla þar sem óskað er eftir styrk vegna náms-og kynnisferðar starfsfólk skólans til Noregs í vor.

      Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið felur fræðslustjóra að ganga frá styrkafgreiðslu.

    • 0805005 – Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar

      Lagt fram bréf dags. 23. apríl 2008 frá Kennaraháskóla Íslands þar sem þess er farið á leit að Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar geri samstarfssamning um ákveðið framlag til stofnunar Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar.

    • 0804338 – Forvarnardagur

      Lögð fram skýrsla um forvarnardaginn 2007, TAKTU ÞÁTT – þetta vilja þau. Skýrsla um svör unglinga um hvað þau vilja.

    • 0702207 – Lýðheilsuverkefnið "Allt hefur áhrif einkum við sjálf"

      Lagðar fram niðurstöður könnunar um stöðumat leik- og grunnskóla í Hafnarfirði 2005-2007.

    • 0805004 – Leikskólinnn Hjalli - úttekt

      Lagt fram bréf, dags. 21. apríl 2008 frá menntamálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er um úttekt á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði.

Ábendingagátt