Fræðsluráð

10. desember 2012 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 271

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Kynntar umsagnir Áslandsskóla, Hraunvallaskóla, Setbergsskóla, Öldutúnsskóla og leikskólans Hlíðarbergs.

      Fræðsluráð telur mikilvægt að bærinn móti sér umhverfisstefnu með þeim hætti sem hér er lagt til og gerir ekki athugasemdir hvað varðar þátt skólastarfs í bænum.

    • 1201362 – Samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk 2012

      Lagt fram vinnuskjal Skólaskrifstofu þar sem kynnt var fyrsta samantekt á niðurstöðum samræmdra prófa í Hafnarfirði í 4., 7. og 10. bekk haustið 2012.$line$Nánari niðurstöður verður að finna í skýrslu Námsmatsstofnunar þegar hún liggur fyrir.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1209541 – Foreldraráð Hafnarfjarðar

      Kynning á markmiðum og niðurstöðum námskeiðs sem haldið var í haust og var styrkt af fræðsluráði.

      Gísli Guðlaugsson, formaður foreldraráðs Hvaleyrarskóla kynnti niðurstöður námskeiðsins. Fram kom að námskeiðin tókust með ágætum og þakkar fræðsluráð Gísla fyrir kynninguna.

    • 1206323 – Foreldraráð leikskólabarna - fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn frá foreldraráði leikskóla Hafnarfjarðar vegna úttekta á leikskólalóðum.$line$Lögð fram svör fasteignafélags Hafnarfjarðar við fyrirspurninni.

      Lagt fram til kynningar, afgreiðslu frestað til næsta fundar ráðsins.

    • 1008206 – Barnaskóli Hjallastefnunnar

      Lagt fram bréf, dags. 13. nóvember 2012 frá skólastýru Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði og leikskólastjóra á Hjalla þar sem óskað er eftir viðræðum varðandi heimild til fjölgunar barna í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði.

      Fræðsluráð samþykkir að vísa erindinu til skoðunar í tengslum við viðræður bæjarins og Hjallastefnunnar um gerð þjónustusamnings.

    • 1110250 – Staðfesting skólanámskráa og starfsáætlana grunnskóla.

      Lagðar fram skólanámskrár og starfsáætlanir grunnskóla Hafnarfjarðar vegna yfirstandandi skólaárs, ásamt staðfestingum skólaráðanna.$line$

      Fræðsluráð staðfestir framlagðar skólanámskrár og starfsáætlanir grunnskóla Hafnarfjarðar. Gögnin er að finna á heimasíðum skólanna.

    • 1212050 – Fræðsluþjónusta, forvarnir og starfsviðmið

      Lögð fram tilraunaútgáfa að handbók sem lögð verður til grundvallar stuðnings til forvarna í grunnskólum bæjarins.

      Fræðsluráð samþykkir að framlögð greinargerð/handbók verði send út í skólasamfélagið og kallar jafnframt eftir ábendingum.

    • 1202002 – Skóladagatöl 2012-2013

      Lögð fram beiðni frá leikskólastjóra á Álfasteini um heimild til að vinna af sér 2. janúar 2013 sem er skipulagsdagur skv. samþykktu skóladagatali. Óskað er eftir þvi að starfsfólk vinni daginn af sér á tveimur kvöldum.$line$$line$Lagðar fram beiðnir skólastjóra Áslandsskóla, Lækjarskóla, Setbergsskóla, Víðistaðaskóla og Öldutúnsskóla um heimild til að telja 19. desember sem tvo skóladaga í unglingadeildum skólanna þar sem þann dag fer fram hefðbundið skólastarf og í framhaldi af því jólahaldi til kl. 23 um kvöldið. Á móti falli niður skólastarf hjá þessum hópum 20. desember sem er síðasti skóladagur fyrir jólafrí skv. skóladagatali.$line$Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið álit á sveigjanleika af þessu tagi og gerir ekki athugasemd við það ef allir aðilar skólasamfélagsins séu því sammála og það aldrei ákveðið nema til eins árs í senn.$line$Skólaráð allra skólanna hafa staðfest þetta fyrirkomulag fyrir sitt leyti.

      Fræðsluráð samþykkir erindi leikskólans Álfasteins,um heimild til að vinna af sér 2. janúar 2013 sem er skipulagsdagur skv. samþykktu skóladagatali. Óskað er eftir þvi að starfsfólk vinni daginn af sér á tveimur kvöldum, að því gefnu að allir starfsmenn leikskólans séu því samþykkir. Leikskólastjóri sendi Skólaskrifstofu samantekt um starfið bæði kvöldin þar sem m.a. komi fram þátttaka starfsfólks.$line$$line$Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti beiðnir skólastjóra Áslandsskóla, Lækjarskóla, Setbergsskóla, Víðistaðaskóla og Öldutúnsskóla um heimild til að telja 19. desember sem tvo skóladaga í unglingadeildum skólanna þar sem þann dag fer fram hefðbundið skólastarf og í framhaldi af því jólahaldi til kl. 23 um kvöldið. Á móti falli niður skólastarf hjá þessum hópum 20. desember sem er síðasti skóladagur fyrir jólafrí skv. skóladagatali.

    • 1212078 – Tillögur úr bæjarstjórn

      Lagðar fram eftirfarandi tillögur sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar vísaði til fræðsluráðs 5. desember sl.$line$$line$1. “Þróunarverkefni í Engidalsskóla fyrir 2- 10 ára börn$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að ráðast í þróunarverkefni í starfsstöð Víðistaðaskóla í Engidal. Þar verði starfræktur heildstæður skóli fyrir 2-10 ára börn sem færi fyrir þróunarstarfi á afmörkuðum sviðum. Skólinn myndi starfa á grundvelli bókunar fimm í kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands fyrir grunnskóla. Skólinn hefði það að leiðarljósi að starfa eftir nýjum grunnþáttum í menntun og lykilfærni, sbr. læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Ennfremur yrði skólinn forystuskóli á sviði upplýsingatækni þar sem sérstakt þróunarverkefni yrði mótað um notkun rafrænna kennslugagna.$line$Fræðslusviði yrði í samráði við starfshóp um skólaskipan falið að vinna að útfærslu tillögunnar fyrir 1. mars 2013.”$line$$line$2. “Betri nýting skólahúsnæðis $line$Þar sem ekki liggur fyrir að hægt sé að ráðast í fjárfrekar framkvæmdir í bænum á næstu mánuðum vegna skuldastöðu sveitarfélagsins og ákvæða í lánasamningum við lánadrottna samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að leita leiða til að leysa húsnæðisvanda við Áslands- og Hraunvallaskóla með öðrum hætti en viðbyggingum. $line$Ljóst er að í bænum er nægilegt húsnæði fyrir grunnskóla miðað við framkomnar tölur um nemendafjölda og spá um áætlaðan nemendafjölda fram til ársins 2017. Því er lagt til að húsnæði í öðrum skólum bæjarins eða nálægum mannvirkjum verði nýtt til kennslu tímabundið. $line$Fræðsluráði og fasteignafélagi Hafnarfjarðar skal falið að finna viðhlítandi lausn á húsnæðisvandanum.$line$

      1. Fræðsluráð leggur til að afgreiðslu þessarar tillögu verði frestað þar til tillögur frá starfsfólki Víðistaðaskóla, starfsstöð Engidal og leikskólans Álfabergs hafa borist ráðinu.$line$$line$$line$2. Fræðsluráð frestar afgreiðslu tillögu um betri nýtingu skólahúsnæðis og vísar henni til umsagnar skólastjórnenda og skólaráða Áslandsskóla, Hraunvallaskóla og til foreldraráðs Hafnarfjarðar. Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum, fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:$line$”Fullyrðingar í inngangi tillögu fulltrúa Sjálfstæðismanna um að ekki sé unnt að fjármagna eðlilega uppbyggingu skólamannvirkja í Hafnarfirði til að bæta aðstöðu og mæta fjölgun nemenda eru rangar.”$line$Eyjólfur Sæmundsson (sign)$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir (sign)$line$Gestur Svavarsson (sign)$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:$line$$line$Hvergi er á fjárhagsáætlun fyrir næsta ár gert ráð fyrir fjármagni til nýfjárfestinga í skólahúsnæði við Áslandsskóla og því fullkomlega óábyrgt að leggja fram tillögur að byggingu skólahúsnæðis við Áslandsskóla eins og fulltrúar meirihlutans hafa komið fram með.$line$$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:$line$Framkomnar tillögur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi betri nýtingu skólahúsnæðis miða að því að leita leiða til hagræðingar og á sama tíma auka þróun í skólakerfinu.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)

    • 1111268 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2012

      Lagt fram 10 mánaða uppgjör fræðsluþjónustu 2012.

      Lagt fram til kynningar.$line$$line$Formaður óskar fulltrúum í fræðsluráði og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Ábendingagátt