Hafnarstjórn

27. júní 2007 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1315

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0706349 – Gjaldskrá Hafnarinnar 2007

      Lögð fram tillaga að gjaldskrá hafnarinnar frá 1. júlí 2007.

      Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrá.

    • 0706388 – Landfylling og hafnargerð

      Fjölmiðlaumræða um landfyllingar við Straumsvík.

      Bæjarstjóri og hafnarstjóri skýrðu frá fundi með ráðamönnum Alcan, þar sem kynnt var m.a. undirbúningsvinna og tillögugerð hafnarinnar um nýja höfn og landfyllingar við Straumsvík.

    • 0702340 – Málefni Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf.

      Spurt var um stöðu flutnings minni flotkvíar úr innri höfn.

      Hafnarstjóri rakti gang mála í viðræðum og framkvæmdum tengdum flutningi flotkvíarinnar.%0D%0DHafnarstjórn felur hafnarstjóra að óska skriflega eftir upplýsingum um stöðu undirbúnings að flutningi flotkvíarinnar.

    Umsóknir

    • 0705099 – Óseyrarbraut 1, ósk um breytt deiliskipulag 2007

      Lögð fram umsókn Batterísins, dagsett 8. maí 2007 og undirrituð Sigurður Einarsson, fyrir hönd Vatnslagna (kt. 540981-0789) um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni Óseyrarbraut 1.

      Umsóknin lögð fram og umræðu frestað.

    • 0706368 – Umsókn um stækkun olíubirgðastöðvar

      Lögð fram umsókn Atlantsolíu ehf, dagsett 26. júní 2007 og undirrituð Albert Þór Magnússon, um stækkun lóðar við birgðastöð fyrirtækisins að Óseyrarbraut 23.%0DEinnig er óskað eftir því að veitt verði samþykki fyrir byggingu nýs díeselolíugeymis og 3 bensíngeyma.

      Umsóknin var lögð fram og umræðu um hana frestað.

Ábendingagátt