Fræðsluráð

28. nóvember 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 246

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Eyjólfur Sæmundsson varaformaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari fræðsluráðs
  1. Almenn erindi

    • 1008212 – Forvarnir á fræðslusviði

      Vegna þessa liðar mætti forvarnarfulltrúi og kynnti niðurstöður rannsóknar um hagi og líðan nemenda í 5. -7. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar.

      Geir Bjarnasyni þakkað fyrir kynninguna.

    • 11023155 – Skólavogin

      Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er breytt staða í málum varðandi skólavogina.

    • 1111152 – Fræðsluráð, erindisbréf

      Tekið fyrir að nýju frá síðasta fundi

      Fræðsluráð tekur jákvætt í erindisbréfið og vísar því til afgreiðslu í bæjarráði.

    • 1111164 – Öldutúnsskóli, skólalóð

      Lagt fram bréf frá skólaráði Öldutúnsskóla varðandi ástand skólalóðarinnar.

      Fræðsluráð tekur undir mikivægi þess að tryggja öryggi á skólalóð Öldutúnsskóla og felur sviðsstjóra að hafa samband við bréfritara um úrlausn mála. Jafnframt vísar fræðsluráð erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

    • 1111272 – Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál

      Lagt fram bréf frá skólastjóra og formanni foreldrafélags Áslandsskóla hvað varðar húsnæðis- og lóðamál skólans.

      Fræðsluráð felur sviðsstjóra að kalla eftir þeirri kostnaðargreiningu sem óskað er eftir og tekur jafnframt undir orð bréfritara hvað varðar sparkvöll við skólann og felur sviðsstjóra að vinna að málinu.$line$$line$Áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara vék af fundi kl. 9:30.

    • 0811240 – Fræðsluráð, styrkveitingar

      Lögð fram styrkbeiðni frá Landssamtökum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna eldvarnarátaksins 2011.$line$Lögð fram styrkbeiðni frá Sjávarbarnum til að gera sjónvarpsþætti um skólamötuneyti.

      Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

    • 1111268 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2012

      Kynnt drög að fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu fyrir árið 2012.

      Fræðsluráð vísar drögum að fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu fyrir árið 2012 ásamt tillögum að gjaldskrám til bæjarráðs.$line$$line$Fræðsluráð felur sviðsstjóra að kanna möguleika á að fjölga um eitt barn á þeim deildum leikskóla þar sem því verður við komið.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í fræðsluráði munu við framlagningu fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðar í bæjarráði og í bæjarstjórn fjalla um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar í heild sinni.$line$$line$Áheyrnarfulltrúi grunnskólastjóra vék af fundi kl. 10:30.

Ábendingagátt