Fræðsluráð

26. janúar 2009 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 174

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 0901203 – Breytingar á skipan fulltrúa í ráð og nefndir á árinu 2009.

      Á fundi bæjarstjórnar þ. 20. jan. sl. var eftirfarandi samþykkt: %0DSilvía B. Gústafsdóttir hættir sem varamaður í fræðsluráði og kemur í hennar stað Júlíus Freyr Theodórsson, Öldugötu 46.%0D%0DÞar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram lýsti forseti ofangreind rétt kjörin.%0D

    • 0802185 – Fræðslusvið, starfsskýrsla

      Lögð fram stefna og starfsskýrsla fræðslusviðs Hafnarfjarðar, “Að settu marki 2009” %0DStarfsskýrslan innheldur ársskýrslu 2008 og starfsáætlun 2009.

    • 0801395 – Skólastefna Hafnarfjarðar, endurskoðun

      Lögð fram drög að endurskoðaðri skólastefnu fræðslusviðs. %0D%0DSkólastefna Hafnarfjarðar hefur verið í endurskoðun allt árið 2008 í samræmi við verk- og tímaáætlun sem samþykkt var í fræðsluráði Hafnarfjarðar í byrjun þess árs. Vinnuhópur fræðsluráðs hefur stýrt endurskoðunarvinnunni í samráði við starfsfólk á Skólaskrifstofu. Vinnan hófst með upplýsingaöflun frá hagsmunaðilum vorið 2008 og lauk með samráðsfundum með fulltrúum þeirra í byrjun sumars. Í ljósi upplýsinga frá þeim var ákveðið að þróa frekar þá stefnu sem mótuð var 2005 og byggja endurskoðunarvinnuna á henni. Haustið 2008 var allur texti skólastefnunnar endurskoðaður og hann liggur nú fyrir í drögum á fundi fræðsluráðs í dag. Vinnuhópurinn hefur haldið 14 fundi. Endurskoðaður texti skólastefnu 2009 fer nú í ábendinga- og athugasemdarferli til 18. febrúar nk. Allar athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og rökstuddar og skal senda þær á netfangið magnusb@hafnarfjordur.is. %0DÁbendingar og athugasemdir sem berast verða kynntar í fræðsluráði þann 23. febrúar nk.%0D%0D

      Á fundinum kom fram beiðni frá áheyrnarfulltrúa foreldra barna í grunnskóla um að afgreiðslu yrði frestað til 9. mars nk. vegna fyrirhugaðs málþings foreldraráðs Hafnarfjarðar þann 7. mars nk. þar sem tjallað verður um skólastefnu Hafnarfjarðar.</DIV&gt;<DIV&gt;<br /&gt;</DIV&gt;<DIV&gt;Fræðsluráð samþykkir beiðni foreldraráðs Hafnarfjarðar um tímafrest vegna yfirferðar á skólastefnu Hafnarfjarðrar.</DIV&gt;<DIV&gt;<BR&gt;</DIV&gt;<DIV&gt;Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskóla viku af fundi kl. 8:45.</DIV&gt;<DIV&gt;<br /&gt;</DIV&gt;<DIV&gt;

    • 0901220 – Sumarlokun leikskólans Álfabergs

      Lagt fram bréf frá skólastjórum leikskólans þar sem óskað er eftir sama fyrirkomulagi á sumarlokun leikskólans sumarið 2009 og sl. sumar. Sumarlokunin verði frá og með 17. júlí til og með 18. ágúst.

      Fræðsluráð samþykkir erindið.

    • 0901222 – Ályktun um stöðu tónlistarskólanna í landinu

      Lagt fram bréf, dagsett 6. janúar 2009 frá félagi tónlistarskólakennara þar sem bent er á mikilvægi þess að sveitarfélög standi vörð um starfsemi tónlistarskólanna.

Ábendingagátt