Hafnarstjórn

6. júní 2007 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1314

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0701138 – Framtíðarhafnarsvæði.

      Starfsnefnd hafnarstjórnar, við athugun á framtíðar hafnarsvæði Hafnarfjarðarhafnar, lagði fram drög að áfangaskýrslu um hafnarsvæði vestan Straumsvíkur. Formaður hafnarstjórnar, Eyjólfur Sæmundsson, hafnarstjóri og Sigurður Sigurðarson frá Siglingastofnun fóru yfir og skýrðu innihald skýrsludraganna.

      Hafnarstjórn samþykkir að fela starfsnefndinni að vinna áfram að þessu máli og jafnframt að taka til skoðunar mögulega nýtingu svæðisins austan Straumsvíkur.

    • 0705309 – Skemmd á vesturenda Suðurbakka

      Hafnarstjóri greindi frá skemmd á vesturenda Suðurbakka. %0DEnnfremur gerði hann grein fyrir athugnum Verkfræðistofunnar Strendings og tillögum um viðgerð.

      Hafnarstjórn samþykkir að ráðast hið fyrsta í viðgerð samkvæmt tillögum Strendings ehf.

    • 0705085 – Fjárhagsáætlun 2007, endurskoðun júní 2007

      Endurskoðun fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2007 tekin til umræðu samkvæmt samþykkt síðasta fundar.%0D

      Hafnarstjórn samþykkir að fresta umræðunni til næsta fundar.

    • 0701311 – Cuxhavengata 1 hækkun byggingar

      Lögð fram ósk ásamt greinargerð leigutaka lóðarinnar Cuxhavengötu 1 um að breyta um leigutaka á lóðinni, þannig að Klettar ehf taki yfir lóðaleigusamning lóðarinnar af Sýningarljósum slf.

      Hafnarstjórn samþykkir að Klettar ehf yfirtaki lóðaleigusamning fyrir Cuxhavengötu 1. með fyrirvara um að öll formleg skilyrði séu uppfyllt.

    • 0702364 – 100 ára afmæli Hafnarfjarðarhafnar.

      Tekið til umræðu væntanlegt 100 ára afmæli hafnarinnar 1. janúar 2009.

      Hafnarstjórn samþykkir að stofna nefnd er vinni að undirbúningi fyrir 100 ára afmæli hafnarinnar. %0DHafnarstjórn tilnefnir Ástu Maríu Björnsdóttur, Kristinn Andersen og Má Sveinbjörnsson, hafnarstjóra í nefndina.

Ábendingagátt