Fræðsluráð

3. nóvember 2008 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 169

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 0804153 – Frístundaheimili, verkefni 2008

      Vegna þessa liðar mættu Ellert Baldur Magnússon og Sigurgeir Árni Ægisson og sögðu frá frístundatilboðum í heilsdagsskólum grunnskólanna.

      Fræðsluráð þakkar þeim fyrir kynninguna.

    • 0810339 – PISA 2009

      Lagt fram til kynningar bréf, dags. 30. október 2008 frá Námsmatsstofnun. Bréfið var sent öllum skólastjórnendum og skólaskrifstofum til upplýsingar um undirbúning fyrir PISA 2009 rannsóknina.

    • 0709057 – Hjallastefnan, barnaskóli við Hjallabraut

      Lagt fram bréf, dags. 31. október 2008 frá skólastjóra og stjórn foreldrafélags Barnaskóla Hjallastefnunnar þar sem óskað er leyfis fræðsluráðs að bjóða upp á 4. bekk skólaárið 2009 – 2010.

      Fræðsluráð vísar erindinu til skoðunar fræðslusviðs, m.t.t. kostnaðar, húsnæðis og fleiri þátta sem málið varða.

    • 0810312 – Sérdeild - framhaldsskóli

      Lagt fram afrit af bréfi dags. 7. október 2008 frá foreldrum níu nemenda í sérdeild Öldutúnsskóla til menntamálaráðuneytisins varðandi úrræðaleysi fyrir þessa nemendur í framhaldsskólum í bænum.%0DFara þau fram á að þessum nemendum og öðrum sem eru í sömu sporum í Hafnarfirði standi til boða að geta sótt sérdeild í framhaldsskóla í sinni heimabyggð.%0D%0D

      Fræðsluráð tekur undir ósk bréfritara og beinir því til ráðuneytisins að tryggt verði að þessir nemendur og fleiri geti sótt nám við hæfi í framhaldsskóla í sinni heimabyggð.%0D%0DÁheyrnarfulltrúar vegna grunnskóla viku af fundi kl. 9:25

    • 0810313 – Álfasteinn - aðstoðarleikskólastjóri

      Lögð fram umókn um stöðu aðstoðarleikskólastjóra Álfasteins frá Guðnýju Steinu Erlendsdóttur. %0DLögð var fram umsögn leikskólastjóra þar sem hún mælir með að Guðný verði ráðin í stöðuna.%0DFræðslustjóri tekur undir tillögu leikskólastjóra

      Fræðsluráð samþykkir ráðninguna.%0D%0DÁheyrnarfulltrúar vegna leikskóla viku af fundi kl. 9:30%0D%0DFundinn sátu auk undirritaðra fræðsluráðsmanna: Magnús Baldursson, fræðslustjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, áheyrnarfulltrúarnir, Helgi Arnarson, fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Úlfhildur H. Guðbjartsdóttir og Jóna Karólína Karlsdóttir, áheyrnarfulltrúar grunnskólakennara, Árni Mathiesen, fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Alda Agnes Sveinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Lóa Björk Hallsdóttir, fulltrúi starfsfólks á leikskóla. %0DFundargerð ritaði: Guðrún Guðmundsdóttir, ritari%0D%0D%0D%0D%0D

Ábendingagátt