Fræðsluráð

17. október 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 243

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1109306 – Sveitarfélagið Vogar - beiðni um samstarf

      Lagt fram erindi frá Sveitarfélaginu Vogum þar sem leitað er eftir samstarfi við Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar um að hún sinni sérfræðiþjónustu fyrir leik- og grunnskóla sveitarfélagsins skv. lögum hverju sinni.$line$

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

    • 1108155 – Evrópsk lýðræðisvika 10.-16.okt. 2011

      Lögð fram samantekt um hvernig unnið var í lýðræðisvikunni í grunnskólum bæjarins.

    • 0811240 – Fræðsluráð, styrkveitingar

      Lögð fram styrkbeiðni frá félaginu Ný nálgun vegna námskeiðs fyrir stjórnir nemendafélaga grunnskólanna í Hafnarfirði.

      Fræðsluráð samþykkir styrkbeiðnina.

    • 1110146 – Meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í öllum grunnskólum 2011

      Lagðar fram upplýsingar frá Hagstofu Íslands.

    • 1110159 – Valáfangar í grunnskólum

      Lögð fram skýrsla sem mennta- og menningarmálaráðuneytið sendi til fróðleiks um valgreinar í grunnskólum skólaárið 2010-2011. Samkvæmt þriggja ára áætlun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um mat á skólastarfi var gerð könnun á fyrirkomulagi og umfangi valgreina á unglingastigi vorið 2011. Capacent Gallup var falin framkvæmd könnunarinnar sem send var til allra grunnskóla með 8. – 10. bekk, samtals 146 skóla.

    • 1009201 – Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2011

      Rekstrarstjóri fræðslusviðs fór yfir 8 mánaða uppgjör sviðsins.

Ábendingagátt